Lesbók Morgunblaðsins - 12.07.1953, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 12.07.1953, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 417 Þegar Trampe fór heðan alfar- inn 1810, eignaðist Bjarni riddari Sivertsen „randersku húsin“, en enska verslunin stóð þar áfram þangað til friður var kominn á og Englendingum bannað að versla hér. —★— Westy Petræus verslaði nú í Falkahúsinu og L. M. Knudsen var orðinn meðeigandi að Vs í verslun hans. Árið 1816 kaupir Petræus „randersku eignina“ af Bjarna Sivertsen. Hafði hann þá aðra verslun þar um hríð. En 1822 kaup- ir L. M. Knudsen „randversku hús- in“ og byrjar að versla þar fyrir sjálfan sig. Hann andaðist 1828, en ekkja hans helt versluninni áfram þangað til P. C. Knudtzon keypti hana og húsin 1830. Nú rekur Knudtzon þarna verslun og var það hin þriðja verslun hans í bænum. Var mönnum þá ekki farið að lítast á blikuna, að hann mundi ætla sér að sölsa undir sig alla verslunina hér. Varð út af þessu mikil ó- ánægja, er lauk með því að bannað var 1841 að kaupmenn ætti flein en eina verslun á sama stað. Þá seldi Knudtzon „randersku húsin“ og var kaupandinn Jón Johnsen yfirdómari. Árið 1846 hafði hann makaskifti á þeim og húsi á Aust- urvelli, sem Hannes St. Johnsen kaupmaður átti. Það hús seldi Jón svo aftur Páli Melsted og stendur þar nú Sjálfstæðishúsið. En Hannes St. Johnsen flutti verslun sína úr Guðný-Möllers-húsi í „randersku búðina“ og bjó í íbúð- arhúsinu til æviloka. Verslun hans blómgvaðist vel, þótt ekki væri hún talin með stærstu verslunum bæarins. Húsakynnin urðu brátt of þröng, svo að þegar árið eftir að hann fluttist þangað, fekk hann leyfi til þess að stækka búðina og reisa nýtt vörugeymsluhús. Þarna verslaði Harmes svo fram til 1871, að hann seldi Símoni yngsta syni sínum verslun og fasteignina, sem þá er talin vera: íbúðarhús, sölubúð, geymsluhús, skúrar, ásamt tilheyrandi lóð og % bryggju. Símon Johnsen var vel menntað- ur maður og vel látinn. Hann var sænsk-norskur vísikonsúll og kvæntur Inger dóttir Tærgesens kaupmanns. Virtist hann eiga mikla framtíð fyrir höndum. en andaðist á bezta aldri 1884. Stein- grímur bróðir hans helt þá versl- uninni áfram um nokkur ár, en seldi eignina J. P. Bryde 1892, en hann seldi aftur Landsbankanum 1896. Fram að þessum tíma hafði jafn- an verið kartöflugarður vel rækt- aður fyrir sunnan húsin. Árið 1897 selur Landsbankinn Ólafi Sveins- syni gullsmið gömlu Grænuborg- arlóðina ásamt hinu svonefnda „stolpahúsi“, sem Robb hafði bygt þar. Og árið eftir selur hann svo hina lóðina í tvennu lagi. Kálgarð- inn keyptu þeir Jón Brynjólfsson kaupmaður og Reinh. Andersson klæðskeri og reistu þar tvílyft timburhús, Austurstræti 3. En norðurhluta lóðarinnar keypti Jo- hannes Hansen, sem áður hafði verið verslunarstjóri hjá Thomsen, og byrjaði að versla þar. Hann varð ekki langlífur, dó í janúar 1899 að- eins 39 ára að aldri. Ekkja hans, Laura Hansen, seldi svo eignina árið eftir Gunnari Þorbjarnarsyni frá Steinum í Borgarfirði (1900) og hóf hann verslun sína þar. Hann byggði íbúðarhæð ofan á gömlu búðina, en Brekkmannshúsið gamla lét hann rífa og reisti þar stórt hús (Veltusund 1). Þarna verslaði Gunnar til dauða- dags (1923). Síðan var þar verslun Jóns Hjartarsonar, verslunin Reykjafoss, útsala Gefjunnar og nú er þar bókabúð Norðra og skartgripaverslun Sigurþórs Jóns- sonar. Hér hefir þá í stuttu máli verið rakin saga þessa elzta verslunar- húss í Reykjavík. Það er nú að út- liti mjög ólíkt því sem það var upphaílega er Randers-menn byggðu það, hefir verið stækkað mikið og hækkað, og getur því tæplega kallast sama húsið. En varla er nokkur vafi á því, að nokkur hluti búðarinnar er frá dög- um Randers-manna. Þó ber þess að geta, að Jón Helgason biskup telur á einum stað að Hannes St. John- sen hafi upphaflega byggt verslun- arhúsið. Hann getur ekki um nein- ar heimildir í sambandi við það, en líklegt þykir mér að hann hafi dregið þá ályktun af uppdrætti Lottins 1836. Á þeim uppdrætti er aðeins sýnt eitt hús á lóðinni (íbúð- arhúsið á horni Veltusunds og Hafnarstrætis) og talið eign Knudtzons, en búðin er ekki sýnd. Ólíklegt er þó að Knudtzon hafi látið rífa búðina, og í byggingar- skjölum Reykjavíkur er sagt ber- um orðum 1847, að Hannes St. Johnsen hafi verið leyft „að byggja pakkhús og lengja búðina að pakk- húsinu“. Klemens Jónsson segir lík í „Sögu Reykjavíkur", að þarna hafi stöðugt verið verslað frá því er Randers-menn reistu búðina. Mundi hann ekki hafa tekið svo til orða ef Knudtzon hefði rifið búð- ina og ekkert verið verslað þar um nokkur ár áður en Hannes St. Johnsen fór að versla þar. Mundi Klemens hafa verið vel kunnugt um það, ef Hannes hefði reist verslunarhúsið, því að bæði hann og Finnur bróðir hans, síðar prófessor, voru um mörg sumur við afgreiðslu í búðinni hjá Hannesi og síðan hjá Símoni syni hans. Er annað vart hugsanlegt en að þeir hefði þá heyrt getið um það, ef Hannes hefði reist búðina frá grunni. Þvert á móti talar Klemens altaf um „randersku húsin“ og seg- ir á einum stað: „1846 eignaðist

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.