Lesbók Morgunblaðsins - 23.03.1952, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 23.03.1952, Blaðsíða 14
154 r LESBÓK MOBÓUNBLAÐSINS Að handan: Kveðja frá manni, sem dó fyrir 7000 árum SAGA þessi birtisi í stórblaðinu „Times“ í ágústmánuði 1922. Hún er írá eintim fréttaritara þess, en kunnugt er, að „Times“ velur að- cins áreiðanlega menn sem frétta- ritara og þess vegna þarf ekki að efast um að sagan sé sönn. Frétta- ritarinn segir svo frá: — Ég lagði á stað frá hinum dá- samlegu Hawaii-eyjum með skip- inu „Makura“. Skömmu eftir að við fórum þaðan sýndi skipstjórinn mér einkennilegt bréf og sagði mér cftirfarandi sögu. Á einni af Kyrrahafseyjum á hcima kona, sem við skulum kalla frú B. Afi hennar hafði verið trú- boði þarna. Að undanförnu hefur liún staðið í sambandi við fram- liðna menn, sem uppi voru fyrir mörgum öldum og áttu heima ann- ars staðar á hnettinum. í sumar sem leið var hún farþegi á „Mak- ura“. Skipstjórinn hafði heyrt um þennan hæfileika hennar að kom- ast í samband við framhðna og spurði hana því hvort hún vildi ekki gera tilraun að sér sjáandi. Hún samþykkti það og settist að borði með blýant í hönd og blað fyrir framan sig. Þeir skipstjórinn og maður hennar sátu við annað borð á meðan og voru að skoða bók um Samoa-eyjar. Þannig sátu þau nokkra stund. Konan sat róleg með hendina á borðinu, alveg eins og símritari, sem er að bíða eftir skeyti. Eftir nökkra stund mælti hún upp úr feins manns hljóói: „iE, hvaða vandraeði, þetta eru þá enn sömu dulrúnirnar." Þetta sagði hún vegna þess að um nokkurt skeið, þegar hún skrifaði ósjálfrátt, höfðu komið á pappírinn dularfullar rún- ir, sem hún hélt að væri fornt táknletur þar eystra. Hún sat samt kyrr í tuttugu mínútur og skrifaði, og síðan rétti hún skipstjóra blaðið. Hann ákvað að geyma það og reyna að finna einhvern, er lesið gæti þetta dulmál. Þegar skipið kom til Fiji-eyja hitti hann nokkra Indverja, sem komnir voru þangað í kaupsýslu- erindum. Hann sýndi þeim blaðið, en þeir höfðu aldrei séð þetta letur og gátu því ekki ráðið l'ram úr skeytinu. Skipstjórinn varð fyrir miklum vonbrigðum, en er hann sagði frú B. frá þessu sagði hún: „Það gerir ekkert til, ég ímynda mér að þetta sé tóm vitleysa.“ En svo var það í nóvembermán- uði síðast hðnum, að einn af fræg- ustu fornfræðingum heimsins var farþegi á „Makura“. Skipstjórinn sýndi honum skeytið, en lét þess ekki getið hvaðan það væri komið né hvernig hann hefði fengið það. Fornfræðingurinn tókst á loft um leið og hann sá skeytið og spurði í þaula hvaðan það væri komið og hver hefði skrifað það. Síðan sagði hann að þetta væri sams konar skrift og prestarnir í Litlu.-Asíu hefði notað um 5000 árum fyrir Krists íæðingu. Hann sagði enn- fremur að ekkí væri til nema ör- fáir menn í heiminum er gæti lesið þessa skriít. Og hann ætlaói varla að trúa þvx að skeytið hefði verið ritað á svo skömmum tíma sem skipstjóri sagði. Skeytið byrjaði með því að þakka ritaranum (frú B) fyrir það að nota hæfileika sína til að skrifa ósjálfrátt. Síðan var talað um það hve mikill munur væri á því hvernig fólk ferðaðist nú og fyrr á dögum, og gerður samanburður á því hvernig væri að ferðast með úlföldum og skipum. Seinast kom nákvæm lýsing á káetu skipstjór- ans þar sem þau sátu og síðan lýst veðri og sjó eins og það var þá. Bréfið, sem ég gat um í upphafi, er annað skeyti, sem frú B heíur skriíað með sama letri og það á nú að sendast fornfræðingnum svo að hann geti ráðið fram úr hvað í því stendur. Ég hef sjálfur séð þetta seinna skeyti og mér hafa verið sögð nöfn allra þeirra er við sögu koma. Skipstjórinn er gamall Skoti, ættaður frá Nýja Sjálandi, og mjög hleypidómalaus. Fornfræðingurinn er vísindamaður sem aldrei hefur fengizt við eða hugsað um dular- fulla fyrirburði. Frú B er margra barna móðir og hefur aldrei fengizt við dulræn efni nema þetta að hún skrifar ósjálfrátt. Og auðvitað hafði hún ekki hugmynd um hvað þau þýddu þessi tákn, sem hún skriíaði. Hvernig á að skilja þetta? ^ W ^ T " Skoti nokkur var á ferðalagi og þurfti að ná í járnbrautarlest snemma næsta morguns. Hann treysti sér ekki til þess að vakna og ekki tímdi hann að kaupa sér vekjaraklukku. Hann fann þá það réð að skrifa sjálfum sér bréf og snemma næsta morgun ber póstmaður að dyrum hjá honuni og kallar: — Hér er hréf til yðar. — Þakka yður fyrir, sagði Skotinn. — Það er ófrimerkt, svo að þér verðið að koma og borga undir það. — Ofi ímerkt? Þá er þaó ekki arið- andi. Það er bezt að þer farið með það aftux.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.