Lesbók Morgunblaðsins - 20.08.1950, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 20.08.1950, Blaðsíða 2
190 LESBOK MORlUNBLxAJÐSINS raun um, að þótt húsin í Reykja- vík sje ósjáleg hið ytra, þá fylgja þeim hið innra öll þau þægindi, sem nútíma menningarlíf útheimt- ir. Hins sama varð jeg var í hús- um annara góðra Reykvíkinga, sem jeg heimsótti. Jeg gríp því þegar tækifærið til þess að vara lesand- ann við að halda að Reykjavík sje einhver ómenningar staður. Þvert á móti. Um lifnaðarháttu og híbýla- prýði er Reykjavík alveg á borð við Kaupmannahöfn. Og meðal í- búa hennar eru margir gáfaðir og lærðir menn. Húsin eru að vísu lítil. Það eru einlyft timburhús með háum þök- um, og aðeins sú hlið, sem snýr að götunni, er máluð, annars eru húsin tjörguð. En hið innra eru þau viðkunnanleg og vistleg. Borgin er ekki stór. Þar eru ekki nema þrjár götur samhliða strand- lengjunni — og í rauninni ekki nema tvær bygðar — og svo eru þar þrjár þvergötur. En svo er auk þess óregluleg bygð torfbæa á báðar hendur, og sunnan við bæinn er tjörnin. Opinberar bygg- , ingar eru dómkirkjan, latínuskól- inn og stiptamtmannshúsið. Reykjavík er snotur borg, með reglulegum götum, sem að vísu eru ekki steinlagðar, en þó þurrar og hreinlegar á sumrin. Akstur er alveg óþektur hjer í landi og hjer er enginn vagn, en allir flutn- ingar fara fram á hestum. Reykja- vík stendur á fallegum stað og út- sýni þaðan yfir hina fögru höfn, dimmbláan sjóinn úti fyrir og til hinnar tignarlegu Esju í baksýn, er sannarlega hrífandi. ÍBÚAR Reykjavíkur er blandaðir, að nokkru leyti danskir, að nokkru leyti islenskir. Flestir kaupmenn- irnir eru danskir, en íslenskir eru embættismennirnir, iðnaðarmenn og sjómennirnir. Alls eru þarna um 1500 íbúar, en sje taldir með allir, sem búa í nágrenninu, þá er fólksfjöldinn um 2000. Ef dæma má eftir þeirri viðhöfn, sem er í heimilum þeirra kaup- manna, sem jeg kom til, eigi að- eins í Reykjavík, heldur einnig út um land, þá liggur mjer við að ætla að það sje stórgróðafyrirtæki að reka verslun hjer í landi. Það eru að vísu ekki nema nokkrir kaupmenn, sem eru búsettir þar sjálfir, heldur hafa flestir verslun- arstjóra fyrir sig. En þar sem þeir hafa vissan ágóðahluta af verslun- inni, þá má á lifnaðarháttum þeirra marka nokkuð hvernig versl unin gengur. Og jeg endurtek það, að jeg held að hún sje stórgróða- vegur. Að minnsta kosti var hún svo fram til 1854, er hún var gefin frjáls. Nú skiftist gróðinn í fleiri staði. Þess vegna er nú vanavið- kvæði hjá kaupmönnum: „Það borgar sig ekki að versla“, en þeir bæta jafnan við: — ,,ekki eins vel og áður“. Biskup situr í Reykjavík og hann og stiptamtmaður eru há- yfirvöldin í landinu. Aðeins ein fræðslustofnun er til í landinu, skólinn í Reykjavík, sem er rekinn með sama sniði og sams konar skól- ar í Danmörku. Þar eru milli 40 og 50 nemendur, og þeir ganga flestir í gegn um alla bekki og Ijúka stúdentsprófi. Á seinasta ára- tug hefir það gerst, að Reykjavík er orðin aðal menntasetur landsins og aðsetur helstu embættismanna. Ekki hafa allir verið ánægðir með það, en þetta er þó til mikilla bóta. í byrjun þessarar aldar var Reykja vík ekki annað en ósjálegt þorp, en nú eru þar margir mentamenn, sem munu áreiðanlega eiga hægra með að vinna landi sínu gagn held- ur en á meðan þeir voru búsettir hingað og þangað og höfðu ekkert samband sín á milli. Á þessum árum hefir einnig ver- ið stofnað bókasafn í Reykjavík og eru nú í því um 8000 bindi. Enn fremur er farið að gefa út blöð þar, „Þjóðólf“, sem kemur út 48 sinnum á ári, og „íslending“, sem er að vísu stærra blað, en kemur ekki jafn oft út. í Reykjavík er prentsmiðja, „Landsprentsmiðjan“, og hefii hún einkarjett á að gefa út guðsorðabækur. Önnur prent- smiðja er á Akureyri og þar er gefið út þriðja blaðið, sem heitir „Norðanfari“. (Prentlistin kom til íslands 1531, og það ár kom út frysta prentaða bókin þar). Þegar jeg kom í land og sá hve mikill snjór var í fjöllum, varð mjer ljóst að jeg mundi ekki kom- ast á stað til Austurlands fyr en seint og um síðir. Vorið hafði ver- ið ákaflega kalt á íslandi, bæði vegna þess hve mikill snjór kom um veturinn og að hafísinn læsti öllu Norðurlandi. Það var því ekki kominn svo mikill gróður að hægt væri að ferðast á hestum, enda erfitt að fá hest í holdum. Sem betur fór var margt skemti- legt að skoða í nágrenni Reykjavík- ur, svo að mjer þurfti ekki að leið- ast þessar þrjár vikur, sem jeg varð að bíða þar. Jeg keypti tvo hesta og fór á þeim stuttar ferðir og aflaði mjer við það margra upp- lýsinga um landið og þekkingar á þjóðinni. NÆSTA umhverfi Reykjavíkur var heldur eyðilegt þegar jeg kom þangað, og það er aldrei fagurt. Fjöllin voru kuldaleg á svip og láglendið gulgrátt, eins og það kom undan snjónum. Menn kalla þetta mela, og þeir eru mjög algengir á íslandi og að mestu alveg gróður- lausir. Þó er þeim ekki alls varn- að. Ef maður fer að athuga þessa mela, þá tekur maður eftir því að smásteinar liggja eftir þeim í regiu legum rákum líkt og framræslu- skurðir, en á milli er sljettur sand- ur. Steenstrup prófessor hefir hina

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.