Lesbók Morgunblaðsins - 27.07.1952, Síða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 27.07.1952, Síða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 371 forhertir, nafni. Beztu menn fóru í hundana, en við hjörum enn. Og svo veltu þeir þessu fyrir sér nokkra stund hvort það hefði ekki verið einhver gáð vættur, sem tók pelann til geymslu, þegar eigand- inn hafði ekkert við hann að gera, en skilaði honum aftur þegar mest þörf var fyrir hann. Niðurstaðan varð þessi gamla góða, að margt sé undarlegt og óskiljanlegt í náttúr- unnar ríki, og að fleiri ráði en við mennirnir. Svo var tekið upp létt- ara hjal. — Mannstu eftir því, nafni, þeg- ar við fórum í verið? segir Stefán Filippusson. Þá var ég á 18. árinu og átti að fara vestur á Hvalsnes, en þú áttir að fara út í Eyar. Við fengum gistingu á bæ undir Eya- fjöllum, en gátum ekki sofnað dúr fvrir flóabiti. Við vorum eins og í eldi. Og um miðja nótt, þegar allt heimafólk var í svefni í baðstof- unni, læddumst við upp úr rúm- unum, klæddum okkur og strukum til næsta bæar að láta þrífa okkur. — Þetta minnir mig á atvik, sem seinna kom fyrir, segir Stefán póst- ur. Ég var vanur því á póstferðum mínum að gista á ákveðnum bæum. En einu sinni náði ég ekki nætur- stað og varð að beiðast gistingar á öðrum bæ. Þar kom mér ekki blundur á brá, því að rúmið var morandi í lús. Ég lagði snemma 4 stað morguninn eftir og úti á víða- vangi fór ég úr hverri spjör og tíndi af mér varginn. Ég frétti seinna að á þessum slóðum teldu menn enga minkunn að því að vera lúsugir. Þvert á móti þótti það gæfumerki. Það boðaði auð. Sá, sem var lúsug- ur átti að verða vel fjáreigandi. Þessi var hugsunarhátturinn þá. — Þú hefir auðvitað seilst til þess að gista á efnuðustu heimilinum, sagði Stefán Filippusson. — Nei, manni var eins vel tekið og jafnvel betur á hinum fátækaxi heimilum. Einu sinni gisti ég ásamt pabba þínum hjá ríkum bónda. Og hvað heldurðu að okkur hafi verxð borið að borða? Ekki nema úld- inn og óætur hvalur. Hálfmorkin þjósin hafði verið hirt á fjöru og þetta var borið fyrir gestina. Ég held að annar matur. hafi ekki ver- ið til, bví að sumir þessir karlar urðu ríkir á því að sveHa sig og sína. Aðrir voru svo miklir stór- bokkar, að þeir vildu helzt ekki hýsa fátæklinga. En ekki áttu allir þar sammerkt. Kom ég á efna- heimili austur á Fljótsdalshéraði, þar sem okkur var tekið eins og höfðingium. Við vorum hoidvotir frá hvirfli til ilja. Það var byrjað á því að draga af okkur öll blautu fötin og fá okkur þurr föt í staðinn. Svo sátum við þarna sem í veizlu, og morguninn eftir voru ckkur fengin öll föt okkar skraufburr. Mennirnir eru misjafnir. Ójá, og margt hefir maður nú reynt, þótt ekki sé vert að flíka því. Margt var skrafað og degi tók að halla. Þungbrýn ský huldu suður- f jöllin og nokkrir regndronar slett- ust á gluggann. Myndirnar af Lómagnií.pi misstu fyrri svip sinn og fengu á sig gráan blæ hvers- dagsleikans. Og inni í þessari ný- tízku stofu í nýu stórhýsi var and- rúmsloft liðinnar aldar. Á. Ó. ★ ★ ★ ★ TAKTU OFAN Kurteisisreglurnar eru margbrotnar og þess vegna skrifaði einn lesandi blaði sínu os spurðist fyrir um þetta efni. Sérstaklega vildi hann fá að vita hvenær hann ætti að taka ofan. Hann fekk þetta svar frá ritstjór- anum: — Þú skalt taka ofan þegar þú þarft að klóra þér í höfðinu, þegar þú lætur klippa þig, þegar þú ætlar að stinga þér til sunds og þegar þú háttar. Byggðir þú á æskuárum óskahallir, skýjaborg. Lékstu þar að legg og skeljum laus við flest er heitir sorg. Núna, þegar allt er orð;ð alvara og þrotlaust stríð, hjarta þitt með sárum sviða syrgir liðna bernskutíð. Manstu blómin björt og fögur, bæinn litla, fue-1 á grein, hognsílið í hlýjum polli, hunangsflugu, skrítinn stein, kuðunga og krákuskeljar, kindurnar og lömhin smá? Allir þessir æsuvinir ævintýri minna. á. Lúinn eftir leiki dags'ns loks á kvöldin fórstu inn. Angurblíðum kærleikskossi kvssti mamma drenginn sinn. Var þá ekki sælt að sofna, svífa frjáls um loftin blá? Draumurinn um bjartar hrautir bar þig sínum vængjum á. Manstu hvað var gott að geta grátið, barn, við móðurskaut? Kún ept hætt með brosi ljúfu beruskuharm og hverja þraut. Þegar sorgin saklaus tárin seiddi niðnr föla kinn, gat bún alltaf angur sefað eða huggað drenginn siim. Fannst þér ekki föðurhendin furðu rík og sjaldan spör? Þegar skvldi vegi vel.ia veitti hún þér beztu svör. Virtist ekki lífið leikur, léttur dans og gleðistund, þegar barnsins vernd og vörður var hin styrka föðurmund? Áfram bvltist árastraumur, æsku'ióminn þverr og dvír>. Barnið vex. en gullin góðu gleymast fliótt og hverfa sýn. Fram á lífsins lokadægur lifir samt í huga manns endurminning bjartrar bernsku, bezta kafla ævi hans. Sverrir Haraldsson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.