Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 20.07.1952, Qupperneq 2

Lesbók Morgunblaðsins - 20.07.1952, Qupperneq 2
358 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS það víða verið siður á Suðurlandi, að ekki voru til hús yfir sauði, önn- ur en jötulausar fjárborgir. Borgir þessar voru venjulega kringlótt byrgi, hlaðin í topp og gátu verið 6 alna háar eða meira. Stundum var þó reft yfir þær og voru vegg- ir þá ekki nema svo sem 2 alna háir. Dvr voru svo lágar, að fé var aðeins gengt um þær, og engin hurð fyrir þeim. Inn í þessar borg- ir var fénu ætlað að hörfa í hríð- um og illviðrum, og stóðu þær því oft langt frá bæum. ★ Þessi borg er öðru vísi, nema hvað hún er hringlaga. Hún er svo miklu stærri en aðrar fjárborgir, að henni svipar helst til hrossaborg- anna, sem fyrrum voru í Eyafirði og Skagafirði. Dymar voru þó upp- haflega svo lágar og þröngvar, að- eins 1 metri á hæð, að af því sést að þetta hefir verið sauðfjárborg en ekki hrossaborg. Einu sinni hafði þó tryppi skriðið þar inn með einhverjum hætti, en komst ekki út sjálfkrafa og mönnum tókst ekki heldur að koma því út fyr en dyrn- ar voru hækkaðar og ná þær nú upp úr tóftinni. En tveir stórir steinar, sem notaðir höfðu verið sem árefti yfir dymar, eru þar enn til sýnis, annar fyrir utan tóftina, en hinn liggur á tveimur steinum inst við vegg inni í tóftinni og er þar eins og setubekkur. Hleðslan að innan er mjög vand- virknislega af hendi leyst. Hafa verið valdir í hana aflangir stein- ar, með sléttum fleti á endanum, sem snúa inn í borgina. Víða eru smásteinar eða steinflísar hafðar til þess að skorða steina og yfir- leitt er hleðslan slétt og holulítil. Ytri hleðslan er með nokkuð öðrum hætti. Þar hefir sýnilega verið kappkostað að binda hleðsluna sem bezt, þannig að hver steinn styddi annan. Þessi hleðsla er því ekki jafn slétt og hin. Stærst er grjótið neðst og skagar undirstaðan sums staðar nokkuð út úr veggnum og virðist svo sem hleðslumaður hafi ekki gætt nákvæmlega hringlögun- arinnar þegar hann lagði undir- stöðuna, en rétt það af á næsta hleðslulagi. ★ Enginn veit nú hve gömul þessi borg er og það mun sennilega reyn- ast erfitt að kveða nokkuð á um aldur hennar. Sjálf veitir hún litlar uppiýsingar um það, því að ekki hefir byggingameistarinn haft fyr- ir því að klappa ártal á stein til minningar um það hver.ær hún var hlaðin, nema ef vera skyldi að hann hefði klappað það á klöppina inni í borginni. Hafi svo verið þá sést nú ekki fyrir því, vegna þess að taðskán þekur alla klöppina og hefir fylt upp allar ójöfnur, svo að gólfið er eggslétt. Er það nú alt grasi gróið og er mjög vistlegt þarna inni, enda er sagt, að þegar séra Stefán Thorarensen var prest- ur á Kálfatjörn, þá hafi hann stund- um farið með fólk sitt á sunnudög- um upp í borgina og veitt því þar súkkulaði. Af því má ætla að þá hafi fyrir nokkru verið hætt að hýsa fé í borginni, því að tæplega hefði presti þótt þar aðlaðandi ef ber taðskán hefði verið að sitja á. Gólfið hefir verið gróið. Inni í borginni er skjól fyrir öllum áttum og það hefir ekki verið amalegt að liggja þar í grænu grasinu og njóta sólarylsins, eða fara í leika. Héfir þá sjálfsagt oft verið glatt á hj^lla þarna. Sumir munu nú ef til vill segja að einhverjar upplýsingar um ald- ur borgarinnar mætti fá með því að rannsaka hve þykk taðskánin er þar inni. En það er afar hæpið, enda þótt hægt væri að grafa upp hvenær hætt var að nota borgina. Menn vita ekkert um hve margt fé hefir verið þarna að staðaldri á vetrum, og svo eru miklar líkur til að þarna sé ekki öll sú taðskán, sem safnast hefir í borginni. Það er einmitt mjög líklegt að stungið hafi verið út úr henni hvað eftir annað. Vatnsleysustrandarbúar hafa frá ómunatíð verið í hraki með eldivið, og því er líklegt að prestarnir á Kálfatjörn hafi notað sér það tað, sem safnaðist í borg- ina. En annað aldurseinkenni væri ef til vill tryggara. Það er mosinn og skófirnar, sem sezt hafa utan á steinana í hleðslunni. Nú veit ég ekki hvort hægt er að ákveða um aldur skófa, með því að rannsaka þær, en leystar hafa þó verið ýms- ar gátur, er ekki sýndust auðráðn- ari. Stærð borgarinnar gefur nokkra vísbendingu um að hún sé gömul. Borgin er í landi Kálfatjarnar og heitir Staðarborg, kend við kirkju- staðinn. Hún er reist handa fé prestsins á Kálfatjörn. Fyrir ofan hana er lægð í heiðina og nefnist Lágar. Þar hefir alla jafna verið bézta beitilandið, síðan sögur fara af. Hún er því sýnilega reist í þeim tilgangi, að útigangsfé prestsins gæti leitað þar skjóls, eða verið rekið þar inn á kvöldin. En þá sést líka, að sá sem bjó á Kálfatjörn pm þær mundir, hefir verið vel fjáreigandi og áit margt útigöngu- fé, því að hægt mun að koma á annað hundrað fjár inn í borgina. Stærð borgarinnar hefir auðvitað verið miðuð við það, hve margt fé þurfti að hýsa í henni. Menn voru ekki að byggja stærri skýli fyrir fé sitt en þeir þurftu nauðsynlega. ★ Um 1700 var sá prestur að Kálfa- tjörn er Oddur Árnason hét. Sauð- fjáreign hans var þessi (samkvæmt Jarðabókinni): 14 ær, 4 sauðir tvæ- vetrir, 7 sauðir veturgamlir, 2 hbútar og 6 lömb. Ekki hefir hann þurft á hinni stóru fjárbovg að halda.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.