Lesbók Morgunblaðsins - 03.08.1952, Qupperneq 6
373
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Hlöðustafninn þar sem gengið er inn i
hellinn, en haun er i hólnum, sem sézt
til vinstri.
um) er skammt frá bænum, og hef-
ir stundum verið búið í honum þeg-
ar mönnum hefir þótt það henr.-
ugra. Aðalverustaðurinn er höggv-
inn í klettinn í fornöld“. Hellirinti
í Flóanum er sennilega Miklaholts-
hellir, en um hann segir í Jarðabók
Árna og Páls: „Hjáleiga byggð fyr-
ir hér um bil 60 árum (um 1650).
Býlið tekur nafn af því, að þar eru
engin bæarhús, nema einasta fjós
og eldhús, og býr fólkið hér í einum
hraunhelli sjálígerðum“. — „Þetta
síðasta er merkilegt“, segir Matt-
hías Þórðarson, „því að það bendir
til að hellirinn sjálfur sé eldri en
býlið, hcinn er nefnilega ekki sjálf-
gerður“.
Fundist hafa hlóðir og aska í
sumum hellum og bendir það til
mannavistar þar. Og vitað er um
fleiri hella, sem búið hefir verið í
um hríð. En aldrei hefir það verið
svo almennt að búið væri í hellum
eins og ráða mætti að frásögn þess
franska. En þar hygg ég að skýring-
ar sé að leita í þjóðtrúnni. Hún get-
ur útskýrt undarlega margt.
' Hér á landi eru aðallega tvenns-
konar hellar, hraunhellar og mó-
bergshellar af mönnum gerðir. Hér
voru líka aðallega tvenns konar
jarðbúar: tröll og álfar. Tröllin
byggðu hraunheiiana eingöngu.
Aliar áttu sér að visu bústaði i
klettaborgum, en aðallega áttu þeir
heima í hólum og hæðum (sbr.
„hólgöngur“ manna). Álíarnir
höiðu hina sömu háttu og aðrir
landsmenn og það var ekki mikill
munur á þeim.og mönnum að dómi
Jóns lærða. Og sjálfur biskupinn
Gisli Oddsson segir svo: „Þá koma
áliar, sem um langan aldur haíu
almennt verið taldir sannir menn
og haldið er að hati lnbyli sín á
meðal vor í hálsum og hólum og
samkvæmt skoðun almennings hli
við likar sýslanir..Því er trúað
að þeir geti blandast bæði körlum
og konum vorum, en af því sam-
neyti hafi sprottið ættir nokkrar,
svo sem Mókollsætt (komin af Mó-
kolli álfi) “.
Af þessu má sjá, að það er afsak-
anlegt þótt sá franski heldi að
nokkur hluti þjóðarinnar ætti
heima í hellum.
Fornmannahellarnir týndust, það
var hætt að nota þá. íbúðarhellar,
hestahellar, nautahellar, fjárhellar,
heyhellar og geymsluhellar sættu
allir sömu forlögum. Menn afræktu
þá og þeir fylltust af sandi og mold.
Og það er ekki fyrr en á 18. og 19.
öld að menn fara að moka heliana
og taka þá í notkun aftur.
Hvernig stóð á því að hellarnir
voru lagðir niður? Um það hafa
menn brotið heilann, en skýringin
er ekki auðfunain. Hennar skyidi
þó ekki að vera að leita í þjóð-
trúnni? Voru það ekki álfarnir, sem
lögðu undir sig hellana?
Það yrði oí langt mál að þessu
sinni að rökstyðja þessa getgátu.
En benda ma a þetta: Álfarnir gátu
verið aðsúgsfrekir. Þeir víluðu ekki
fyrir sér að leggja undir sig bæi
manna á jólanótt, svo að enginn
þorði þá að vera heima. Það var
Horít niður í Hestahelli.
ólánsmerki að amast við álfum, en
gæfuvegur að gera þá sér að vinum.
Vinveittir álfar voru góðir ná-
grannar og um að gera að styggja
þá ekki. Og þar sem þeir stóðu í
flutningum um háveturinn, hefir
það verið vinarbragð í þeirra garð
að láta þeim eftir hellana. Sumir
hafa sjálfsagt lagt undir sig hell-
ana án þess að skeyta um hvort
eiganda þótti betur eða ver. En
það bar að sama brunrii, hellarnir
urðu álfabústaðir, og hjá þeim
urðu þessar dimmu og draugalegu
smugur að“ björtum höllum.
Ef þetta er rétt, þá eigum vér
álfunum það að þakka, að enn eru
til fornir hellar óhreyfðir og ó-
skemmdir. Það verður eitthvert
merkilegasta rannsóknarefni á
næstu árum að finna þessa hella og
moka þá.
----♦-----
Menn murtu segja að þetta sé ill-
vinnandi verk vegna kostnaðar. Ég
skal benda á ráð til þess að kostn-
aðurinn verði ekki tilfinnanlegur.
Hellarnir eru einhver allra beztu
hús til heygeymslu og fjárgeymslu
hér á landi. Þann vitnisburð fá þeir
hjá þeim, sem hafa reynt þá. Og
hellarnir mega heita óíorgengilegir,
r