Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1950, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1950, Blaðsíða 14
LESBOK morgunblaðsins íslensk söngkona vestan hafs W* 2 r eða einhver gullkorn úr fornbók- 7 mentum. Þegar börnin þurftu ekki lengur á forskrift að halda, voru þau látin afrita ljóð og sögur Á þennan hátt lærðu þau málið, hið lifandi mál. Þau kyntust þeim skyndimyndum og líkingum, sem skáldin brugðu upp. Þau kyntust ósjálfrátt blæbrigðum málsins, en auk þess fengu þau þekkingu á ljóðum og sögum og mörgu öðru. Afritunin varð þeim ekki aðeins æfing í skrift, heldur margvísleg fræðsla, sem þau drukku í sig um leið og þau afrituðu. Fólkið var Ijóðelskt. Það var t. d. gaman að afrita Hjálmarskviðu Sigurður Bjarnasonar: Orga hróðug hrædýrin, hvorgi bjóðast varnir, korg úr blóði bergja minn borginmóði og arnir. Hin dýrt kveðna vísa ljet vel á vörum og myndin, sem hún brá upp var bæði átakanleg og stór- fengleg. En nú koma „grammatík- usarnir“ og tæta hana sundur á sinn hátt og segja að hún sje mein- gölluð. Hin ískalda hönd þeirra sviftir ljóma skáldskaparins af henni og brýtur hana niður í „rusl“. „Gammatík“ og skáldlist á ekki saman. Jeg þekki mann, sem hefir verið sex vetur í barnaskóla og aðra sex í mentaskóla, og hann hefir sagt mjer, að þar hafi hann aldrei heyrt minst á að til væri stuðlar og höfuðstafur. \ r 4. Um 9 ára skeið var jeg auglýs- ingaritstjóri við Morgunblaðið. Vegna þeirrar atvinnu hefi jeg kynst stíl og rjettritun fleiri manna en flcstir aðrir. Mjer of- bauð oft þegar jeg las þau hand- rit, sem bárust og bar þau í hug- anum saman vxð brjefxn heima í ^ svextinni, þegar jeg var krakki. VIÐ PUGET SOUND hjer á Kyrra- hafsströndinni er landslag breyti- legt og útsýnið heillandi. Fjöll sjást í hæfilegri fjarlægð — og víða sjest út yfir sund og eyar. Skógar klæða hæðir og hlíðar — en gróðursæl Munurinn til hins verra var svo stórkostlegur. Ekki er það eingöngu „gramma- tikurstaglinu“ að keniia. Sífeld- ar breytingar á stafsetningu hafa átt sinn þátt í því líka. Pilturinn, sem kom með reikn- ing: „Ferer flöttning á kussum“ sýndi þó að hann hafði tileinkað sjer hina nýu reglu um tvöfaldan samhljöðanda. En hverju var hann nær fyrir það? 5. Hvað kunni höfundur Njálu í grammatik? Hvað vissi hann um núhðna tíð, þáliðna tíð, þáframtíð, þáskildagatíð og slík vísindi, sem nú er tahð nauðsynlegt að troða í fólk þegar á barnsaldri? Ekkert — bókstaflega ekkert. Aumingja maðurinn. Þessum fáfróða manni tókst þó að skrifa bók, sem enn er „voldug og sterk í hreinleik máls og list- ar“. (Niðurlagsorð í formála Guðna mag. Jónssonar fyrir Njálu). „Efni hennar er bæði unaðslegt og sorg- legt, og einkar mikilvægt að sögu- legri þýðingu. Enn auk þessa jafn- ast engin saga við hana að því, er orðfærið snertir; það er bæði lip- urt og Ijett og hátignarfult og al- vörumikið. Málið á Njálu er hin fullkomnasta fyrirmynd fagurs hjeruð á milh. Alt þetta gleður augað í útsýn frá borginni Tacoma í Washington ríkinu. Hún telur rúml. 137.000 íbúa og er um 40 míl- ur í suður frá Seattle. Þar eru bú- settar nokkrar fjölskyldur af ís- orðfæris. Sagan er hin þýðingar- mesta fyrir fræðimennina, hvort sem eru sögufræðingarnir eða mál- fræðingarnir“. (Sjera Janus Jóns- son). 6. Það má heita nýung í íslenskum málvísindum, að gera setningu lestrarmerkja að málfræði. Með þessu er enn verið að rugla skiln- ing barnanna. Mjer er sagt að oft liggi Við að nemendur falli á próf- um vegna þess, að þeir hafi ekki getað lært þessa grein „málfræð- innar“. Nú er setning lestrarmerkja einkamál hvers rithöfundar, alveg eins og það er einkamál hvers manns hvernig hann leggur á- herslu á mælt mál. Þeir Ari fróði, Snorri Sturluson og höfundur Njálu gátu ritað sæmilegt mál, þrátt fyrir það að þeir voru svo óhepmr að vera fæddir löngu áð- ur en þessi lestrarmerkja vísindi komu til greina. En ætti þeir nú að ganga undir inntökupróf í mentaskóla, mundu þeir allir falla á íslensku vegna vanþekkingar sinnar á málfræði, stafsetningu og kommusetningu. Þannig erum vjer á villustigum. Á. O.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.