Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1954, Side 9
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS
389
Áður skreið það fyrir þöndum seglum um úthöfin.
ræðum með að koma fyrir her-
skyldum sjóliðum. Kom mönnum
þá það ráð í hug að þeir gæti feng-
ið samastað í „Af Chapman“. Voru
þá leystar festar skipsins og það
flutt til Skeppsholmen í Stokk-
hólmi og lagt þar við bryggju. Og
nú var það orðið að „sjóiiðabragga“.
Þá var rifin upp úr því kjalfestan
og kom þá í ljós að hún var mest-
megnis fallbyssukúlur, — þessar
gömlu, hnöttóttu járnkúlur, sem
notaðar voru í elztu fallbyssur.
Reiðinn var að mestu tekinn nið
ur, og hin miklu segl voru rist nið-
ur í ábreiöur. Neðan þilja voru þó
gerðar mestar breytingar, því að
bætt var við ótal mörgum vistar-
verum þar.
Þegar stríðinu lauk 1945 þóttist
sænski flotinn ekki þurfa á skip-
inu að halda lengur og auglýsti
það til kaups. En nú var Stokk-
hólmsbúum farið að þykja svo
vænt um skipið að þeir vildu ekki
missa það. Fannst þeim sem það
hefði sett sinn svip á borgina þessi
árih, sem það hafði verið þar, og
sjónaísviftir mundi að því verða
ef það hyrfi. Hin stóru seglskip
voru nú orðin fátíð og þetta var
seinasta stóra seglskipið, sem Svíar
hðfðu átt Fannst naörgum því sú
tilhugsun óþolandi, að skipið yrði
höggvið upp. Bæarstjórnin í
Stokkhólmi ákvað því að kaupa
skipið og bjarga því frá glötun. Og
bæarstjórninni hugkvæmdist það
snjallræði að hafa skipið eigi að-
eins til sýnis sem forngrip, heldur
og að nota það í þágu borgarinnar.
Hún bauð því Ferðafélaginu þar a
staðnum umráð skipsins og haia
það fyrir gististað handa ferða-
mönnum. Tók félagið því með
þökkum, og nú var hafizt handa
um að breyta skipinu svo neðan
þilja, að ferðamenn hefði þar sæmi-
lega aðbúð. Sá íélagið um breyt-
ingarnar, en bæarstjórn studdi það
allríflega með fjárframlögum.
Nokkur félög lögðu og skerf til
þessa, til þess að hugmyndin kæm-
ist í framkvæmd og skipið fehgi að
vera á sínum stað.
Og þarna liggur nú hið fljótandi
hótel, hvítmálað og fagurt á að
líta, en einkum þó glæsilegt í aug-
um gamalla sjómanna, og minmr
það á hina fornu frægð seglskip-
anna. Allt er þar snyrtilegt innan
borðs og þar eru svefnklefar fyrir
130 ferðamenn, karla og konur,
unga og gamla. Þar stjórnar ung-
frú Ruth Johansson, en þjónustu-
Veitingar á þilfari