Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.1952, Side 1
MEÐ FERDAFÉLAGE 8SLAIMDS
Þ A Ð er dálítið einkennilegt, að
vilji maður fara skemmstu landle ð
frá Reykjavík vestur í Hítardal, þá
verður að byrja á J5ví að aka 30
km til austurs. Skemmsta leiðin
liggur um Þingvelli, Uxahryggi og
Lundarreykjadal, vegna þess að
leiðin um Svínadal og Geldinga-
draga er ófær. Væri sú leið fær
bílum, þá væri skemmra að aka
fyrir Hvalfjörð, en samt er leiðin
furðulega krókótt. Bein loftlína frá
Reykjavík að Staðarhrauni, sem er»
yzt í Hítardal, er ekki nema um 70
km, eða álíka og' bílvcgurinn að
Þyrli. En hjá Þyrli er ekki nema
þriðjungur leiðarinnar að baki.
— —
I skínandi sóJskini og léttum blæ
skreppum viö vestur í Hitardal
með Ferðafélaginu. Þetta er fræg-
ur staður af stóraíburðum, er þar
liaía gerzt og merkum mönnum,
sem þar hafa átt heima. Hann er
einnig merkur fyrir það að fuli-
komin óvissa ríkir um hvað nafn
hans þýðir. Þjóðtrúin hefur þó þeg-
ar fyrir 600—700 árum komið með
skýringu á nafninu, og hana er að
finna í Bárðar sögu Snæfellsáss:
„í þann líma var Hít tröllkona uppi
og byggði Ilundahelli í þcim dal,
er siðan var kallaður Hítardalur.“
F’ræðimönnum heíur velgt við að
kyngja þessari skýringu. Mun Jón
Sigurðsson fyrstur hafa komið með
þá tilgátu, að 'dalurinn drægi nafn
af ánni, er um hann fellur, en hún
hafi upphaflega heitið Hitá og verið
kennd við jarðhita, og nafn hennar
verið andstæða við naín næstu ár
þar lyrir vestan, en hún licitir
Ivaldá og liefur borið það nafn frá
landnámstið. — Margir hafa síðan
fallizt á þessa skýringu og talið
hana fullgilda. Voru ekki bornar
brigður á þetta fyr en í III. bindi
íslenzkra fornrita, sem þeir Guðni
Jónsson og dr. Sigurður Nordal
gáíu út. Eru þar færð sterk rök að