Lesbók Morgunblaðsins - 11.05.1952, Page 2
r LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
En hinn 21. nóvember urðu veðra-
brigði. — Snjóaði talsvert hér í
Reykjavík þann dag og brá svo til
blota um kvöldið. Þennan dag reru
allir bátar eins og vant var. Komu
sumir að seint um kvöldið og tóku
þá glöggir sjómenn eftir því að
byrjað var að brima í vestustu
lendingunum. Ekki mun samt hafa
verið gengið frá bátum á annan
hátt en vant var.
Þegar kom fram á nóttina fór að
livcssa af útsuðri og um morgun-
inn var komið aftakaveður með
sjávarflóði og brimi svo miklu, að
annað eins hafði ekki komið í
manna minnum. Varð af þessu stór-
kostlegt tjón í Reykjavík og ýms-
um öðrum veiðistöðvum.
Hór í Reykjavík braut brimið
rúmlega 20 skip, stór og smá, cn
sum tók út og sáust þau ekki fram-
ar. Einnig brotnuðu bryggjur, og
verzlunarliús Helga Helgasonar,
sem stóð þar sem nú er Eimskipa-
félagshúsið, færði brimið af grunni.
Þilskipið „Ingólfur“, sem lá hér
uppi í fjöru, kaslaóist til í brim-
inu og kom á. akkeri, sem þur lá
og gekk ukkerið inn úr byrðingn-
um.
í Kirkjuvogshverfinu í Höfnum
fórust 3 skip (sexæringar, f]ögurra
manna för og tveggja manna för).
Þar skemmdust og tún stórkostlega.
Braut hafrótið framan af þeim og
sópaði fjörugrjóti og tvíhlöðnum
grjótgörðum upp á J>au svo að
malar og grjóthrúgur voru um þau
öll. í Kotvogi sópaðist á burt torf-
hús, sem í var geymt salt og salt-
fiskur. Á Stafnesi tók brimið fjár-
rétt, sem var full aí fé, og íórust
þar margar kindur.
| Á Akranesi brotnuðu 3 bátar, en
| tveir stórskemmdust. Þar urðu
einnig miklar skennndir á sjávar-
görðum og tún ónýttust meira og
minna af moi og sandi, sem barst
^ a þau. _•____________________
í Hafnarfirði tók flóðið stórt upp-
skipunarskip, sem Knutzonsversl-
un átti.
Á Álftanesi fóru 5 bátar og eitt
sexmannafar í spón, en mörg fleiri
skip löskuðust þar.
í Brunnastaðahverfi á Vatns-
leysuströnd brotnuðu 5 skip meira
og minna. í syðri veiðistöðvum
urðu miklar skemmdir á bátum og
sumir brotnuðu í spón, en þar varð
þó tiltölulega enn meira tjón á tún-
um og mannvirkjum.
í Selvogi skemmdust nokkur
skip og girðingar mikið og þar
voru tún þakin sandi og grjóti all-
víða. Á Eyrarbakka löskuðust tvö
skip og sjóvarnargarðurinn, sem þá
var nýr, brotnaði á ýmsum stöð-
um.
-//-
Eins og á þessu má sjá liafa
margir átt um-sárt að binda oftir
þetta vcður. Fjölcli manna átti þess
nú ongan kost að sækja sér björg
á sjóinn þcgar ski|)in voru l’arin.
Var þetta þeim mun grátiegra sem
fiskur hafði verið nægur alveg upp
í landsteinum. Að vísu er svo að
sjá, sem fiskurinn hali lagzt frá
eítir veðrið, J)ví aíli er taJinn frem-
ur rýr það sem eftir var órsins.*
Reykvíkingar höfðu biðið lang-
mest tjón og það sárnaði þeim
mest, að þeir töldu að J>að hefði
orðiö fyrir handvömm og van-
rækslu næturvarðanna í skyldu-
starfi sínu.
Hér voru þá tveir næturvurðir og
meðal skyldustarfa þeiiTa var það,
* Gamall maður, sem átti þá heima
á Vatnsleysu, hefur sagt mér, að íiskur
liafi gjörsamlcga horfjð í veðrinu. —
Áður tvx og þríhlóðu þeir rétt við land-
steina. Einu sinni voru þeir í handóðum
fiski og hugsuðu tkki um annað en
draga, þangað til allt í einu að þeir
hrukku upp við það, 'að báturinn urg-
aðist við klett í flasóarmalinu. Þetta
er til marks um hve fiskurinn gekk
grunnt þá. ,
að gera mönnum aðvart ef glugg-
ar stæði opnir, ef eldur kæmi upp
eða háski væri búinn af vatni og
veðri. En þessa nótt höfðu þeir ckki
gert neinum við vart að bátarnir
væri í hættu vegna sjávarflóðs og
brims. Var því skuldinni skellt á
þá, eins og segir í „Þjóðólfi“: „Um
nóttina hafði enginn farið út að
bjarga bátunum, hafa haldið að
öllu væri óhætt, enda höfðu nætur-
verðirnir eigi látið nokkurn vita
um þetta mikla brim.“
Gremjan í garð næturvarðanna
var gifurleg meðal allra þeirra, er
höfðu orðið fyrir tjóni. Og margir
fleiri voru á þeirra bandi. Þetta var
mál er varðaði eigi aðeins einstaka
menn, heldur bæjarfélagið í heild,
því að það hlaut einnig að bíða
mikiö tjón við J>að að milli 20 og
30 skip og bátar skyldu farast. Allir
J>cir, sem á þeim bátum höfðu ver-
ið, urðu nú atvinnulausir og út-
vpgsmönnum var hamlað frá því
að draga björg í J’jóöarbúið. En
mcnn iundu J>að þá eins og Egill
iorðum, að þeir áttu ckki sakarafl
við náttúruöflin. Þess vegna varð
gremjan að koma niður í öðrum
stað. Hlaut hún að bitna á nætur-
vöröunum og þar scm þeir voru
starfsmenn bæjarins þá stóð það
bæjarstjóni næst aö skcrast í
málið.
Þegar Jjennan sama dag sendu 5
bæjarfulltrúar áskorun lil bæjar-
íógela að kalla Jxegar saman bæj-
arstjórnarfund til þess að ræða og
gera ályktanir út af „nýrri áþreif-
anlcgri og stórkostlegri skylduvan-
rækslu af hendi næturvarða bæj-
arins,“ eins og kornizt er þar að
orði.
Bæjarfógeti kallaði svo saman
bæjarstjóniarfund daginn eítir og
voru þar auk hans staddir 9 full-
trúar. Umræður urðu talsverðar,
en aó lokum var samþykkt ao
fresta fullnaðaralyktun þangao til