Lesbók Morgunblaðsins - 11.05.1952, Side 13

Lesbók Morgunblaðsins - 11.05.1952, Side 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 249 m * PARADIS A JORÐ Frásögn WILMON MENARD FYRIR nokkru tók jeg mjer far með koprakaupa-skipi frá Hivaoa á Marshalleyum og var förinni heitið til Papeete á Tahiti. Tveimur sólar- hringum síðar, laust eftir miðnætti, skall á okkur fellibylur. Svo snögg- lega skall hann á, að maðurinn, sem dottaði við stýrið, misti alla stjórn á skútunni. Varð þá vábrest- ur mikill, því að höfuðsiglan kubb- aðist sundur og fell með rá og reiða fyrir borð. Maðurinn við stýrið hamaðist að snúa því og öskraði síðan svo hátt að heyrðist gegnum vindgnýinn: „Skipið lætur ekki að stjórn!“ Stýrið hafði brotnað. Fellibylurinn og æstar öldur byltu hinu ósjálfbjarga skipi sitt á hvað í fullar fimm klukkustundir. Við hrúguðumst alhr niður í káetu og heldum okkur þar dauðahaldi hvar sem handfesti var. Ög jeg tíeld að við höfum allir, bæði kristnir menn og heiðnir, beðið þess heitt í hljóði að skipið brotnaði ekki í spón. Um miðjan dag lægði storminn. Við vorum þá á reki skamt undan kórallaey nokkurri, einni af hin- um mörgu í eyaklasanum norðaust- ur af Tahiti. Sá eyaklasi nefnist Tuamotu eyar, en það þýðir Háská- eyar. Tiro skipstjóri var frá Tahiti. Hann starði lengi á hina lágu ey, sem var eins og pálmalundur á floti. Svo bölvaði hann hrottalega og sagði: „Ekki á nú af okkur að ganga að þurfa að leita lægis hjer til þess að gera við skútuna." Jeg sá að hon- um var brugðið. „Hvaða ey er þetta?“ spurði jeg. „Hún er nafnlaus núna“, sagði hann hikandi. „Þetta er ekki annað en útskúfuð eya, sem hinir illu guðir hafa shtið út úr Tuamotu eyaklasanum. Á hana hefur enginn maður stigið fæti um fjölda ára. Hún hefur ilt orð á sjer. Við köll- um hana Pifao. Það er háskastaður, sem allir forðast.“ Mjer hnykti ,við. „Þýðir ekki Pifao hin bölvaða ey?“ spurði jeg. „Jú, og hún ber nafn með rentu,“ svaraði hann. Hásetarnir höfðu raðað sjer við borðstokkinn og voru skelfingin upp máluð. Tiro skipstjóri mælti enn: , „Einu sinni var þetta sælustaður. Þarna bjó fólk, sem var ánægt og óspilt. Það hugsaði hvorki um kopra nje perluskeljar. Það lifði einföldu og áhyggjulausu lífi. En svo var það rjett fyrir fyrra heims- stríðið að þangað kom hvítur brask -ari og hann hafði í höndum 25 ára einkaleyfi til þess að taka þar kopra og perlur. Hann flutti með sjer drykkfelda verkamenn frá Hikueru og lauslætiskvendi frá Tahiti. Hann drotnaði þar af grimd. Eftir tíu ár höfðu nær allir af hin- um upphaflegu íbúum sýkst af berklaveiki. Að lokum þoldi höfð- inginn þetta ekki lengur. Hann safnaði saman öllu fólki sínu og bjóst til að flytja til annarar eyar. Kvöldið áður en fólkið fór, hvarf hvíti maðurinn. Jeg ímynda mjer að höfðinginn hafi fengið hraust- ustu menn sína til þess að drepa hann og svo hafi þeir fleygt skrokknum fyrir hákarlana utan við rifið. Og svo lagði höfðinginn bölvun á eyna og að þar skyldi ógæfa steðja að hverjum manni. Svo ljetu þeir í haf, en skipið kom ajdrei fram. Stormur skall á þá og skipið fórst og hvert mannsbarn druknaði. Síðan hefur Pifao verið í eyði og þar hafa engir komið nema fuglar, sem gera sjer hreiður í pálmatrjánum. Hafi einhver kom- ið nærri eynni hefur honum farnast illa. Þess vegna er þessi éy „tabu“.“ „Þurfum við endilega að fara hjer á land?“ spurði jeg. Tiro kinkaði kolli en svaraði ekki. Honum var ekki um þetta gefið. ' Við fórum á land og gengum upp á eyna. Og þár blasti; við ogkúr sjón, sem enginn hafðiÁtt vo^ á. Þar var kofi úr pálmablöðum og úti fyrir honum sat. hvítur ; sól- brendur maður. Hann var með ljóst hár og blá augu. , . ’ v • Hásetarnir urðu svo hræddir áð þeir ■ hlupu, út í skógarþyknið og földu sig. En Tiro skipstjóri fói^naði höndum og hrópaði: „Þarna er hinn illi andi eyarinn- ar!“ Maðurinn heyrði þetta og spratt á fætur. Svo gekk' hann þrosandi á móti okkur og rjetti fram hönd. „Velkomnir til Paradísar“, sagði hann. „Jeg heiti Joseph Sawyer. Þið eruð fyrstu mennirnir, sem jeg sje síðan jeg kom hingað. Jeg sigldi á skipi mínu frá Taiohae á Marqu- esas eyum fyrir sjö árum.“ Mjer varð á að reka upp undrún- aróp. Þetta var þá Joseph Sawyer, fyrverandi bókhaldari, sem hafði lagt á stað frá Mazátlán í Mexiko hinn 10. júní 1941 á skipinu „Quest“, í þeim tilgangi að setjast að á einni af paradísar-eyunum í Kyrráhafi. Seinast frjettist af honum í Nuku- hiva á Marqueses-eyum. — Þaðan hafði hann ætlað til Tahiti, en skip- ið kom ekki fram. Þessi maður- var sannarlega heimtur úr helju. „Flakið af skipi þínu’fanst rekið á kórallarifinu hjá Te Uri“, sagði jeg. „Allir töldu þig af.“ . .

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.