Lesbók Morgunblaðsins - 11.05.1952, Side 10
246
LESBÓK M0RGUNBLAÐ9INS
Hvab gerbist i apríl
MERKTJSTU TÍÐINDIN •
HINN 25. apríl var hafin bygging
Áburðarverksmiðju rikisins að Gufu-
nesi í Mosfellssveit. Er gert ráð fvrir
að hún geti framleitt um 18 þús. lestir
af áburðarefnum á ári og að ardvirði
þeirrar framleiðslu muni verða um
34 millj. króna. — Hráefnin eru
heimafengin, því að þau eru loft
cg vatn, en orku fær verksmiðjan hjá
Sogsvirkjuninri nýu. Fyrst í stað
verða reist þarna þrjú verksmiðju-
hús og er fiatarmál þeirra allra um
2 dagsláttur, en rúmmál þeirra rúm-
lega helmingi meira en rúmmál Há-
skólans, sem er einhver stærsta bygg-
ing hér á landi. Við þessa verksmiðju
eru bundnar miklar vonir um það, að
hún verði Ivftistöng fyrir islenzkan
landbúnað.
Fuiltrúar Albýðusambands íslands
komu saman á fund í Reykjavík og
var samþykkt að segja ekki upp samn-
ingum á þessu vori og er þar með
tryggður vinnufriður í landinu til
hausts.
VEÐRÁTTA
var fremur rysjótt framan af mán-
uðinum, eða fram undir páska (13.
apríl) en síðan gerði einmuna tið, er
helzt til mánaðarloka, nema hvað
hret gerði á útnesjum r.orðan lands.
koman er afar lítil, því að fugiinn
verpir ekki nema einu eggi og
ungarnir eru svo viðkvæmir að
mikil vanhöld verða á þeim. Tel-
ur dr. Orbell að vart muni kom-
ast upp nema svo sem þriðji hver
ungi. Vegna þessa fjölgar fuglun-
um sáralítið, enda þótt þeir sé ekki
veiddir.
Nú hefir stjórnin friðað þetta
landsvæði og er engum manni
leyfilegt að fara þangað nema vís-
indamönnum þeim, sem líta eftir
fuglunum og athuga háttu þeirra,
og eiga að gæta þess að stofninn
deyi ekki út.
Snjó leysti fljótt og kom jörðin svo
að segja græn undan honum víðast,
því að mjög lítill klaki var í jörð.
Nokkrir vatnavcxtir urðu í sumum
héruðum vegna bráðra ieysinga og
vegir máttu heita ófærir víða vegna
aurbleytu fram yfir mánaðamót.
AFLABRÖGÐ
Samkvæmt skýrslum nam ísfisksala
íslenzkra togara í Englandi á fyrsta
fjórðungi ársins rúmlega 40 miljónum
króna. En í þessum mánuði veiddu
ekki nema þrír eða fjórir togarar fyrir
Englandsmarkað. Allir aðrir lögðu
upp afla sinn hér og var hann saltað-
ur, settur í hraðfrystihús eða hagnýtt-
ur á annan hátt. Skapaðist við þetta
mikil atvinna alls staðar þar sem tog-
ararnir lögðu afla sinn á land.
í marzlok var heildaraflinn orðinn
nær þriðjungi meiri en á sama tima
í fyrra. Alls var talið að hann hefði
numið rúmlega 41.000 lestum, þar af
togarafiskur 19.392 lestir og bátafiskur
21.716 lestir. í þessum mánuði barst
mikill afli á land, því að uppgripaafli
mátti heita hjá bátum í ýmsum veiði-
stöðvum, bæði syðra og nyrðra. Tog-
arar tóku í notkun nýtt veiðarfæri,
svonefnda flotvörpu, og reyndist
hún hin mesta veiðikló. Er fiskurinn
nú tekinn í miðjum sjó og verður
veiðarfæraslit við það miklu minna.
Sumir bátar hafa einnig fengið sér litl-
ar vörpur af sömu gerð og virtust þær
duga vel.
í lok fyrra mánaðar og fram undir
miðjari april veiddist mikið af ioðnu
í Keflavík, eða 7—8000 tunnur. Bætti
það úr tilfinnanlegum bcituskorti, sem
orðinn var.
SLYSFARIR
Pálmar Þorsteinsson háseti ó botn-
vörpungnum Keflvíkingi, lenti með
fót í vírlykkju, sem ó strengdist svo
að fótinn tók af fyrir neðan hné.
Ferdinand Bertelsen frá Árbæ í
Ölfusi fanst örendur 3. april i bíl sín-
um í bílskúr í Reykjavík. Hafði hann
kafnað af kolsýrulofti frá hreyfli
bílsins.
Hinn 8. apríl fórst lítil flugvél í
dimmviðri á Mosfellsheiði. Flugmaður-
inn, Pétur Símonarson frá Vatnskoti
í Þingvallasveit, var einn í henni og
fótbrotnaði. Sótti fiugbjörgunarsveitin
hann og flutti í sjúkrahús. Flugvélin
mölbrotnaði.
í öndverðum mánuðinum gerði af-
takaveður norðan við land og hurfu
þó 5 norsk selveiðiskip, sem voru norð-
ur í ísnum. Á þeim voru samtals 79
menn. Skipanna og mannanna var leit-
að af íslenzkum flugvélum og norskum
skipum fram til mánaðamóta, en sú leit
bar engan árangur.
12. apríl fórst vélbáturinn Veiga frá
Vestmanneyjum, er hann var að koma
Vinna hafin við áburðarvcrksmiðjuna