Lesbók Morgunblaðsins - 27.07.1952, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 27.07.1952, Blaðsíða 2
366 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Frá byggingasafni dr. Antons Raabe. Húsið til vinstri er stafbúr frá 1280. sauðfjárbú sér til ánægju, og til þess að þarna sé allt með svipuð- um ummerkjum innan húss og utan eins og var á horfnum öldum, þegar húsin voru í notkun hvert á sínu bóndabýli. Húsiun þessum hefur dr. Raabe safnað í Sætersdal, á Þelamörk, í Guðbrandsdal, Austurdal og Raumaríki. Norska ríkið hefur sett á lagg- irnar sérstaka stjórnarnefnd til að stjórna þessu merkilega safni og sjá um viðhald þess, og að það komi að sem fylístum notum fyrir norsku þjóðina. Er dr. Raabe að sjálfsögðu í þessari stjórnarnefnd. Mikil áherzla er lögð á að námsfólk og ferðafólk komi, til að virða fyrir sér þessar stórmerku þjóðminjar. í þessum húsakynnum eru líka oft haldnir fundir fornfræðinga og annarra vísindamanna. En til þess að hafa þar allt útlit og umbúnað með sama svip og áður, er þess vandlega gætt, að enginn nýtízku tækniáhöld séu þar sýnileg. 670 ÁRA GAMALT HÚS Meðan dr. Raabe dvaldist hér í Reykjavík, ræddi ég eitt sinn við hann um þetta safn hans og förn- minjaverndun yfirleitt bæði hér og annars staðar. Hann fór hvað eftir annað á Þjóðminjasafnið hér og kynnti sér það, eins og hann frekast hafði tækifæri til. Er hann að sjáKsögðu mjög fróður forn- fræðingur eftir að hann hefur lagt stund á söfnun forngripa allt frá því hann var ungur stúdent. Á meðfylgjandi mynd sést elzta bygging í safninu. Er þetta svo- nefnt „stafbúr“ 10 m á hæð og 10 m á hlið, efri hæðin. Er og full vissa fyrir því, að það var byggt kringum árið 1280. Hefur stafbúr þetta verið notað sem vígi. Þar eru skotraufir á efri hæðinni. í útveggjunum hafa fundist leifar af örvaroddum, svo sýnilegt er að bogaskyttur hafa gert þar árásir á þá menn, sem vörð- ust þarna. Neðri hæð stafbúrsins hefur ver- ið notuð sém forðabúr og fyrir ýmsiskonar geymslu. í efri hæðinni hefur verið svefnskáli. Viðirnir í þessu merkilega húsi eru gersamlega ófúnir, segir dr. Raabe og virðast geta staðist tím- ans tönn öldum saman, ef húsinu verður vel við haldið, þakið óbilað svo það lekur ekki. Formaður fyrir „Norsk Bruks- kunst“, Knut Greve, hefur ritað greinargerð um þetta merka safn þar sem hann m. a. segir frá, að hann hafi spurt dr. Raabe hvað hafði vakið hugmynd hans að þessu safni. Læknirinn hafi sagt að ást sín á norskri bændamenningu hafi vakið sig til meðvitundar um, að hefjast þyrfti handa til að bjarga gömlum byggingum í sveit- unum, sem menn hefðu hætt að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.