Lesbók Morgunblaðsins - 23.03.1952, Síða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 23.03.1952, Síða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 14J HAIMDRITA L JOSIVIVNIIUM EK EKKI FULLIMÆGJANDI ÞVÍ liefur stundum verið hampað, að íslendingar ætti að vera ánægðir ef þeir fengi ljósmyndir af fornritum sinum, sem geymd eru í dönsk- um söfnum. Danska handritanefndin sneri sér til sérfræðinga á þessu sviði, til þess að fá úr því skorið hvort ljósmyndir af handritunum og ljósprentanir mundu vera jafn góðar og handritin sjálf. Svör séríræð- inganna cru birt i skýrslu nefndarinnar og eru á þessa leið: ENDA þótt það sé ákaflega þýð- ingarmikið að nú er unnt að taka ljósmyndir af handritum, liggur hitt þó í augum uppi, að Ijósmyndir geta ckki komið í stað handritanna sjálfra. Þar sem skrift er góð og læsileg í frumtextanum, verður hún venjulega eins á ljósmynd. — Stundum kemur það og fyrir að hún verður enn læsilegri, vegna þess að stafirnir koma skýrar fram en í frumtextanum. En ef skrift er máð og lítt læsileg í frumtexta, þá kemur ljósmyndin að iitlu haldi. Þar sést ekki annað en það, sem augað getur greint, en oft er hægt að komast fram úr frumtextanum með því að láta birtu falla á hann á ýmsan hátt eða með því að gegn- umlýsa hann. Þar sem leiðréttingar eru gerðar í frumtexta, er oft hægt að sjá á honum sjálfum hvað undir hefur staðið, vegna þess að blekið í því, sem fyrst var skrifað og blek- ið í leiðréttingunni hafa oft mis- munandi blæbrigði. En á ljosmynd arhjerað vestra. En þetta var alt orðið um seinan. Þegar hann var á leiðinni til hins nýa læknishjeraðs, kom hann við á ísafirði og var þá orðinn helsjúkur. Hann andaðist þar hinn 18. apríl árið 1924, og var öllum harmdauði, er til hans þektu. Harm var aðeins tæplega 37 axa, er hann andaðist. fær allt blek venjulega sama blæ. og þess vegna verður erfitt að skera úr því livað fyrst hafi staðið og hvað hafi verið ritað ofan í. Þar sem eitthvað hefur verið út skafið má oft sjá á frumritinu sjálfu hvað þar hefur verið skrifað, en þar er ljósmyndin alveg gagnslaus. Þar sem eru lýstir stafir, eða myndir, verður ljósmynd að sjálfsögðu mjög ófulkomin, enda þótt hún sé tekiú á htfilmu. Þannig verður ljósmyndun af sjálfum textanum mjög ófullkomin, en hún verður þó langt um óiull- komnari þegar ramisaka skal hand- ritið sjálft, hvernig það hefur verið bundið, arkatölu og hvað hinar ýmsu arkir eru lúðar, en það gefur bendingu um hvort handritinu hef- ur áður verið skipt í tvær eða fleiri bækur. Sama máli gildir um merki þess að handritið hafi áður verið bundið á annan hátt o. þ. h. Allt þetta getur gefið bendingar urn hvemig handntið hafi orðið til og hve gamalt það er o. s. frv., en þetta sest trauðla, eða alls ekki á Ijósmynd. Sem dæmi þess hve nauðsynlegt er að hafa sjálft hand- ritið fyrir sér, er menn vilja rann- saka það, má nefna handritið af jarðabók Valdemars konungs. — Sænskur vísindamaöur rannsakaði það, en hafði eklh annað fyrir ser en Ijosmynd af því. Har.n komst aö þeirri niðurstoðu að þetta hefði upphaflega verið 8 sjálfstæð hand- rit, en hefði seinna verið sameinuð. En það kemur glöggt í ljós, þegar frumtextinn er rannsakaður, að bókin hefur upprunalega verið bundin snemma á miðöldum, senni- lega á sama tíma og handritið varð til og að það þess vegna er óbreytt l'rá upphafi. Á ljósmyndunum varð ein blaðsíða blettótt og hélt hinn sænski vísindamaður því, að þetta hefði einhvern tíma verið fremsta blaðsiða. En í frumritinu er hún ekki frábrugðin hinum blaðsíðun- um. í handritsbroti af jarðabók Hró- arskeldubislcups, sem nú er í Sví- þjóð, er nokkur hluti textans af- máður, vegna þess að skinnið hefur verið notað í bókband. Konungs- bókasafn reyndi að láta ljósmynda þetta við innrauða geisla. Þetta mistókst. Þá var reynt að gegnum- lýsa handritið og tókst það nokkru betur. En beztur árangur náðist með því að láta birtu falla á vissan hátt á handritið. Þá kom skriftin í ljós, enda þó að blekið væri horfið, því að stafirnir komu fram eins og örlítið upphleyptir á yfirborðinu. Dr. Ellen Jörgensen getur þess í útgáfu sinni af dönskum miðalda árbókum, að á einum stað hafi hún ekki komizt fram úr textanum arið 1916. en árið 1918 hafi sér tekizt að lesa þetta við bjart dagsljós. Þetta dæmi er engin undantekmng, held- ur munu allir sem rannsaka forn handrit, reka sig á þetta. £• £ f- — PABBI, hver var það sem fann upp utvarpið? — Þáá gerði Adam. drengur minn. Rann Usði til efnið í hat^Jarajjr.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.