Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1950, Qupperneq 11

Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1950, Qupperneq 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 39 ALDAR ÁRSTÍD OEHLENSCHLÁGERS um þetta. í marsmánuði síðast liðn um var flett ofan af öllum fyrir- ætlunum Rússa í einu blaðinu í Júgóslavíu. Jafnframt sendi Tito fimm skriðdrekaherfylki til landa- mæranna. Fyrir skömmu helt hann svo ræðu í Skoplje og skoraði á Makedoníumenn að láta sem vind um eyrun þjóta þær fyrirætlanir, sem nokkrir skuggabaldrar væri með, því að ekki mundi verða neitt úr þeim. RÚSSAR eru nú farnir að verða vondaufir um að þessar fyrirætlan- ir sínar muni takast, enda hefur ýmislegt komið upp úr kafinu síð- an fyrsta áætlunin var gerð. Þá var Markos enn foringi grísku kommúnistanna. En þegar hann heyrði um þessar fyrirætlanir Rússa varð hann svo reiður að hann gætti ekki tungu sinnar. Af- leiðingin varð sú, að hann „sýktist“ hastarlega og er nú líklega dauður. George Dimitroff, sem þá var for- sætisr.h. Búlgara, mótm. líka þess- um fyrirætlunum Rússa. Skömmu seinna varð hann að biðja auð- mjúklega um fyrirgefningu á fram- komu sinni. Það rjetti að vísu við pólitíska „heilsu hans“, en samt varð hann svo heilsulaus, að hann var fluttur til Rússlands til þess að deyja. En Enver Hoxha tók þess um fyrirætlunum Rússa um Make- doníu með glöðu geði. Hinn 28. apríl í vor sem leið, bar Andrej Gromyko fram í Lake Success tillögu um þriggja velda íhlutun í Grikklandsmálunum. Þar var farið fram á það að Bandarík- in hættu að styðja stjórn Grikk- lands fjárhagslega, að kosningar skyldu fara fram í landinu og kommúnistar skyldu hafa kosning- arrjett. Honum kom víst ekki til hugar að þetta yrði samþykt, en hann ætlaði að nota það til þess að útvega grísku kommúnistunum frjálst yfirráðasvæði í norðanverðu HINN 20. þ. mán. voru liðin 100 ár frá því að danska skáldið Adam Oehlenschláger dó. Hann var fæddur 1779 og átján ára gamall hóf hann listaferil sinn sem leikari við konunglega leikhús - ið í Kaupmannahöfn, en leiklistin ljet honum ekki. Veturna 1802—1803 og 1803 — 1804 helt Henrich Steffens fyrir- lestra við Kaupmannahafnarhá- skóla um nýar stefnur í þýskum skáldskap, og vöktu þeir mjög mikla athygli. Oehlenschláger komst þá í kynni við Steffens og þeim áhrifum, sem hann varð fyr- ir af þeim kunningskap, er líkt við þá vakningu, sem Gotehe varð fyr- ir af Herder. Menn telja að upphaf hinnar bók mentalegu „gullaldar“ Dana á 19. öld, sje að rekja til þess, að Steff- ens vakti hjá Oehlenschláger nýtt viðhorf til skáldskaparins og hlut- verks hans og gaf honum beinlín- is hugmyndina að hinu fyrsta stóra kvæði hans „Guldhornene“, sem varð upphaf rómantísku stefnunn- ar í skáldskap Dana. Grikklandi. Það mistókst og nú hef- ur gríska stjórnin unnið sigur á kommúnistum. Nú treysta Rússar á það að skattgreiðendur í Banda- ríkjunum trjenist upp á því að stýðja Grikki fjárhagslega, og þá komi tími grísku kommúnistanna til þess að leggja undir sig alt land- ið frá albönsku landamærunum austur að Saloniki. Það yrði þá fyrsti vísirinn til stofnunar hins makedoniska ríkis. ' *• *. 4 Oehlenschláger. Á árunum 1805—09 ferðaðist Oehlenschláger um Þýskaland. Frakkland, Sviss og Ítalíu. Árið 1810 varð hann prófessor í fagur- fræði. Af kunnustu skáldritum hans er „St. Hansaften Spil“, „Aladdin“. „Hakon jarl“, „Baldur hin Gode“, „Axel og Valborg“, „Helge“ og „Hagbarth og Signe“. „Helge“ er talið seinasta afreks- verk hans (1814) enda þótt margt gott kæmi út eftir hann síðar. — Skáldskapur hans hafði geisimikil áhrif um öll Norðurlönd. Við há- tíðarhöld í dómkirkjunni í Lundi 1829 lagði sænska skáldið Esajas Tegner lárviðarsveig um höfuð Oehlenschlágers og kallaði hann „konung norrænna söngvara og rík iserfingjann í heimi skáldskapar- ins, þar sem Goethe skipar nú há- sætið“, Oehlenschláger komst snemma í kynni við forníslenskar bókmentir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.