Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1954, Blaðsíða 6
386
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
hann háð héraðs prestastefnu þar
sem Gísli hefði verið sakborning-
ur. Skjöl þessarar prestastefnu
hefðu síðan hvergi komið fram,
svo að vitað væri, en til þessa at-
burðar væri að rekja þetta vand-
ræðamál.
Niðurstaða prestadómsins nú
varð þessi:
„Þar fyrir svo að engu því sé
forskotið, sem þessari vandræða-
manneskju Gísla kynni að vera
eða horfa til málsbóta í svo stórri
sök, þá er það prestastefnunnar
sameiginleg og endileg ályktun, að
Gísla skuli setjast lögdagur til
næstkomandi prestastefnu hér á
Þingvöllum 1725, og er hann þá
skyldugur fyrir þeim rétti í eigin
persónu að mæta með öll sín skjöl
og málsbætur, sem hann kann að
hafa í þfcssari sök, og ef hann vill
ei mæta viljugur, þá sé Þorleifur
prófastur Arason, sem sækjandi
málsins, skyldur til að krefjast þess
af sýslumanni að veita sér aðstoð
til að færa Gísla hingað nauðugan,
svo endilegum dómi í þessu lang-
sama vandræðamáli verði ei leng-
ur upp haldið“.
Sumum kann nú að finnast að
Gísli hafi þegar verið dæmdur og
honum refsað með bannfæring-
unni. En svo virðist sem bannfær-
ingin hafi mælst illa fyrir. Segir
Espholin að Jón biskup hafi feng-
ið margra manna ámæli fyrir hana,
en hafi svo ekki viljað kalla þetta
bannfæringu, heldur útsetningu af
söfnuðinum og auglýsing forherð-
ingar Gísla.
CUMARIÐ 1725 var mál Gísla
tekið fyrir á allsherjar presta-
stefnu á Þingvöllum. Hafði Hákon
Hannesson sýslumaður komið með
Gísla nauðugan til þings.
Hinn 18. júlí var Gísli leiddur
fram fyrir prestadóminn. Féll hann
þá á bæði kné og mælti:
„Ég bið bæði guð og menn að
fyrirgefa mér“.
Síðan segir í dómabók presta-
stefnunnar:
„Og sem kennidómurinn hafði
fengið það innfall af téðum orðum,
að drottinn væri sannarlega tekinn
að hræra hjarta Gísla til iðrunar,
höfðu nálægir prófastar og prestar
margar góðar og guðlegar fortölur
fyrir honum að hann skyldi viður-
kenna sínar syndir bæði í guðs
augliti og manna, einkum þessar:
að hann hefði allt of lengi forsóm-
að að heyra orð drottins í sinni
sóknarkirkju og ekki viljað standa
opinberar skriftir fyrir sín brot og
misgjörninga. Hann skyldi nú ljúf-
lega og með allri auðmýkt gefa sig
undir kirkjunnar aga og meðtaka
opinbera aflausn af herrans hálfu
fyrir boðun og framsögn þess guðs
orðs þénara, sem þar til kvadd-
ur yrði, og meðtaka svo þar uppá
líkama og blóð Jesú Christi í kvöld-
máltíðar sakramentinu, með stöð-
ugu og alvarlegu áformi til að bæta
og betra sinn lifnað.
Þegar kennidómurinn hafði nú
þetta nokkrum sinnum fyrir hon-
um talað með öðru fleira sem þar
til hlýddi, og hann tók því ekkert
óþægilega, var til miðdags burt úr
Synodo vikið, og nokkrum tíma
síðar þangað aftur gengið, einnig
greindar áminningar og fortölur
fyrir Gísla ítrekaðar, hverjum hann
ennþá betur og liðuglegar gengdi,
þar til hann gaf sig um síðir al-
deilis fanginn og lofaði fullkomlega
að ganga til hlýðni og gefa allt sitt
mál guði í vald, játa og meðkenna
opinberlega sínar áðurtéðar syndir
og útstanda kirkjunnar disciplin
eftir guðs og kóngsins lögum, vilj-
andi hjartans gjarna verða aftur
innlimaður kristilegri kirkju, frá
hverri hann hefði með banni skil-
inn verið, og betra svo sitt fram-
ferði af fremsta megni, svo sem
guð almáttugur vildi sér náð tii
gefa.
Og sem kennidómurinn nú hjart-
anlega glaður af þessari umvend-
an Gísla, þakkandi guði af hjarta
fyrir þá iðrunar uppvakning, er
hann hafði í hans brjósti verkað,
varð sá endilegur úrskurður
Synodi í þessu máli, að Gísli skyldi
standa opinbera aflausn og leysast
úr banni í dómkirkjunni í Skál-
holti n. k. 9. sunnudag eftir trini-
tatis, af prófastinum í Árnessýslu,
séra Ólafi Gíslasyni“.
F'KKI tók Gísli aflausn hinn til-
tekna dag. Hefir hann ef til
vill fengið frest. En um vorið 1726
er hann leystur úr banni í Skál-
holti og að aflausn lokinni var
hann til altaris. Komust. þannig
sættir á milli hans og kirkjunnar.
En þótt Gísli væri nú aftur „inn-
limaður" söfnuðinum, breytti hann
ekki háttum sínum hið minnsta og
rak brátt að því að sóknarprestur-
inn, séra Bárður færi að áminna
hann og biðja fyrir honum á pré-
dikunarstólnum. Fór sem fyr að
slíkt hafði engin áhrif á Gísla. Leið
svo það ár og hið næsta að Gísli
hélt uppteknum hætti um að af-
rækja kirkjuboðorðin.
Hinn 20. jan. 1728 fór séra
Bárður ásamt þremur vottum
heim til Gísla að áminna hann og
biðja hann með góðu að ganga
undir opinbera aflausn fyrir það
að hann hefði ekki verið til altaris
síðan vorið 1726 í Skálholti. Þær
fortölur báru engan árangur. Öðru
sinni fór séra Bárður að Rauðalæk
ásamt meðhjálpurunum til þess að
áminna Gísla og í þriðja sinni á-
minnti hann Gísla opinberlega fyr-
ir embættisgerð á Árbæ hinn 7.
marz. Skoraði hann þá á Gísla að
taka aflausn, en Gísli harðneitaði.
Tilkynnti prestur honum þá að
hann mundi lýsa til banns yfir
honum næstu þrjá sunnudaga. En