Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1954, Síða 4
r 384
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
um hafi verið svo útþrykkilega
banni hótað, eða fyrir honum skil-
lega útlagt hvað undir því í allan
máta falið væri og eftir fylgir, sem
lögin ráð fyrir gera, þykir oss
nauðsynlegt að hann enn einu
sinni opinberlega áminntur sé,
honum banni hótað, alvarlega og
greinilega útlistað hvað það inni-
bindi og á eftir komi, við hvort ef
hann ei leiðréttist og til hlýðni
gengur, virðist oss eiga yfir hann
að ganga executio disciplinæ Ecc-
lesiastica þeirra er konunglegt lög-
mál til tekur að gerast skuli því-
líkum harðhnökkuðum manneskj-
um“.
Dómsúrskurð þenna las pró-
fastur yfir Gísla á heimili
hans hinn 30. júní og hvatti
hann með mörgum góðum for-
tölum að iðrast. En er Gísli var
ósveigjanlegur, hótaði prófastur
honum bannfæringu og útskýrði
fyrir honum hverjar afleiðingar
hún hefði. Þá svaraði Gísli:
„Ég er nú sextugur karl og tann-
laus, kvelji þeir og drepi mig sem
þeir vilja. Eður hvers vegna hafið
þið dregið það svo lengi, úr því'
að þetta er hvort sem er allt rang-
lega upp tekið?“
Sat hann þannig fastur við sinn
keip og lét engan bilbug á sér
finna.
JJÉTTUM tveimur mánuðum eftir
að Gísla var birtur þessi dóm-
ur, andaðist Jón biskup Vídalín á
ferð um Kaldadal.
Séra Jóni Halldórssyni í Hítardal
var þá falið að gegna biskups-
embætli. þangað til nýr biskup
væri vígður. Og þá um haustið
skrifar hann Bjarna prófasti Hall-
grímssyni í Odda og segir honum
að skipa séra Bárði Jónssyni að
áminna Gísla enn og útskýra fyrir
honum þýðingu bannfæringar. Og
ef Gísli skipist ekki við það, skuli
séra Bárður lýsa opinberlega tii
banns yfir honum af prédikunar-
stóli í þrjá sunnudaga í röð. En
síðan skyldi „sjálfri bannfæring-
unni frestað verða á meðan leitað
væri ráða til æðra yfirvalda góðr-
ar tilhlutunar í téðu vandamáli“.
Séra Bárður áminnti svo Gísla
þrisvar sinnum opinberlega vetur-
inn 1721, og er það bar engan á-
rangur, þá lýsti hann þrisvar til
banns yfir honum af prédikun&r-
stóli. En er Gísli tók ekkert mark
á þessu framar venju og séra Jón
Halldórsson hafði fengið að vita
það, skrifaði hann Niels Fuhrmann
amtmanni og spurði „hvort ei
mundi sýnast ráðlegt, svo Gísla
yrði allra ráða leitað til betrunar",
að amtmaður fæli Hákoni Hannes-
syni sýslumanni að refsa Gísla sam-
kvæmt bréfi Friðriks III. og „að
einn skikkanlegur prestur væri
settur til að vera nálægur á með-
an straffið væri á lagt, ef ske
kynni að Gísli mætti fyrir hans
geistlegar fortölur leiðréttast“.
Amtmaður skrifaði sýslumanni
27. september og skipaði honum
að setjá upp gapastokk í kirkju-
garðinum á Árbæ og setja Gísla
í hann nokkra sunnudaga í röð og
vita hvort hann mýktist ekki við
það.
Hákon sýslumaður hummaði
þetta fram af sér og aldrei var
Gísli í gapastokk settur. Fór nú
svo fram um hríð að ekki var rek-
izt meira í þessu máli.
QUMARIÐ 1722 tók Jón Árnason
við biskupsembætti í Skálholti.
Hann var ágætlega að sér, en
strangur mjög og siðavandur. Er
svo talið að hann hafi verið einn
hinn stjórnsamasti biskup, sem Is-
land hefir átt. Undir þennan ó-
sveigjanlega mann bar nú mál
Gísla.
Þá var Þorleifur Arason prestur
að Breiðabólstað í Fljótshlíð orð-
inn prófastur í Rangárþingi. Hann
skrifaði nú biskupi samsumars,
rakti þar allt mál Gísla og skýrði
frá hvernig því væri þá komið og
spurði hvað gera skyldi.
Biskup fór hóglega í sakirnar í
fyrstu. Hann svaraði prófasti um
haustið og sagði, „að með því að
bannfæringunni sjálfri yfir Gísla
hefði svo lengi frestað verið frá
því lýsingar voru úti, svo sýnast
mætti að ógnun þess viðurlags væri
honum nokkurn part úr minni lið-
in, þá sýndist ráðlegt, að Gísli
skyldi að nýu þrisvar sinnum á-
minntur vera, og síðan þrisvar
sinnum lýst til banns yfir honum
að undangenginni aðvörun í hvert
sinn í viðurvist ærlegra manna.
Vildi hann þá ekki við það skipast,
skyldi hann undandráttarlaust
bannfærast, eftir kóngsins lög-
um“.
Séra Bárður varð nú enn að fara
á stúfana. Þrisvar sinnum fór hann
heim til Gísla og áminnti hann í
votta viðurvist og skoraði á hann
að koma til kirkju að hlusta á
bannlýsingar. En Gísli var hinn
óþægasti undir þessum lestri, hljóp
stundum burtu, eða svaraði annar-
legum orðum, eins og í seinasta
skiftið: „Látið mig fá alla seðlana,
og látið það koma sem þið hafið
gert um mig“. Eftir hverja áminn-
ingu lýsti séra Bárður svo til banns
yfir honum á prédikunarstólnum,
en aldrei kom Gísli til kirkjunnar.
A NNAN sunnudag eftir þrettánda
1723 kom prestur heim að
Rauðalæk og tilkynnti Gísla að nú
yrði hann bannfærður í kirkjunni
þann dag. Gaf Gísli sig ekki að
því.
Prestur hélt svo áfram til Árbæ-
arkirkju og hóf messu. Að lokinni
prédikun las hann svo bannfær-
inguna, og var hún á þessa leið: