Lesbók Morgunblaðsins - 27.08.1950, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 27.08.1950, Blaðsíða 8
404 LESBÖK MORGUNBLaÐSINS c7. ' 0 ^jruiöraJ'O Mikil framför Sigfús Sigfússon þjóðsagnasafnari kom eitt sinn á bæ og sá að þar hafði húsaginn snúisi við. I>á orkti hann þessa vísu: T'ikJa framför má hjei sjá, anndóms hollan vana, þegar blessuð börmn smá berja >reldrana. ^ . vgnL Enskur preátú', sem ferðaðist hjer á .'aadi fyrir 90 á.urn, kom að Hnausum i Itúnaváthssýslu til Jósefs Skaftason- ar æ..nis. Ræddust þeir við um ýmis- gt og þp' á meðal bar skygni á góma. — Hvao segið þjer um það? spurði ’aeknirinn. — í>að kemur vist mest undir því hvernig maginn er, svaraði prestur. — Getur verið, en þó er það ekki d Einu rinm .íorfði jeg á er mað- ur að nafni Magnús lagði frá landi á Váti. Jeg veit ekki hvernig á því stóð, er. um leið og hann skipaði mönnum sínum að reisa seglið, sá jeg feigð á honum. Veðrið var ágætt, en jeg vissi fj-iir víst að hann mundi ekki Ifsma : nd4 heim. Og hvernig fór? Úti á miðjum firði hvolfdi bátnum og Magn- ús drukknaði. HEIM AÐ HÓLUM. — Mynd þessi var tekin á Hólahátíðinni nú fyrir skemstu og sýnir hejmreiðina að Hólum. Blasir staðurinn við og kirkjan meó hinum nýa turni. Fremst er skrauthlið, sem býður alla gesti velkomna. Hvenær mtmum vjer fá að sjá slikt hlið hjá Skálholti? Hvenær getur þjóðin sjálf horft á þann stað kinnroðalaust og boðlð gestí velkomna þangað? — í Sturlunga sögu er sagt frá deilum þeirra Gísla í Bæ á Ratiðasandi og Eyólfs Kárssonar og framgöngu vinnumanna þeirra i þeim hreðum, „og er það mál manna, að þeir hafi ólikast borið sig nautamenn þeirra Gisla og E /ólfs“. Upp frá þessari stundu verður það mál manna að þeim hafi ólikast farið við biskupssetur sin, Norðanmönnum og Sunnldndingum. Upp frá þessu verður niðurlæging Skálholts enn átakanlegri. Og Hólahátiðin ætti að verða öllum í hinu forna Skálholtsbiskupsdæmi sú brýrn- ing. er tæki á samvisku þeirra. Nú verða þeir að stofna Skálholtsfjelög í hverri einustu sveit, til þess að reka af sjer slyðruorðið. — Skálholtsstaður ris ekki úr rústum nema því aðeins að almenningur hafi þar forustu. En þá er það leikandi ljett. 7 (Ljósm. Mbl.: Ól, K. M.) Þarasalt. GisL Oddsson biskup segir frá því, að hfgar Grímseyingum hafi heppnast að veiða i .ægð sela, sem koma með haf- ísnum, þa noti þeir nýa aðferð til að salta kjöt.ð. Þeir þurka vandlega sjávar þara við' Solskín og leggja síðan eld u> iií htmi. Þeir nota ösku þessa „il að krydda kjötið vandlega, og er salt- bragð að því eftn eitt eða tvö, eða jafn- vel eftir sjö til átta ár; merkist ekki nokkur ýlda eða skemd eftir svo lang- an tíma, ef þess er gætt aft þáð spillist ekki af loftinu, en þess konar salt þolir það ekki. Gæsavarp í Grafarlöndum. Vorið 1913 var Fjalla-Bensi á Grims- stöðum á Fjöllum. Fjórar vikur af sumri fór hann ásamt Ingóifi Kristjáns- syni á Grímsstöðum suður í Grafar- lönd til þess að tína gæsaegg. Leyfi fengu þeir hjá Reykhliðingum til þessa, en Grafarlönd teljast til Reykjahlíðar. Þá var svo mikið gæsavarp þarna suð- ur á Öræfum, að þeir tíndu á skömm- um tima tvo hestburði af eggjum, og var þó ekki gengið nærri varpinu. I 2—3 ár var síðan farið þangað til eggja töku frá Grímsstöðum, en svo lagðist tófan i varpið og eyddi því að mestu. (Ódáðahraun). Bani a bleikum hesti. Bjarni Vilhelmsson hjet maður, ætt- aður fra Barðsnesi í Norðfirði. Skömmu eftir aldamótin, er hann var innan við tvítugt dreymdi hann eitt sinn að hann væri staddur suður af Norðfjarðarhorni á einhvers konar báti, sem hann kann- aðist ekki við og fanst mjög frábrugð- inn öðrum bátum. Þóttist hann liggja í svefnklefa og vakna við hvin mikinn og ámátlegan. Þóttist hann þá hlaupa upp og sá mann koma riðandi í loft- inu á bleikum hesti. Fór hann rhjög geyst og stefndi beint á bálinn. Fannst Bjarna hann fara i gegn unt sig og þótti undarlegt, er hann var jafn heill eftir. — í septembermánuði 1942 fórst Bjarni með vjelbótnum „Gandi" frá Norðfirði út af Norðfjarðarhorni i blíðskapar- veðri. Var alment talið vist að flugvjel hefði orðið bátnum að grandi. Þegar Bjarna dreymdi drauminn voru bæði vjelbátar og flugvjelar óþekt hjer á landi. (Úr Þjóðsögum Guðna Jóns- sonar). Úr annál. Fæddi ein kona á Vestfjörðum óskap- legan burð með mannshöfði, hitt alt í steinbitsmynd. Lofaður sje guð fyrir rjetta sköpun.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.