Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1950, Qupperneq 8

Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1950, Qupperneq 8
36 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS FRIÐARVILJI RUSSA Þeir eru að gera vígi og kafbátahöfn í Albaníu ÞAÐ var einn góöan veðurdag í fyrrasumar, að til hafnarborgar- innar Valona í Albaníu, sem er gegnt ,.hælnum“ á Ítalíu, kom hóp- ur af rússneskum sjóliðsforingjum og hernaðarsjerfræðingum. — Og rjett á eítir kom annar hópur og í honum voru starfsmenn og þýskir sjérfræðingar. — Heimsækjendur þessir lögðu þegar undir sig stærsta húsið í borginni og ráku út alla þá, sem þar höfðu átt heima. Þessir heimsækjendur höfðu það hlutverk að koma i framkvæmd aldalöngum draum Rússa um það að eignast lierskipahöfn við Miðjarðarhaf. í miðjum Valona-flóanum er ey, senv Rússár höfðu fengið augastað á. Hún heitir Sesano og er um þrír kílómetrar að flatarmáli. Eyan er sæbrött og í rauninni ckki annað en gríðarmikill klettur, sem skagar upp úr hafinu og alt um kring eru snarbrött björg urn 300 metra á hæð. Þcssari klettaey svipar eigi litið til Gibraltar, þvi að þar cru ótal hellar og *leynigöng. Setulið þar getur haft algerlega vald á öll- um siglingum í mynni Adriahafs, og með flugskeytum af V2 gerð gæti það lagt ítölsku hafnarborgina Taranto i eyði, en þar var mesta flotastöð ítala í striðinu. Hellarnir í eynni eru svo miklir að þar getur allöflugt setulið hafst við og geymt þar nægan forða til langs tíma. Rússar hafa sjálfir gortað af því að ekki sje hægt að eyðileggja þetta vígi með kjarnorkusprengju, flugvjelar geti ekki komist að því og af sjó sje það óvinnandi. Lands- lagi á meginlands ströndinni þar andspænis er svo háttað, að ekki getur heldur verið um að ræða árás þaðan. Sunnan og vestan við Val- onaflóann eru Karaburun fjöllin 800 metra há og snarbrött, en sunn ar hækka þau upp í 2000 metra. Þar eru engir vegir, ekki annað en ein- stigi í fjallaskörðum. Inn af flóan- ‘um og fyrir innan Valona, er um fimtán kílómetra sljettlendi, cn það cru fen og foræði. ÞRÁTT fyrir sína miklu hernaðar- þýðingu, hefur verið hljótt um Sasano-eyna fram að þessu, svo hljótt, að Rússar gátu byrjað á því að víggirða hana án þess að um- heimurinn veitti því eftirtekt. Árið 1920 lögðu ítalir eyna undir sig, en yfirgáfu hana snemma á ár- inu 1945. Þá var það að flokkur albanskra stigamanna, undir stjórn Enver lloxha, lagði eyna undir sig. Iloxha hafði verið kennari, en nú var hann orðinn uppreisnarforingi og hlýddi öllum skipunum frá Moskva. Það má því segja að það liafi verið eftir fyrirskipan þaðan, að liann lagði eyna undir sig. En þetta fór svo hljótt, að almenmng- ur i Vestur-Evrópu frjetti ekki neitt um það, og ríkisstjórnirnar þar ljetu það afskiftalaust. Þeirn fanst þá að þær ætti í öðrum stærri vandamálum að snúast og það væri þýðingarmeira að hefta yfirgang Rússa á öðrum stöðum. Og þegar fanð var að ræða um fnðarsamn- ingana við ítali árið 1947, þá voru aðaldeilurnar um Trieste. En urn 11. grein í 28. kafla friðarsamning- anna urðu menn skjótt sammála. Hún er á þessa leið: „Ítalía viðurkemiir að Sasano eyan sje albanskt land og afsalar sjer öllu tilkalli til hennar.“ Á þetta var ekki minst í blöðun- um á þeim tima, en seinna hefur þessi grein vakið mikinn ugg og ótta meðal Ítala. Bretar virðast og hafa áttað sig á þessu og flotasjer- fræðingar þeirra gefa nú nákvæm- an gaum öllu sem þarna fer fram og segja að þessar víggirðingar Rússa geti haft áhrif á allar fyrir- ætlanir um varnir Vestur-Evrópu í íramtíðinni. Það er þó ekki hlaupið að því að fá nákvæmar fregnir um það sem er að gerast á Sasano ey. Það er álíka óhugsnadi að erlendir blaða- menn fái að koma þangað eins og á íund æðsta ráðs Rússa. En með ílóttafólki hafa þó borist ýmsar upplýsingar. Þótt Rússar hafi hin- ar ströngustu gætur á öllu land- svæðinu umhverfis Valona, þá tekst samt einum og einum manm að strjúka og segja frá. RUSSAR byrjuðu á framkvæmd- um þarna í fyrrasumar í þann mund er slitnaði upp úr vináttu þeirra og Tito. Afleiðingin af sam- vinnuslitum þeirra varð fyrst og fremst sú, að Rússar mistu yfirrað flotahafnarinnar Pola, sem er imi- arlega við Adriahafið. Og þá fengu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.