Lesbók Morgunblaðsins - 20.07.1952, Qupperneq 6
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
362
heita bráðabirgðastjórn, en nú var
henni steypt af stóli með páska-
uppreisninni,
Nýu stjórnendurívr.
Victor Paz Estenssoro hafði ver-
ið landflótta í Buenos Aires í sex
ár, en nú sneri hann heim til þess
að taka við völdum. Var honum
ákaft fagnað á flugvellinum í La
Paz og báru menn hann þaðan á
gullstóli heim í forsetabústaðinn.
Þar hélt hann ræðu og loíaði ýms-
um brevtingum, þar á meðal að
þjóðnýta námurnar, koma á al-
þýðutrvggingum, skifta jarðeign-
um milli manna o. s. frv. Á svöl-
unum þar sem hann stóð hengu
þá tvær myndir, önnur af honum
sjálfum, en hin af ViUaroe'. for-
seta, sem þessi sama alþýða hafði
tekið af h'fi á grimdarlegan hátt
árið 1848. En úti í mannþrönginni
héldu verkamenn uppi spjöldum,
er á var letrað: „Villaroel píslar-
vottur, Estenssoro frelsari". í
annari ræðu, sem hinn nýi forseti
hélt, tilkynnti hann að hann mundi
stjórna með hörku og hlífðarleysi.
★ ★ ★ ★
Ung og falleg stúlka var gestur í
sumarhóteli. Hún hafði þann sið að
ganga út á hverjum morgni, ein síns
liðs, til þess að dást að náttúrufegurð-
inni. Einu sinni fór hún út í skóg og
kom þar að ljómandi fallegri tjörn,
og þar hefði nú sannarlega verið gam-
an að fá sér bað. E.i á spialdi á bakk-
anum stóð með stórum stbíum: Vatns-
ból bæarins. Hér má ekki baðast.
Freistingin var mikil og unga stúllr-
an stóðst hana ekki. Hún klæddi sig
úr hverri spjör og ætiaði að stevpa
sér í tært vatnið. En í sama biii kom
lögreglumaður undan runna og sagði:
— Þetta er vatnsból bæarins og það
er v'arðlega bannað að baðast hcr.
— Þér — þér —, stamaði stúlkan.
Hvers vegna gátuð þér ekki sagt mér
þetta áður en ég afklæddist?
— Það liggur ekkert bann við því
að afklæða sig, sagði hann.
3 leit aö Guði
í LESBÓK Morugnblaðsins, 14.
október s. 1. birtist mjög athyglis-
verð grein, sem heitir, í leit að
Guðí. Hún segir frá víðtækri trú-
arvakningu í Bandaríkjunum.
Eðlilegri vakningu, sem komin er
innanfrá úr hugarfylgsnum fólks-
ins, í öllum stéttum og flokkum.
Höfundurinn skilgreinir þetta sem
„hjarta hungur“. Hann er furðu-
lega orðheppinn, og má minna á
orð spámahnsins Amoss: „Sjá, þeir
d3gar munu koma, segir drottinn,
að eg mun senda hungur inn í
landið, ekki hungur eftir brauði
né þorsta eftir vatni, heldur eftir
því að heyra orð drottins“.
Þetta er engin nýung í sögu
mannkynsins. Oft er þess getið í
sögu ísraelsmanna, að þeir hafi
aðhafst það, sem var illt í augum
drottins og gleymt guði sinum. Þá
hafi þeim jafnan farnast illa og
þeir verið þjáðir af öðrum þjóð-
flokkum, en þá hafi þeir jafnan
hrópað til drottins.
Þegar eg las greinina í Lesbók
Morgunblaðsins, rifjaðist, upp fyrir
mér samtal er eg átti við allmarga
menn síðast liðið sumar. Eg var
á ferð með skipi vestur og norður
um land. Veður var dásamlegt þá
daga, menn voru á þiljum uppi,
og nú vill svo til, að eg þekki all-
marga menn á landi hér, og þeir
kannast við mig. Ýmsir tóku mig
tah, og urðu þá oftast til umræðu
heimsviðburðirnir. Það sem mig
undraði mest, var að verða var
hins sama hjá flestum þessara
manna. Síðasti maðurinn, sem eg
átti samtal við á sídpinu var véla-
rr.oistari. Eg gat ekki minnst þesí
að við hefðum átt tal saman áður.
Tahð barst frá innanlandsmálum
að viðburðunum á alþjóðasviði, að
var.damálunum stóru. Hver var
lausn þeirra? og varð yfirleitt
nokkuð aðgert? Eg vék nokkuð að
hinni svo kölluðu siðferðisvakn-
ingu, að þingum hennar, sjónleik-
um bæði f Svisslandi, Ameríku og
víðar. Undir lok samtals okkar
sagði vélameistarinn: „Það er aug-
ljóst mál, að ekkert annað getur
bjargað heiminum en andleg menn-
ing, guðstrú og sannur kristin-
dómur, sem skapar samhyggð, ein-
ingu og gott samstarf einstaklinga
og þjóða. Skyldi ekki vera hægt
að tengja saman svo sem 200 menn
á íslandi, sem vildu ýta undir slíka
siðfer ðisvakningu ?"
Eftir nokkurra daga dvöl á Ak-
ureyri flaug eg til Reykjavíkur og
íór sama dag til Þingvallar á all-
fjölmennan mannfund. Þar tók eg
tali þjóðkunnan mann og hvatti
hann til að lesa bókina, The World
Rebuilt. Hann spyr þá: „Heldur þú,
að eg sé trúhneigður maður“. Það
hef eg ekki hugleitt, en fremur
gæti eg trúað því, svaraði eg. Hann
segir þá: „Eg kem sjaldan í kirkju
og kynni mig lítt á því sviði, en
hitt get eg sagt þér, að eg vinn
fæst störf mín án bænalífs."
Þessi maður er verkfræðingur.
Skyldu þeir ekki vera æði margir
• , r s
a Islandi, sem hugsa eitthvað svip-
að og allir þessir menn, sem eg af
tilviljun átti tal við á ferðum mín-
um í sumar? Og skyldi ekki vera
töluvert um „hjarta hungur“ á ís-
landi, þótt enn sé þar ekki risin
nein áberandi trúarvakning, og
þótt sum hinna sjálfréttlættu játn-
ingabarna þjóðarinnar hiki ekki við
að tala um þjóð sína bæði heima
fyrir og erlendis, sem heiðingja?
Mig grunar sterklega, að allmikil
innri glóð brenni víða í brjóstum
landsins sona og dætra, en við ís-
le’ndingar erum dulir að eðlisfari,
nokkuð sundurleitir og seinir til
að samfylkja um eitt og annað,
nema þá helzt er logheitt pólitískt
trúboð hleypir okkur kappi í kinn.
Óskandi væri þó, að þetta bezta