Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1954, Side 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
387
Gísli kvað sig það engu skifta. Var
prestur þá orðinn langþreyttur og
eftir prédikun þennan sama dag
lýsti hann í fyrsta skifti til banns
yfir Gísla og síðan næstu tvo
sunnudaga þar á eftir.
Á annan í páskum var messað
á Árbæ og kom Gísli þangað. Þá
talaði séra Bárður enn við hann
fyrir messu, og bauð honum af-
lausn og að vera til altaris. Það
vildi Gísli ekki. Þá hótaði prestur
því að hann mundi bannfæra Gísla
næsta sunnudag, en Gísli svaraði
því, að hann hefði bannfæringuna
að engu.
Var Gísli svo bannfærður öðru
sinni og „afhentur djöflinum“ 1.
sunnudag eftir páska, sem var 4.
apríl 1728. Var það gert í viður-
vist héraðsprófastsins, sem þá var
séra Ólafur Gíslason. Hafði hann
fengið Odda 1725 og orðið prófast-
ur í Rangárþingi eftir að séra Þor-
leifur Arason drukknaði í Markar-
fljóti (12. jan. 1727).
Að undirlagi Ólafs prófasts
stefndu svo biskup og amtmaður
Gísla fyrir prestastefnu á Þingvöll-
um 1729. Var þangað og stefnt
Ólafi prófasti sem saksóknara og
séra Bárði til þess að réttlæta sínar
gerðir. En enginn þeirra kom á
prestastefnuna. Var því ekkert
hægt að gera í málinu, nema hvað
þeir Ólafur prófastur og séra Bárð-
ur voru sektaðir um eina mörk
hvor til fátækra fyrir að koma ekki,
og Gísli sektaður um mörk til
Klausturhólaspítala. Málinu var
svo slegið á frest til næstu presta-
stefnu.
IjEIR amtmaður og biskup gáfu
nú út nýa stefnu 2. janúar
1730 og birti Ólafur prófastur Gísla
hana heima á Rauðalæk hinn 6.
maí. Var honum þar boðið að
koma til næstu prestastefnu, og
einnig var séra Bárði stefnt þang-
að. Og til þess að það væri öruggt
að Gísli kæmi, skrifaði Fuhrmann
amtmaður sýslumanninum í Rang-
árvallasýslu, Nikulási Magnússyni
og skipaði honum að hafa Gísla til
prestastefnunnar hvort sem hann
vildi eða ekki. ,
Málið var svo tekið fyrir á
prestastefnunni 15. júlí, en ekki
var Gísli þar. Var Nikulás sýslu-
maður í vanda staddur út af þessu,
en reyndi þó að afsaka sig. Kvaðst
hann hafa skilið skipun amtmanns
þannig, að hann ætti ekki að beita
valdi við Gísla fyr en útséð væri
um að hann færi sjálfviljugur til
prestastefnunnar. Hann gat þess
einnig að Gísla hefði kalið illilega
á fótum um veturinn og hefði hann
legið rúmfastur öðru hvoru allt
vorið vegna þess. Og í saklausri ein-
feldni sinni kvaðst sýslumaður
hafa litið svo á, að þess vegna
væri hann „sjálfsettur“ heima hjá
sér, og því ætlað að taka hann
þar, er hann færi til þings. En er
hann kom að Rauðalæk var Gísli
farinn að heiman fyrir viku, og
hefði sér verið sagt að hann mundi
hafa ætlað til Alþingis.
Séra Bárður kom ekki til presta-
stefnunnar, en sendi bréf og kvaðst
ekki geta komið „vegna ýmislegra
báginda og forverksmannsleysis“.
En jafnframt sendi hann skýrslu á
9 blöðum um viðskifti þeirra Gísla.
Ólafur prófastur krafðist þess að
Gísli yrði dæmdur samkvæmt lög-
um, þótt fjarverandi væri. En það
leizt biskupi og dómprestum ekki
ráðlegt, þar sem enginn væri til
að halda uppi vörnum fyrir hann,
og stefndi því Gísla til næstu
prestastefnu, svo fremi að hann
hafi ekki betrað sig fyrir þann
tíma. Auk þess skyldi hann greiða
markarsekt til næsta spítala fyrir
að koma ekki. Þá fór Ólafur pró-
fastur fram á það að sér yrði dæmd
af fé Gísla 2 hndr. á landsvísu „fyr-
ir þá mæðu og ómak, sem hann
hefir haft fyrir þessu máli“. Fellust
dómendur á það og dæmdu Gísla
skyldan að greiða prófasti þetta
fyrir næstu veturnætur.
CUMARIÐ 1731 var mál Gísla tek-
ið fyrir á prestastefnu á Þing-
völlum hinn 14. júlí. Og nú var
Gísli þangað kominn, hvort sem
hann hefir verið fluttur með vaidi
eða komið sjálfkrafa.
Hófu þá amtmaður, biskup, pró-
fastur og dómprófastur þegar for-
tölur yfir honum. Bentu þeir hon-
um á að hann væ'ri nú háaldraður
maður kominn á grafarbakkann og
gæti átt von á dauða sínum þá og
þegar, og væri honum það háska-
legt ef hann iðraðist ekki og leysti
sig úr banni áður en dauðinn berði
að dyrum. Var Gísli þá hinn mýksti
í öllum viðræðum og lauk með því,
að hann lofaði- að koma í Skálholt,
„standa þar opinberar skriftir fynr
sín afbrot, svo hann úr banni leyst-
ur verði, meðtaka og síðan sakra-
ment til að styrkja sína trú um
syndafyrirgefning og að öðlast
ogsvo þar með aðrar þær gagn-
semdir sem kvöldmáltíðin færir“.
Varð það svo endanlegur dómur
prestanna, að Gísli skyldi standa
opinberar skriptir og leysr.st úr
banni í dómkirkjunni í Skr.lholti
11. sunnudag eftir þrenningarhátíð
af séra Ingimundi Gunnarssyni
kirkjupresti.
Þessum málalokum urðu allir
fegnir þá í bili.
Gísli kom í Skálholt að ákveðn-
um degi og vildi leysast úr banni,
en þverneitaði nú að ganga undir
opinberar skriptir. Var hann því
ekki leystur og varð að fara heim
við svo búið.
JjEGAR svo illa var komið, skrif-
aði biskup konungi, skýrði hon-
um frá málavöxtum og spurði hvað
ætti að gera við Gísla. Jafnframt
Frh- á bls. 390