Lesbók Morgunblaðsins - 29.07.1951, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 29.07.1951, Blaðsíða 7
,ESBÓK MORGUNBLAÐSINS 371 Holtin Hófust nú alt í einu miklar og aivarlegar samræður út af ferða- laginu. Það kom þá upp úr kafinu að helmingur ferðamannanna ætlaði ekki lengra en að Veiðivötnum og hugðist stunda þar veiðar í óleyfi á ineðan iunir ierðuðust norður um öræfin. HVER Á VEIÐI í VEIÐI- VÖTNUM? Síðan bílvaðið fanst á Tungnaá, hafa bændur á Landi gerst áhyggju- fullir út af þvi að þangað muni verða sá straumur veiðimanna, að til fullrar rányrkju horfi um veiði- skap í vötnunum, og þykjast þeir þá missa spón úr aski sínum, því að silungsveiðin hefir um langan aldur verið hlunnindi fyrir þá. Fyrir nær 500 árum (1476) gekk sex manna dómur um það að Ytri Völlum á Landi að Holta og Landsveitir ætti fuglaveiðar, grasatekju og rótagröft „eða önnur gæði“ á svæðinu frá Tungnaá til Sprengisands, frá Þjórsá að Snjóöldu, „svo langt sem vötn renna til og frá, hjeraða í millum“. Hjer er að vísu ekki minst á silungs- veiði, nema „önnur gæði“ eigi að tákna hana. Mun það og hafa verið hæpið að bændur í Holtum og á Landi gæti eignað sjer hana einum, því að bændur í Skaftártungu stunduðu þar mikið veiðiskap og þóttust hafa fullan rjett á því. Segir Sveinn Pálsson læknir að til forna hafi Skaftártungumenn lagt veiði í vötnunum til jafns við heila vertíð í Vestmannaeyum. Um 1740 fóru þó Skaftártungumenn að vanrækja þennan veiðiskap, en fóru á haustin til álftaveiða og fjaðratekju að Veiði- vötnum, því að fjaðrir voru þá dýr verslunarvara. Þetta lagðist niður í Skaftáreldum (1783), en þá áttu þó Skaftártungumenn enn 2 báta við vötnin. Síðan hafa Landmenn setið nær einir að veiðinni, nema hvað tveir bændur úr Eystra-Hreppi sóttu þangað veiði nokkur ár um seinustu aldamót og gerðu það í skjóli gam- als samnings Landmanna og Gnúp- verja, er heimilaði nytjaskifti í af- rjettum þeirra. Það er því að vonum að Land- menn þykist eiga silungsveiðina í Veiðivötnum, þó ekki væri af öðru en gamalli hefð. Er þeim nú mjög í mun að fá þann rjett viðurkendan, en það gengur hálf stirðlega. Um þetta er talað í bílunum og sagt frá því að Landmenn hefði í sumar gert tilraunir að hamla ferð- um veiðimanna í vötnin. Fundur hafði nýlega verið haldinn að Skarði og þar gengið hjeraðsdómur um þetta mál, en enginn vissi á hverja leið hann hafði fallið. Gerðust veiðimenn nú mjög áhyggjufullir er upp á Land- ið kom. Voru uppi getgátur um það, að setið mundi fyrir bílunum, gerð í þeim leit og allar veiðistengurnar og önnur veiðiáhöld tekið. Aðrir heldu því fram, að hættan væri meiri á heimleið. Þá mundu Landmenn sitja fyrir bílunum og hirða allan silung- inn. Gerðust þá sumir herskáir, er um það var rætt, og kváðust verja veiði sína meðan þeir gæti uppi stað- ið, nema því aðeins að sýslumaður sjálfur stjórnaði fyrirsátinni. Var nú ekið upp að Skarði. Þar býr hreppstjórinn og þar liggur bíl- vegurinn um hlaðið og er svo þröngt milli kirkjugarðsveggs og bæarins, að með naumindum er fært stórum bíl- um. Og er við nú nálgumst bæinn, sjest að bíll stendur þar yst í tröð- unum. Þá urðu sumir langleitir og hugsuðu víst sem svo, að þarna væri fyrirsátin og við ættum ekki að fara lengra án rannsóknar. En þetta reyndist ekki jafn hættulegt og í fyrstu virtist. Bíllinn hafði stað- næmst þarna vegna þess að jarðýta var að laga veginn utan við traðirn- ar. Greiddist brátt úr þessu og kom- ust bílarnir heilu og höldnu fram hjá Skarði. Á Leirubakka er einnig ekið um hlaðið, en er þar var engin fyrirsát heldur, ljetti þessum nýu „Vatnakörlum“ mikið og eftir það var tekið upp ljettara hjal. NAFN VATNANNA Áður en lengra er haldið er rjett að geta þess, að talsverðar deilur hafa orðið út af því hvort vötnin heiti heldur Fiskivötn eða Veiðivötn. Landmenn hafa altaf kallað þau Veiðivötn, og svo eru þau nefnd á Uppdrætti íslands (Aðalkort bl. 6). En Skaftártungumenn kalla þau jafn- an Fiskivötn. í Njálssögu er á einunj stað getið Fiskivatna í sambandi við ferð Flosa að austan, og getur þar alls ekki verið átt við vötnin fyrir norðan Tungnaá. Er það því ætlan margra, að þau vötn, sem nú nefn- ast Álftavötn og eru skamt frá Eld- gjá á syðra Fjallabaksvegi, muni upp- haflega hafa heitið Fiskivötn og við þau sje átt í Njálu. Skamt þaðan hafi verið önnur vötn, sem hjetu Álftavötn, en þau hafi fylst af ösku- falli og horfið, og þá hafi nafn þeirra færst yfir á Fiskivötnin, og Fiski- vatnanafnið þá um leið á vötniii norðan við Tungnaá. Verður hjer hver að hafa það, er hánn telur rjett- ast, en Veiðivatnanafninu er haldið hier vegna þess að svo eru þau köll- uð af þeim mönnum, sem lengst og stöðugast hafa til vatnanna sótt. AUÐNIN MÆTIR OKKUR Efri Rangárvellir, eða Landsveit- in eins og hún er nú venjulega nefnd, hefir orðið fyrir þungum búsifjum af nábýli við sandinn, og margir bæir hafa farið þar í auðn vegna uppblást- urs. Þarna hefir fyrrum verið þykk- ur jarðvegur, og má enn sjá þess merki á rofahnausum sem standa á auðninni á stöku stað. Norðaustanátt- in hefir verið hjer verst og má sjá hvernig hún hefir notað sandinn til þess að svifta af jarðvegí í stórum spildum. Skai'ðsfjall og Stóruvalla- lækur hafa þó hlíft suðvesturhluta sveitarinnar. En fyrir ofan Skarð var ægisandur á stóru svæði. Þar má nú líta eitt af stórvirkjum hins yfirlæt- islausa og hljedræga manns, Gunn- laugs heitins Kristmundssonar sand- græðslustjóra. Hann hefir brotið vald norðaustanveðranna og sandsins á bak aftur með því að girða sandana og sá í þá melfræi. Eru nú komnir miklir og grösugir melhólar um alt þetta svæði og sandrokið heft. Þegar maður lítur slíkt stórvirki, þar sem einn maður hefir sigrast á þeim nátt- úruöflum, er höfðu lagt mikinn hiuta blómlegrar sveitar í auðn og ógnuðu öllu hjeraðinu, þá verður manni ljóst, að mennirnir, sem mest ber á, eru ekki altaf þeir, sem vinna föð- urlandinu mest gagn. Hin kyrláta önn, sem fæstir taka eftir, verður löngum sigursælli en bægslagangur og hvalablástur skrumaranna. Og sá maður, sem vinnur slíka sigra er Gunnlaugur heitinn hefir unnið á sandinum þarna, er öllum hershöfð- ingjum meiri og sigurinn glæsilegri en allir sigrar þeirra. Því að hier hefir lífinu sjálfu verið hjálpað til að sigra. Galtalækur er nú efsti bær í bygð og stendur á austustu gróðurtorfunni. Þar fyrir ofan taka við hraun og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.