Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1954, Page 8

Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1954, Page 8
388 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS FLJÓTANDI GISTISTAÐUR Skipið eins og það er nú útlítandi við bryggju í Skepp- holmen. Á RIÐ 1888 var mikil deyfð . í skipasmíðum í Bretlandi, svo að ýmsar skipasmíðastöðvar höfðu ekkert að gera. Meðal þeirra var Whitehaven Shipbuilding Co. For- stöðumenn hennar réðust þess vegna í, að smíða skip fyrir eigin reikning, til þess að smiðirnir misstu ekki atvinnu sína. , Svo er að sjá sem smiðunum hafi ekki þótt mikið til þessarar hugul- semi koma, því að í óvirðingarskyni skírðu þeir skipið „Gustukafleytu“ og máluðu það nafn með stórum stöfum á kinnung byrðingsins og stóð það þar meðan skipið var í smíðum. En þrátt fyrir þetta vönd- uðu þeir smíði skipsins, svo að það þótti bera af öðrum skipum, enda reyndist það vel. Til dæmis um það, hvað skipið var sterkt, má geta þess, að því var ekki hleypt ,af. sfokkunum fyr en allur reiði hafði verið á það settur, og var slíkt eins dæmi í sögu skipasmíð- anna í Bretlandi. Skipið var smíð- aö ur jarni, eins og þa var orðinn siður og talið 1400 smálestir. Skipafélagið R. Martin & Co. keypti skipið þegar það var fuil- gert, og nú fékk það nýtt nafn og var kallað „Dunboyne“. Fyrstu ferð sína fór það fullhlaðið stálbjálk- um frá Whitehaven til Portland í Oregon í Bandaríkjunum. Skipið sigldi undir brezkum fána fram á árið 1909. Þá var það salt norska útgerðarmanninum Leif Gunderson og var haft til timbur- flutninga. Árið 1915 var það svo selt Transatlantic Shipping Co. i Gautaborg. Var það þa skírt að nýu ög kallað „G. D. Kennedy“. Var það ilú um hríð skólaskip fyrir skip- stjóraefni, því að Svíar litu svó á, að enginn gæti orðið góður sjó- maður, nema því aðeins að haun hefði aflað sér reynslu í sjó- mennsku á seglskjpum. Reyndist skipió mjög heppilegt til þessa og sigldi það nú víða um heim og fór margar ferðir umhverfis hnött- inn. Árið 1923 var talið að það hefði siglt 200.000 mílur. Hafði það aðallega verið í ferðum til Suður- Afríku, Ameríku og Ástralíu. Hafði það á öllum þessum ferðum reynst hið ágætasta sjóskip og hið mesta happaskip, því að það hafði aldrei hlötið nein stór aföll. Árið 1923 keypti sænska flota- málaráðúheytið skipið og lét end- urbæta það áð ýmsu leyti. Var því nú gefið nýtt nafn og kallað „Af Chapman“. Og nú hófst glæsileg- asta tímabil í sögu þess, því að nú var það gert að skólaskipi fyr- ir sjóliðsforingjaefni. Voru þá á því 200 „kadetar“ auk yfirforingja og var það eitthvað annað heldur áður, er það sigldi með 20 manna áhöfn, meðan það var flutninga- skip. En nú hætti það langferðum. Var það oftast suður í Miðjarðar- hafi og norðufhluta Atlantshafs, og fór aðeins eina langferð til Vestur- indía og Bðston arið 1934. Ári síðar var hlutverki þess lokið og var því þá lagt í Karlskrona. Þariia lá það fram á árið 1937- Þá var flótamáláráðuneytið í vánd-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.