Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1950, Page 1

Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1950, Page 1
3. tölublað. Sunnudagur 22. janúar 1950. XXV. árgangur. (féercjóteinn ~J'\riótiánóóon SKEMMABÓNDANS í ÞESSARI grein er því lýst hvernig bændur á Suðurlandi bygðu bæ- arhús sín á torbæaöldinni. Er það byggingarlag í ýmsu frábrugðið því sem var á Norðurlandi, því t ð þar mun varla hafa þekst þak úr ís- lensku hellugrjóti. Mun það ijett sem höf. segir, að nokkur mismunur hefur verið á húsabyggingum, eftir landshlutum. — Hefur það að nokkru verið undir staðháttum komið og sums staðar bygt eingöngu úr torfi, þar sem lítið var um grjót. Byggingarlagi hefur og verið hagað nokkuð eftir veðráttu, einkum úrkomu. Hver einn bær á sína sögu, sigurljóð og raunabögu. Matthías. ÞAÐ er varla ofmælt að helmingur þeirra íslendinga, sem nú eru ofan moldar, hafi lifað æsku sína á sveitarbæum víðsvegar um landið. Alt þetta fólk á sjer endurminn- ingar um bæinn sinn, sumt man hann máske í tveimur eða þremur gerfum, því torbæi þarf oft að um- bæta og endurbyggja. Hin tilfærðu orð skáldsins hafa án efa leitt hugi margra manna að sögu síns bæar, og við þá hugsun hafa þeir komist að því, að það sem þeir muna, er lítið brot af Sögu býlisins, því mestur hluti hennar er gleymdur. Þeir minnast þess líka án efa, að gamli bærinn sem rifinn var hrörlegur og veður- barinn, var ekki í miklum metum, en öll athyglin snerist að nýa bæn- um eins og gamla vísan bendir til: „Nú er hann kominn í nýa bæinn, ný er orðin síðan um daginn baðstofan." Þó að þessu sje þannig farið er það þó staðreynd, að fræðimenn nútímans vita nokkurn veginn um ríkjandi húsalag hvers tímabils í sögunni alt frá landnámstíð. En það er aðeins í stórum dráttum, um hin smærri afbrigði vita þeir ekki, og því síður hvaða húsalag hefur verið á hverjum bæ. Líklegt er að það hafi farið nokkuð eftir landshlutum. Til dæmis um það má geta þess, að hvergi hef jeg sjeð tvílyft torfhús með þili á hlið nema austur í Múlasýslum. Slíkir torf- veggir mundu ekki hafa staðið lengi í votviðrum Suðurlands. Og mjer er ekki grunlaust um að fleiri

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.