Lesbók Morgunblaðsins - 11.05.1952, Side 16
f 253
I-ESBÓK MORGUNBLAÐSINS
HAFÍS Á SKAGASTRANDARHÖFN — Vorið 1811 teiknaði landmælinga-
maðurinn Aschiund þessa mynd og segir að þannig hafi höfnin á Skagaströnd
iitið út 14. maí um vorið — fuil af ís. Segir Espholin að ísinn hafi þá komið
á þorra, vetur verið þungur og snjóasamur nyrðra og hörkur miklar í ein-
mánuði. „Þá var bæði norðan og sunnan lands, og þó enn meir eystra, vor
svo kalt og ilt, að aldrei létti kuidum og hriðum til þess 8 vikur voru af sumri.
Var því furðarJegt að menn héldust við, bjarglausir og heylausir víða. Féll
sums staðar sauðfé, en allsstaðar eöa víðast mikið af lömbum og urðu gripir
gagnslitlir hvarvetna. Var þá svo mikil þröng, er hvorki var til mjóik né matur
annar, og ei að fá hið minnsta í kaupstöðum, en skuldir kallaðar scm óðast,
veiðiskapur enginn, því ís lá fyrir öllu landi og ófært að koma hrossum
neitt til bjargar, að það ætluðu mern, að aldrei mundi í jafnmiklu harðæri á
hinum fyrri tíðum mannfail hafa svo lengi undan dregist“. Voru þá skinn
etin víða. Skip komu fyrir norðan er á leið, og var matvara dýrari en nokkrn
sinni fyr, en kramvara fékkst engin og peningar ekki aðrir en ónýtir banko-
seðlar, 8 eða 12 skiidinga virði.
Hvar á að byggja?
Síra Jón Jónsson Reykjalín var
fyrst prestur að Glæsibæ í Kræklinga-
hlíð við Eyafjörð frá 1817—1839; þá
var honum veitt Rípur í Hegranesi og
var hann þar prestur til 1857, að hann
fékk veitingu fyrir Heydölum í Breið-
dal. Fóir hann að flytja sig austur þang-
að þetta sumar, landveg sem þá var
títt. En aldrei komst hann að Hey-
dölum; hann andaðist á leiðinni með
þeim hætti að hann varð bráðkvaddur.
Tveimur eða þremur nóttum fyrir and-
lát sitt dreymdi síra Jón það, að hann
þóttist hitta mann nokkurn tígulegan
á svip. Þóttist hann vita að maður
þessi mundi vita fleira en fólk vissi
almonnt, og ávarpar hann því á þessa
leið:
Hvar á að byggja? Hvernig fer?
Hvar á að bera að landi?
Hvað á að tryggja hag minn hér?
Hvað á að liggja fyrir mér?
Þótti honum þá maðurinn svara:
Þar um varðar þig ei grand,
þér á að nægja vonin.
Guð ákvarðar lif og land,
lán, búgarð og auðnustand.
(Sagnakver B. B.)
veðrAtta hlýnar enn
Seinustu 50 árin hefir veðrátta farið
hlýnandi og í mörgum löndum er með-
alhiti ársins nú miklu hærri en hann
var um aldamót. Ýmsir vísindamenn
spá því, að áframhald verði á þessu
og langt hlýindatímabil sé fyrir hönd-
um.
Hvalrekaár.
í Eyrarannál segir svo frá árinu
1693: — Fyrir Jökli voru reknir á land
af 8 skipum 280 háhyrningar, hvar af
lögmaður fólkinu fyrir sitt ómak gaf
20 af þeim fiskum, og fátækum nokkra.
— Einnig hlupu á land á Sléttanesi út
af Skaga fyrir norðan 500 háhyrningar
og einn sléttbakur á Hólabiskupsrek-
um. Einnig hlupu margir háhyrningar á
land á Melum og víðar í Trékyllisvík. í
sama máta rak marga háhyrninga og
hnýðinga á Kirkjubóli í Arnarfjarðar-
dölum og víða um Barðaströnd og til eya
í Breiðafirði. Á Skjallandafossi rak sama
ár einn sléttbak heilar. og annan í Mið-
hlíð. Sama árs haust rak yfir stórt
hundrað þessa sömu hvali á Bessastöð-
um, af hverra spiki landfógetinn Heide-
mann lét bræða mikið lýsi, og hafði
þar af mikinn hagnað. í sama máta í
Garðastaðarlandi á Álftanesi rak og
marga af þessum háhyrningum, hverjir
til lýsis bræddir voru. Svo og rak þá
allvíða annars staðar kring um landið,
þó hér sé ei getið, svo þetta ár má með
réttu kallast Hvalrekaár.