Lesbók Morgunblaðsins - 03.08.1952, Page 3

Lesbók Morgunblaðsins - 03.08.1952, Page 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 375 um að höggnir voru hellar til þess að geyma í þeim fé og hey. Og í öðru lagi sýnir hún það að hann setur Vestmenn í samband við þessa hellagerð { öndverðu, því að þrælar í fornöld voru undantekn- ingarlítið af vestrænum ættum, írar eða Skotar. Þetta er til stuðn- ings þeirri tilgátu, að elztu hellarn- ir séu gerðir af Vestmönnum, og að þeir hafi kunnað til slíkrar húsa- gerðar. sem var óbekkt í No,'or’;. Eftir þessu að dæma ætti elztu liellarnir því að vera írá landnams- öld. En er hægt að staðnæmast þar? Ef vér teljum líkur til þess, að írsldr þrælar hafi verið hafðir til þess að höggva hella, vegna þess að þeir kunnu það verk, þá hlýtur mann að gruna, að hinir írsku menn, er hér höfðu hafst við í 103 —150 ár áður en Ingólfur Arnar- son kom til landsins. muni lika hafa gripið til þeirrar kunnáttu sinnar að gera slík jarðhús. Það voru hiti beztu húsakynni í jafn köldu lofts- lagi og hér er, eins og Lethbridge hefir bent á. Með því að velta þessu Þ'rir kemst maður að þeirri niðurstöða að öll rök hnigi að því, að hér á landi sé til hellar, sem eru eldri en byggð Norðmanna og þvi gerðir af Pöpum. Hitt er annað mál, hvort oss tekst nokkru stnni að henda á þessa hella og greina þá frá öðrum hellum yngri. Og það tekst ekki nema því aðeins að hér finnist fleiri fornmannahellar en þeir, sem þegar eru kunnir. Menn hafa breytt hellunum alla vega, þeir hafa breyzt af notkun (sem hlöður eða fjárhús), úr veggjum og lofti hefir hrunið og’ stundum hefir loft fallið niður á kafla, göng og aíhellar hafa lokast en gjögur gerð fyrir jötur og sums staðar grafnir brunnar. AUt þetta og ýmislegt fleira hjálpast að til að gera hellana óþekkjanlega. Og af ritgerð Matthíasar Þórðar- sonar í Árbók fornleifafélagsins 1930—31, má sjá að ekkert verður ákveðið með vissu um aldur þeirra hella er hann rannsakaði, og voru þeir þó margir, ! ýmsum hellum eru að vísu ártöl og krot á veggj- um, en það er flest írá seinni öldum og allt fram á vora daga. Um það segir Matthías svo: „Þó að fæstir aí þessum hellum séu mjög fornir, eða stórkostleg mannvirki, og þó að þeir séu hvorki forsögulegir ná furðulegir að neinu levti. þá eru þeir samt allmerkilegir margir og verðskulda athygli og varðveizlu. Þeir eru sumir allra húsa elztir hér á landi og eru líklegir til þess að standast betur tímans tönn um ó- komnar aldir en flest þau mann- virki, sem ofanjarðar eru“. Um hellana hjá Hellum á Landi vitum vér að þeir eru að minnsta ko=ti 600 ára gamlir. í þjóðsögum Jóns Árnasonar er þeirra getið á þennan hátt: „Víða eru stórir hellar hér á landi og eru sögur til um það, að þeir séu miklu stæm en menn viti nú til eða hafi kannað......Viðlíka saga er sögð um helli einn á Hellum á Landi, og er nú hafður fyrir fjós og hey- garð, og sé það hvort tveggja að vera afhellar í hellismynninu, þar sem heygarðshellirinn byrjar. Sagt er að þessi hellir liggi vestan undir öllu Skarðsíjalli og út fyrir Þjórsá, og kunna menn þá sögu um, að einu sinni hafi alikálfur, sem gekk í hev- hellinum á Hellum sloppið inn í aðalhellinn. En fjósamaður varð var við þetta og elti hann langa leið, að því er hann ímyndaði sér til útnorðurs, þangað til hann heyrði ógurlegan vatnanið yfir höfði sér. Þar skildi með kálfinum og honum, því kálfurinn hélt áfram en maðurinn þorði ekki lengra, og sneri þar aftur og ætlaði að það mundi hafa verið Þjórsá, eftir vegarlengdinni, sem hann heyrði belja yfir höfði sér. En kálfurinn kom nokkru seinna fram á Stóra- núpi í Eystra-Hrepp“. Aðrir segja að maðurinn hafi vaðið í sandi í hellinum og hafi skór hans verið fullir af gullsandi, þegar hann kom heim. Nokkrum dögum síðar hafi hevrst baul undir hiónarúminu á Stóranúpi, og er grafið var til, fannst þar kálfurinn undir og var rófulaus, og var það kennt, orminum, sem lægi á gullinu. Matthías Þórðarson skoðaði þennan helli 1917 og lýsir honuia ýtarlega og afhellinum eða göng- unum út úr honum. Nú er orðin talsvert mikil brevting á þarna. í staðinn fvrir skemmuna, sem stóð við forskála hellisins, er nú komin stór hlaða og byggði Magnús bóndi Jónsson hana fyrir nokkrum árum. Hann varð að grafa miklu dýpra fyrir undirstöðum, en hann hafði ætlað sér í fyrstu. Fór hann þar í gegn um tvö lög af eldfjallaösku, sem voru alveg óhreyfð, og undir þeim fann hann leyfar af gömlu f jósi, báshellur og flór. Sýnir þetta að fyrir ævalöngu hefir verið fjós þarna í sambandi við hellirinn, eins og segir í þjóðsögunni. Gólfið í hlöðunni má heita slétt við hellis- gólfið. eins og' nú er. Annan helli, norðar í túninu, skoðaði Matthías einnig og lýsir honum. Sá hellir hefir frá ómuna- tíð gengið undir nafninu Hesta- hellir. En enginn mundi til þess að hann hefði verið notaður, því að hann var fullur af mold. Árið 1873 tók upp hellinn Jón smiður Jóns- son, faðir Davíðs múrara á Grettis- götu 33B í Reykjavík. Hefir þetta síðan verið lambahellir. Afhellirinn í stóra heyhellinum var einnig fullur af mold um langa hríð, en árið 1914 réðust þrír ungl- ingar i það að hreinsa hann. Voru það Stefán sonur Jóns smiðs og tvö börn Filippusar Guðlaugssonar, 'Björgvin og Árný, sem nú er skóla- stjóri í Hveragerði. Þegar verkið

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.