Lesbók Morgunblaðsins - 29.07.1951, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 29.07.1951, Blaðsíða 4
368 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Vindbarin ösp á torgi í P. Arenas. Birki og Syprnstrje í skrúðgarði. Á IILÍBTJM ANÐESFJALLANNA Arla morguns kemur maður frá Senor Habit og ekur með mig í bíl upp á bóndabæ, sem er hjer nokkuð fyrir austan borgina. Þar biða tveir hestar og fylgdarmaður mcð blómapressu og grasatínu. Allt er til reiðu, jcg þarf ekki annað en að stiga á bak og spora fúkinn. Húsbónd- anum finnst jeg víst vera heldur kulda- lega klæddur, því hann bregður yfir mig Poncho, sem er skikkja af Indíána- gerð, teppi með gati fyrir höfuðið. Svo þeysum við af stað eftir troðn- ingum út túnið, fram með hafraakri, þar sem skógurinn hefur verið ruddur miskunnarlaust síðustu árin. Fjárbænd urnir hafa brennt niður heilar spildur og er landið eins og brunarúst og ömur legt yfir að líta. Víða má sjá hvar vatn og vinöur eru að ná sjer niðri á grasverðinum og sópa burtu jarðvegin- um. Það er að gerast það sama hjer í dag, sem skeði á íslandi fyrr á öldum. Og eitt er vist að þetta land verður jafn autt og bert eins og ísland er nú, ef ekkert verður gert til þess að stöðva þessa eyðingu. Hestarnir valhoppa með okkur eftir moldargötunum og fara hratt yfir. Þeir eru fallegir klárar og vel viðráð- anlegir. Allt í einu hægja þeir á sjer og fylgdarmaður minn, Pedro, bendir fram á veginn. Jeg sje ekkert markvert. En bráðlega verð jeg var við, að öll jörð- in dúar undir fótum hestanna. Við erum hjer í flóasundi, sem hefur áður verið vaxið skógi, en er nú autt og stór- hættulegt yfirferðar. -Slík fen og flóar eru hjer hvarvetna milii hæðanna og torvelda öll ferðalög og er ekki farandi um lahdið nema með þaulkunnugum mönnum. Viðardrumbar hafa verið lagðir yíir verstu ófærurnar og ríðum við yfir á þeim. Hestarnir þræða götuslóðann og nú leggja þeir á brattann, upp í fjöliin. Iljer er skágurinn þjettari og nokkuð hávaxnari með sigrænum lauftrjám og heyki, runnar cru margskonar og skrautlegar jurtir vaxa á skógarbotn- inum. Sníkjuplöntur setja annarlegan ævintýrasvip á landið, þar sem þær hanga niður úr trjágreinunum. Hví*ur mosi og skófir, mistilstcinn og fljettur, en uglur og páfagaukar væla og garga inni í þykkninu. Það er einkennilegt hvað dýralitið er fjölskrúðugt hjer suður frá í þessu kalda og raka lofts- lagi. Við erum hátt upp í fjöllum og höf- um gott útsýni yfir landið fyrir neðan okkur. Magellanssundið liggur hjer fyrir sunnan, en það hillir > fjóllin á Eldlandi úti við sjóndeiidarhringirm. í suð-vestri sjest Sarmicnto, snæviþak- inn tindur úr Andcsfjallgarðinum sem er kallaður hryggur Suður-Ameríku og crum við staddir hjerna í neðstu rófu- liðunum. Það er kuldi i lofti þagar við fönim af baki ti! þess að tína fræ af runnum og rauð ber af einkenmlegri iitilli plöntu. Hestarnir frýra og híma undir trje, mcðan við ferðum-’t um skóginn. Það er farið ao kvölda þegar við höltí- um heim á leið. Klárarnir eru viljugir og þeysa niður hlíðina. IVdro syngur við raust og romsar út n: sjar hcil- miklu á kastalíönsku, sem allt fcr fvrir ofan garð og ncðan hjá mjer Ilvndur- inn er allur útataður í krókaldincm og nuggar sjer utan í hveria þúfu. Við mætum skógarhöggsmönnum, sem cru að draga heim við á vögnum mcð tveim uxum fvrir. Mjer skilst á Pedro, að við verðum nð flýta okkur, því að annars værði hann flengdur af eiginkonunni, svo hlær havm og rang- hvolfir augunum. Bóndinn stendur úti þcgar við ríð- um í hlaðið. Hann býður mjcr inn í bæinn. Kona hans fæiir okkur jurta- seiði (mate) svipuðu te á bragðið. Hún ber það inn í hnotuskurni og við siitrum þennan Suður-ameríska þjóðardrykk gegnum málmpípu. Það er iilyiegt í stofunni og skemmtilegt að ræða vi5 bóndann. Við gerum samanburð a hoim kynnum okkar, tveim hrikalegum lönd- um, með óblíða veðráltu, löndum elda og ísa, sem eru fjarlægir útverðir hvor á sínu hveli. MANNLÍ’SING Árið 1899 setti stjórnin í Transvaal fje til höfuðs manni og gaf út svohljóð- andi lvsingu á honum: — Englendingur, 25 ára, um 5 fet og 8 buml. á hæð, gengur ofurlítið álútur, fölur í andliti, mcð rauðbrúnt hár og ofurlítið yfirskegg scm þó er varla sýnilegt, talar fram um nefið, getur ekki borið stafinn S rjett fram, kann ekki orð í hollensku. — Fieð, sem lagt var til höfuðs honum, var 25 sterlingspund. Þessi maður var V/inston Spcncer Chui'chill og haíði strokið úr fangelsinu í Preloria.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.