Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1954, Síða 2
382
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
efni, því að varla mun hann hafa
fengið fræða-nafnið vegna þess að
hann hafi stundað forn fræði, því
að þá hefði hann verið talinn
galdramaður. En að því er hvergi
sveigt í málastappi hans, að hann
hafi við galdur fengizt. Til hins
er bent víðar en á einum stað, að
hann hafi verið greindur maður,
og þó stundum nokkuð einkenni-
legur í tali.
Þegar Jarðabókin var gerð, býr
Gísli á Rauðalæk syðra. Jörðin er
talin 20 hndr. að dýrleika og voru
eigendur margir. Gísli bjó á þriðj-
ungi jarðarinnar, sem hann átti
ásamt systrum sínum þremur,
Margrétu, Kristínu og Guðrúnu.
Var Margrét bústýra hans og virð-
ist svo sem Gísli hafi aldrei kvænzt.
Ekki var búskapurinn mikill. Hann
átti 2 kýr, 1 kvígu tvævetra, 1 kálf,
6 ær, 3 gimbrar, 1 sauð tvævetran,
3 lömb og 2 hesta. En vegna þess
hve bústofninn var lítill mun það
hafa verið, að Gísli stundaði löng-
um sjóróðra á vetrarvertíð suður
á Miðnesi til þess að draga björg
í bú.
Um þessar mundir var Jón Vída-
lín biskup í Skálholti, en séra
Bjarni Hallgrímsson í Odda var
prófastur í Rangárþingi. Hafði
hann fyrrum verið sveinn og sknf-
ari Þórðar biskups Þorlákssonar og
hafði biskup miklar mætur á hon-
um fyrir gáfur og kennimanns
hæfileika. Sóknarprestur Gísla var
séra Einar Magnússon í Guttorms-
haga. Hann var holdsveikur og dró
sú sýki hann til dauða 1716.
TVÚ ER að segja frá því, að seint
1 á árinu 1705 kærir séra Einar
Magnússon fyrir prófasti, að Gísli
hafi ekki komið til kirkju að Árbæ
né verið til altaris um tveggj§. $xa
skeið, eða síðan 1703. En með því
að Gísli hafði verið suður á Mjð-
* nesi þessa vetur, skrifaði prófast-
ur séra Gísla Jónssyni á Útskálum
og skýrði honum frá þessa og bað
hann að reyna að koma vitinu fyr-
ir Gísla þá um veturinn. Þessu
bréfi svaraði séra Gísli 20. marz
1706. Kveðst hann hafa skýrt Gísla
frá kæru séra Einars og ráðlagt
honum að sækja kirkju eins oft og
hann gæti komið því við. Hafi Gísli
tekið þessu ágætlega og farið að
ráðum sínum. Hann hafi og alla
jafna „sýnt á sér kristilegt fram-
ferði í þessari sókn, með sakra-
mentis meðtekning og kirkjunnar
vitjun“.
Af þessu virðist mega ráða að
Gísli hafi upphaflega farið að van-
rækja kirkjugöngur vegna þess að
þonum hafi ekki líkað við séra
Einar. Varð svo ekki meira ur
þessu máli að sinni, en Gísli helt
uppteknum hætti þegar hann var
heima að sækja ekki kirkju. Leið
svo fram á árið 1709. Þá um haust-
ið skrifar séra Gísli á Útskálum
prófasti í Rangárþingi og skýrir
honum frá því, að nú sé liðið rúmt
ár síðan Gísli á Rauðalæk hafi
verið til altaris hjá sér. Skömmu
eftir að prófastur fékk þetta bréf,
fór hann að heimsækja Árbæar-
kirkju og grenslaðist þá um leið
eftir framferði Gísla. Skýrði þá
séra Einar honum svo frá „að
hvorki hafi Gísli viljað sakrament-
is leita, kirkjuna sækja, né sín
kristileg fræði lesa“.
Prófastur skipaði þá presti að
áminna Gísla rækilega og reyna að
koma honum á rétta braut og veita
honum síðan aflausn. Þetta gerði
prestur þrisvar í votta viðurvist,
fyrst á heimili Gísla, síðan að
Marteinstungukirkju og seinast að
Árbæarkirkju. Af þvj virðist mega
ráða að Gísli hafi þó til kirkju
komjð þau tvö skiftj. Jki ekkj vildx
hann þýða^t fortölur prept^. Að
vísu kvaðst hann vilja vera til
altans ejna og öjiqur gyðs böm,
en það væri ekki við það komandi
að hann gengi undir aflausn sem
sakamaður í Árbæarkirkju.
Annan sunnudag eftir þrenning-
arhátíð 1710 var prófastur við
messu að Árbæ og skýrði séra Ein-
ar honum þá frá því, að nú yæri
liðin sjö ár síðan Gísli hefði verið
til altaris hjá sér, en það var þá
skylda að vera til altaris að minnsta
kosti einu sinni á ári. Út af þessu
fór prófastur að spyrja sóknar-
menn um háttu og framferði Gísla.
Var það sameiginlegur vitnisburð-
ur þeirra, að þeir töldu hann „að
rænu og vitsmunum óskertan, en
mótvilji, þverúð og harðúðugt
hjarta hans“ mundi því valda að
hann hafði afrækt kirkjuna. Hafi
hann þó verið alvarlega áminntur,
bæði af klerkum og sýslumanni að
láta af uppteknum hætti, en Gísli
hafi þá svarað því „að aldrei hafi
hann til sannleikans viðurkenn-
ingar komist í kirkjunni alla sína
ævi, eða mestalla“. Og ennfremur
hafi hann tekið það fram skýrt og
skilmerkilega, að hann gengi aldrei
undir sakamanna aflausn.
PJARNI prófastur tilkynnti nú
** biskupi hvemig komið væri, og
kvaddi biskup þá saman prestafund
til þess að ræða um málið. Var sá
fundur haldinn að Árbæ og Gísli
boðaður þangað, en kom ekki.
Dómur prestanna varð sá, að Gísli
skyldi ganga undir opinbera af-
lausn fyrir það að hafa vanrækt
að vera til altaris. Var honum síð-
an birtur dómurinn, en hann hafði
hann að engu.
Næsta ár (1711) kvaddi biskup
aftur saman prestafund og lét boða
Gísla þangað. En það fór sem fyrr,
að hann kom ekki. Þóttu nú sakir
hans mejri vegna mótþróans, og
varð sa dómur prestanna, að ef
Qísli vildi ekki goðfúslega beygja
Sig undir aga kirkjunnar, skyidi
skorað á sýslumann að refsa hon-
um, samkvæmt bréfi Friðriks III.