Lesbók Morgunblaðsins - 09.07.1950, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 09.07.1950, Blaðsíða 6
346 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS einnig mikið af góðu úraníum frá Great Bear Lake í Kanada. Ný- lega fanst ný úraníumnáma hjá Theano Point hjá Superior vatni, en engin revnsla á hana komin. Sovjetríkin. — Það er með öllu ó- kunnugt hvað Rússar eru komnir langt í kjarnorkurannsóknum. Þó er vitað að þeir hafa kjarnorku- stöðvar hjá Sanga-fljóti og Beikai vatni. En stærsta stöð þeirra mun vera í norðaustanverðri Síberíu og þar mun hafa verið kjarnaspreng- ingin, sem Truman sagði frá. Framleiðsla Rússa þolir engan samanburð við framleiðslu Banda- ríkjanna. Árið 1946 framleiddu þeir 16.3 miljónir lesta af stáli, rúmlega 153 miljónir lesta af kolum 1945 og um 40 miljónir kilowattstunda af rafmagni 1946. Að því best er vitað eru engar úraníumnámur í Rússlandi sjálfu. En úraníumnámur eru hjá Joa- chimsthal í Tjekkóslóvakíu og þar liafa Rússár látið vinna af mikilli áHefð. Vitað er um aðrar úraníum- námur í Balkanríkjunum, en þær eru ljelegar. Þess vegna leggja Rússar nú aíar mikið kapp á að finna nýar úraníumnámur. KJARNASP lí E N G J U K Bandaríkin. — Bandaríkin eiga nú sennilega nokkur hundruð af kjarnasprengjum. Og þeir, eiga nú sprengjur, sem eru tvisvar eða þrisvar sinnum kraftmeiri heldur en sprengjan, sem kastað var á Nagasaki. Og enn öflugri sprengjur eru til. Sovjetríkin. — Vafi leikur á því hvort Rússar eigi nokkrar kjarna- sprengjur. Sprengingin mikla, sem vart varð við í ágúst í fyrra sumar, gat vel hafa stafað af slysi. En það þarf þó ekki að.vera, og er rjettara að gera ráð fyrir að um tilrauna- sprengingu hafi verið að ræða, og að Rússar eigi nú nokkrar kjarna- sprengjur, þó ekki nema sárfáar og af líkri gerð og fyrsta kjarna- sprengjan var, því að ólíklegt er að þeir viti um þær endurbætur er Bandaríkin hafa gert á sinni kjarna -sprengju. K .1 A K N O R K U V O P N Bandaríkin. — Flugvjelar eru, enn sem komið er, öruggustu flutninga- tækin fyrir kjarnasprengjur. Banda -ríkin eiga nú langíleygustu árás- arflugvjelar í heimi, t. d. B-36, sem getur flogið 3000—4000 mílur í ein- um áfanga. Er búist við að þeir eigi 180 af þessum flugvjelum á næstunni. Auk þess eiga þeir 420 flugvjelar af B-29 og B-50, sem eru útbúnar til þess að flytja kjarna- sprengjur, og enn fremur margar Lockhead njósnaflugvjelar, sem fluttar eru á móðurskipi. Þá er og hinum nýu þrýstiloftsflugvjelum ætlað að flytja kjarnasprengjur. Miklar endurbætur hafa verið gerðar á flugskeytum, en þó mun enn ekki hafa tekist að framleiða flugskeyti, sem geta farið yfir út- höf. Sovjetríkin. — Rússar hafa kepst við að framleiða langfleygar flug- vjelar síðan stríðinu lauk. Og marg- ir haida að framleiðsla þeirra sje nú í höndum sjerstakra manna, en ekki undir umsjá flugflotans. Yfir- foringi hinna langfleygu flugvjela er A. Y. Golovanof marskálkur og hefur hann þrjár flugflotastöðvar, eina nærri Smolensk, aðra hjá Uman og liina þriðju hjá Khabar- ovsk. Þessar flugvjelar eru stæld- ar eftir amerísku flugvjelinni B-29 og munu Rússar nú eiga 100—200 af þeim, eða talsvert minna en menn hafa búist við. En flugliðið er ekki að sama skapi gott. Þeir munu ekki eiga einn einasta flug- mann, sem hefur þekkingu á því hvernig á að fara með kjarna- sprengjur og kasta þeim niður. Þýskir sjerfræðingar hjálpa nú Rússum til þess að smíða flug- skeyti og er talið sennilegt að Rúss- ar eigi nú V-2 flugskejúi, sem hægt er að skjóta 500 mílna veg. En þeir eiga ekkert einasta flugskeyti með kjarnasprengju. . VA K N I It Bandaríkin. — Varnir gegn kjarna- sprengjuárás eru að sumu ieyti fólgnar í því að gera árásir á kjarn- orkustöðvar óvinanna, en að öðru leyti eru þær fólgnar í því að gera árásir á flugvjelar þær, sem eru með kjarnasprengjur. Bandaríkin eru vel út búin til að halda uppi þeim vörnum. Þau hafa yfirráðin á höfunum. Flugvjelar þeirra geta flogið lengra í einum áfanga held- ur en rússneskar flugvjelar. Radai'- tæki Bandaríkjanna eru hin bestu í heimi. Þau eiga mikið af þrýsti- lofts-flugvjelum, sem eru mikiu hraðfleygari en aðrar flugvjelar. Alls hafa Bandaríkin nú yfir 24.000 flugvjela að ráða í hernaði, og eru þá taldar árásarflugvjelar, flutn- ingaflugvjelar og æfingaflugvjelar. Sovjetríkin. — Rússar eiga nú 14— 17.000 hernaðarflugvjela, aðallega árásarflugvjela og nokkrar þúsund- ir flugvjela, sem þeir geta gripið til. — Árleg flugvjelaframleiðsla . þeirra er talin vera um 12.000. — Þeir eiga nokkuð af þrýstiloíts- flugvjelum og eru þær smíðaðar eftir þýskri fyrirmynd, eins og bandarísku flugvjelarnar. Rússar eiga lítið af næturflugvjelum (og svo er einnig um Bandarikin). — Radartæki þeirra eru ófullkomin og þeir eru langt á eftir í vörnum gegn flugvjelaárásum og þekkingu á vörnum í lofti. ^ ^ ^

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.