Lesbók Morgunblaðsins - 11.05.1952, Page 14
* LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
[ 250
„Þetta var gott skip,“ sagði hann
‘ alvarlega. „Allan þennan langa
tíma hef jeg verið að brjóta heil-
ann um hvað af því hefði orðið.“
Við settumst nú í hvirfing um
1 þennan týnda mann. Rommflaska
kom í leitirnar og hann sagði sína
ævintýralegu sögu.
„Það skeði þegar jeg var á 18 gr.
47 mín. suðurbreiddar og 142 gr.
§ 45 mín. vesturlengdar. Veðrið var
f gott, svo jeg batt stýrið þannig að
f skipið sigldi altaf í hring og svo
V stakk jeg mjer fyrir borð til að
r synda í sjónum. Tíu mínútum síðar
fór jeg að gá að skipinu og sá þá,
að það sigldi ekki í hring, heldur
sigldi það rakleitt frá mjer.“
Við supum hveljur.
„Já, einhvern veginn hefur út-
búnaðurinn á stýrinu bilað,“ sagði
Sawyer. „Jeg reyndi að ná skipinu
á sundi, en það var auðvitað alveg
! tilgangslaust. Skipið sigldi fyrir
^ blásandi byr og jeg sá það hverfa
[ út við sjónarrönd.“
? Nú var ekki um annað að gera
fyrir Joseph Sawyer en að spara
kraftana og láta sig fljóta. Smám
saman myndaðist salthúð á andliti
hans og í hárinu. Hitinn varð óþol-
r andi og honum fannst eins og sálin
' gufaði út úr líkamanum. Og hann
I varð hræddur við hið endalausa
i liaf. í hvert skifti sem hann opnaði
> augun ógnaði það honum með veldi
^ sínu og dularmætti.
„Jeg vissi að dauðinn vofði yfir
f mjer,“ sagði hann. „En jeg var ein-
í ráðinn í því að taka honum karl-
1 mannlega. Jeg held að jeg hafi ver-
ið nær guði þá en nokkurn tíma
\ fyr eða síðar.“
Hafið döknaði og skyndilega var
[ eins og svört slæða hefði verið
\ breidd yíir það. Nóttin skall á.
f Tunglsljós var ekkert, en stjörn-
r urnar tindruðu skært a himinhvelf-
ingunni. Dularmognin umhverfis
i hann margfölduðust. .->v„ ■ v -
Skyndilega fann hann að hann
var að sökkva, og honum stóð á
sama. , Það er einkennilegt hvaða
hugsun skýtur upp hjá .manni á
dauðastundinni,“ sagði hann. „Þeg-
ar jeg helt að alt væri úti, þá var
jeg að hugsa um það að nú mundi
jeg koma beint niður á hið sokkna
land Lemuria og vera tekið þar
opnum örmum.“
En alt í einu kom lífsþráin. Ó-
sjálfrátt tók hann sterk sundtök til
þess að komast upp á yfirborðið
aftur. Hann barst með straumnum
nokkra stund. Svo þraut kraftana
aftur og hann sökk. En brátt námu
fætur hans við eitthvað fast. Hann
fálmaði fyrir sjer og rak hendurn-
ar í kóralhraun. Hann neytti
seinustu orku og komst upp á kór-
alrif. Þar misti hann meðvitund.
Það var orðið bjart þegar hann
raknaði við og þá sá hann að hann
lá á kóralrifi úti fyrir lítilli ey.
Og þessi ey var svo fögur að annað
eins hafði hann aldrei sjeð. „Jeg
vissi undir eins að guð hafði sjalíur
flutt mig í þessa paradís.“
Hann skreiddist á hnjen og þá
heyrði hann glamra í kóröllunum
umhverfis sig. Þar voru stórir
krabbar, sem hröðuðu sjer burt frá
honum. Þeir höfðu safnast að hon-
um um nóttina til þess að gera sjer
gott at honum. Rjett utan við riíið
sá hann bakugga á hákörlum rista
hafflötmn eins og það væri hnífar.
Þeir höfðu líka fundið þefinn af
honum og langaði í bráð.,
„Jeg klöngraðist yfir kóralla-
lirjónur og komst í land,“ sagði
hann. „Þar náði jeg í tvær kokos-
linetur, braut á þeim skelina og
drakk mjólkina. Svo hnipraði jeg
mig í skugga og sofnaði. Daginn
eftir var jeg svo hress að jeg gat
farið að skoða eyna. Og þá íann jeg
eyðikofa og nokkur ryðguð áhöld í
honum. Þar fann jeg lika lokaðan
járnkassa full^n af skipsþrauoi,
niðursoðinni mjólk, niðursoðnu
kjöti, hrísgrjónum, eldspýtum, te,
sykri, kaffi, önglum og færum.
Síðan byrjaði jeg á því að byggja
mjer þennan kofa, sem þið sjáið
hjer. Þegar matarbirgðirnar, sem
jeg fann hjer, voru þrotnar, lifði
jeg á því sem land og sjór gaf af
sjer, og leið ágætlega. Samt mundi
jeg ekki hafa komist af hefði jeg
ekki haft veiðiáhöld. Jeg hef feng-
ist við að draga fisk síðan jeg var
lítill strákur. Þá gerði jeg það að
gamni mínu, nú varð jeg að gera
það til þess að bjarga lífinu.
Samt fór nú svo, að jeg misti
önglana og færið fúnaði. Þá varð
jeg að búa til öngla úr skeljum.
Kom sjer þá vel að þjöl hafði verið
í kofanum. Færi bjó jeg til á þann
hátt að snúa saman trefjar utan af
kokoshnetum, og það var seinlegt
verk.“
„Þetta gerður forícður okkar,“
sagði Tiro skipstjóri.
„Já, og þetta eru ágæt veiðar-
færi,“ sagði Sawyer. „Lónið er fult
af alls konar smáfiskum. Mjer tókst
líka að búa til dálítinn skutul og
með honum hef jeg skutlað marga
bonita utan við rifið. Jeg bjó mjer
líka til ofurlítinn sting til þess að
stinga fiska meðfram rifinu.
Einu sinni ætlaði jcg að synda
yfir lónið og batt við mig fiska,
sem jeg hafði stungið hjá rifinu.
Jeg hafði þá í bandi um hálsinn.
Þá kemur hákarl og gleypir kipp-
una — það lá við að hann hefði
skelt mig sjálfan sundur um leið.
Öðru sinni sá jeg skjaldböku í lón-
inu. Hún var gríðarstór. Jeg lædd-
ist að henni og gat gripið um aft-
urhrejdana og ætlaði svo að stýra
henni á land. Hún hamaðist og
barðist um, en jeg slepti ekki. Þá
kom hákarl. Hann straukst við
hægri handlegginn á mjer og skráp
-urinn rispaði mig ofan frá öxl og
fram á handarþak. Og í.sömu andrá
skelti hann skjaldþokpna sundur í
hóijdunum a mjer, skelina og alt.