Lesbók Morgunblaðsins - 12.07.1953, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 12.07.1953, Blaðsíða 8
422 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Blaðamannafélag íslands var tekið í alþjóða biaðamannasambandið (3). Mikil hátíðahöld voru um allt land á þjóðhátíðardaginn (17). Belgiskur togari var tekinn að veið- um í landhelgi hjá Tvískerjum og dæmdur í Vestmannaeyum i 75.000 kr. sekt (27). (Tölur í svigum merkja dagsetn- ingar Morgunblaðsins, þar sem nánari fregna er að leita). v——- Lækning bruna Það hafði til borið á sunnudags- kvöldið þann 18. sept., að þær syst- urnar Ragnheiður og Kristín Sig- mundsdætur í Akureyjum og vinnukon ur þeirra, Margrét Ásbjörnsdóttir og Guðríður, fóru fram í stofu með byttu til að kveikja eld, en fjögur pund af púðri, er þær höfðu tekið af, lágu þar í stóru bréfi til hliðar á borðinu. Af tinnunni hrökk eldneisti í púðrið, það blossaði, sprengdi út stofugluggann og þilin, kistur hrukku upp og skápar, skekkti stofuna og nærfelt tók hana i loft. Konurnar allar skammbrunnu á andlitum og höndum og föt loguðu utan á þeim. Maður fór þá í land að Búðardal, og sagði Arndísi Péturs- dóttur hvað til hafði borið. Hún brá við skjótt, fór sjálf fram í eyar, sótti allar konurnar og flutti heim til sín og bjó þeim cllum rúm. Andlit þeirra voru húðiaus og sumar sáu ekkert, því að bólga h!jóp í brunasárin. Arndís tók þunnt léreft, klippti á það göt fyrir nösum og munni, hrærði saman eggja- rauðu, bómoliu, barnamold, hvitasykur og edik og bar það í léreftið og lagði sem plástur yíir allan brunann, og með guðs hjá’p tókst hcnni að græða þær á halfsmánaðartíma. Meðan á því stóð, gátu sumar ekki augum upp iokið fyrir hrúðri. Hún mataði þær í gegnum gat það, er hún klippti á léreftið fyrir munninn. (Úr fylgsnum fyrri aldar II). Huldufólk Sú saga gekk um Ingigerði Tómas- dóttur, móður Hákonar Vilhjálmssonar lögréttumanns í Höfnum, að hún hefði haft mök við huldufólk, sem almenn trú hefir verið á, að byggi í hólum NORRÆNT BLAÐAMANNAÞING var háð hér að þessu sinni. Sóttu það 17 erlendir blaðamenn, 6 frá Danmörku, 5 frá Noregi, 5 frá Svíþjóð og 1 frá Finn- landi. Blaðamennirnir hafa farið nokkrar ferðir til að kynnast landinu. Til Þingvalla fóru þeir i boði bæarstjórnar Revkjavíkur og í boði rikisstjórnar fóru þeir í tveggja daga ferðaiag um Suðurlandsundirlendið. Síðan voru þeir boðnir af íslenzkum blaðamönnum til Norðurlands (Akureyrar og Mývatnssveitar). — Myndin hér að ofan er tekin af þeim og íslenzkum blaðamönnum á Þing- vöilum. — (Ljósm. Ó. K. M.). þar í túninu, er heita Virkishóil og Hjallhóll. Gamlárskvöld eitt hafði Hákon, sonur Ingigerðar, horft lengi út um glugga, er hólar þessir sáust úr. Þegar hann var spurður að, á hvað hann væri að horfa, sagði hann, að hann hefði séð líkfylgd og nokkra hempuklædda menn fara frá Virkishóh til Hjallhólsins. — Halldór Gunnars- son frá Hvammi í Landsveit, miðmaður Önnu, seinni konu Hákonar, lagði lít- inn trúr.að á þessar kynjasögur og bygði vindmyliu á Virkishóli. En á þeim hóli má ekki hafa hávaða eða ill læti eftir trú almennings. Þegar Hákon hafði bygt mylluna og áður cða um það leyti, cr hann fór að nota hana, datt hann á heimleið og beið bana af. Það var 1830. (Finnur á Kjörseyri). Þcgar menn gcta ckki dáið. Ef rjúpnafiður er eingöngu í sæng manns, þá getur sá maður ekki dáið. Ekki má drekka af pottbarmi né stíga yfir pott, því þá getur maður ekki skilið við nema potti sé hvolft yfir höfuð hans í andlátinu. — Ef maður lætur sokka sína undir höfuð sér, get- ur maður ekki dáið nema sokkar séu látnir undir höfuð manns deyandi. Ef þungi'ð kona gengur undir hálfreft hús (sem verið er að reisa), þá getur barnið, sem hún gengur með, ekki dáið nema krosstré sé reist yfir því á banasænginni. — Ef maður getur ekki skilið við, skal breiða messu- hökul yfir andlit hans og mun hann þá andast. Lásagras. Nú er tíminn til þess að ná sér í lásagras. Það skal gert á þann hátt að setja dyraumbúning allan með hurð, skrá og lykli fyrir maríuerluhreiður og læsa, meðan máríuerlan er ekki heima. Þegar hún kemur að hreiðrinu, kemst hún ekki inn. Sækir hún þá lásagrasið og ber það að dyrunum, eða stinga því í lásinn, og við það opnast hann óðara. Nú skal taka gras- ið og nota það eftir þörfum, en það vandhæfi liggur við, að aldrei má sá, sem grasið hefir, vera berhöfðaður eftir það, því máríuerlan situr stöð- ugt um að koma eiturormi í höfuð hans og drepa hann.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.