Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1954, Side 10
390
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
- FHÆÐA GÍSLI
lið hennar er fólk, sem skilur og
talar flestar tungur. Því að það
eru fleiri en sænskir ferðamenn,
sem fá þar inni. Þar hafa verið
gestir úr öllum álfum heims.
Hið eina, sem óbreytt er í skip-
inu er káeta skipherra og „skot-
færageymslan“. Þar er allt með
þeim svip er áður var, svo að menn
geti séð hvernig þar var umhorfs
fyrrum og því nokkurs konar
minjasafn. En uppi á þiljum eru
stólar og borð og þar geta gestir
fengið hressingu. Þeir sem ganga
þar um beina, eru í „matrósaföt-
um“.
Það er regla að enginn fær að
dveljast þarna lengur en fimm
daga í senn. En þeir sem ..hafa
dvalizt þar, eru svo hrifnir af veru
sinni, að þeir vilja gjarna komast
þangað aftur. Veldur þar um að
vistarverur eru góðar, viðmót
„áhafnarinnar“ þægilegt og aðlað-
andi og svo kostar gistingin ekki
nema 1.50 á sólarhring (auðvitað
í sænskum peningum).
Gamlir sjómenn heldu því fram
að skipin hefði sál. Og ef svo er
þá má „Af Chapman“ gleðjast út
af því að vera komin í hornið hjá
Stokkhólmsbúum, láta dekra við
sig á alla lund, og fá að eyða elli-
dögunum þarna í hinni fögru höfn.
Það er bæarstjórninni líka sómi
að hafa varðveitt þetta gamla og
glæsilega skip.
Ef þú kemur til Stokkhólms,
ættirðu að fara út á Skeppholmen
og skoða það.
c_^-?>®®®s^_j
Aldraður maður hafði þann ófrávíkj-
anlega sið að kaupa blað á hverjum
morgni af sama blaðsalanum, svo að
þeir voru orðnir góðkunningjar. Einn
morgun uppgötvaði hann að hann hafði
gleymt peningabuddunni sinni heima.
— Það gerir ekkert til, sagði blað-
salinn. Hérna er blaðið og þú getur
borgað mér það á morgun.
— En ef ég skyldi nú deya í nótt?
— Jæja, það væri þá ekki stór skaði
skeður.
Frh. af bls. 387.
lét hann stefna Gísla fyrir næstu
prestastefnu 1732.
Bréf konungs kom út um vorið
(dags. 21. marz 1732) og segir í
því á þessa leið:
„Það er Vor allra náðugastur
vilji og fyrirskipan, að ef Gísli vill
enn standa skriptir og afplána það
hneiksli, sem hann hefir valdið í
söfnuðinum, þá megi leysa hann
úr banni og taka hann aftur inn
í kristinn söfnuð. En vilji hann
það ekki ,eða bfjóti af sér í þr)Sja
sinn, þá skuli hann gerast lánd-
rækur, samkvæmt Norsku lögum
II., 9. kap. 15. gr.“
Nú var ekki átt undir því að
Gísli kæmi sjálfviljugur til presta-
stefnunnar, heldur lét Fuhrmann
amtmaður flytja hann þangað. Var
svo Nikulás sýslumaður Magnús-
son skipaður verjandi hans, en
Þórðar Þórðarson ráðsmaður
dómkirkjunnar í Skálholti sak-
sóknari. Hann bjó á Háfi í Holtum
og hafði verið ritari Árna Magnús-
sonar meðan hann ferðaðist hér
um land.
Rétturinn var settur 16. júlí. Var
þar lesinn yfir Gísla úrskurður
konungs og mun hann >þá hafa
gugnað og óað við að vera rekinn
1 útlegð á gamals aldri og fluttur
af landi burt og fleygt á land ein-
hvers staðar í framandi landi. Segir
og svo í dómabók prestastefnunn-
ar:
„Sem Gísli var nú kominn fyrir
réttinn var hann að spurður af
hálfu kennidómsins, hvort hann
vildi nú iðrast allra sinna synda,
standa opinbérar skriptir og inn-
limast aftur í kristilega kirkju,
hvar til hann svaraði ei einasta já,
heldur ög einnig bað um það sjálf-
ur opinberlega að hann mætti af-
leystur verða í kirkjunni hér á
Þingvöllum á næstkomandi sunnu-
degi, af þeim guðs kennimanni,
sem þar yrði til valinn, og komast
svo aftur í guðs vingan og sam-
félagskap kristilegrar kirkju.
Þess vegna gerðist svoleiðis á-
lyktun:
Gísli Ólafsson skal standa opin-
bera aflausn fyrir það hann svo
lengi hefir haldið sig frá brúkun
sakramentis, hann skal og einnig
afbiðja opinberlega það hneiksli,
sem hann hefir gert í söfnuðinum,
og síðan leysast úr banni, og þetta
skal ske í kirkjunni hér á Þing-
völlum næsta sunnudag af dóm-
kirkjupresti Ingimundi Gunnars-
syni“.
Nikulás sýslumaður fór þá fram
á, að Gísli yrði dæmdur til að
greiða sér 2 hndr. á landsvísu fyrir
„það ómak er hann hefur haft fyi-
ir Gísla í tvö ár“. Svöruðu prestar
því að þetta gæti hann fengið „með
þeim skilmála, að ef Gísla kynni
að falla missir fémunanna svo
þunglega, að honum yrði þess
vegna hætt við að falla aftur í
villu og þvermóðsku“, þá skylrii
sýslumaður sleppa þessu tilkalli.
ÍVTÆSTA sunnudag var fjölmennt
' og góðmennt í Þingvallakirkju.
Voru þar amtmaður og biskup, all-
ir alþingismenn og synodusprestar
cg var setið eftir mannvirðingum.
Gísla var fengið sæti á krókbekk
og var hjá honum meðhjálparinn,
til þess að gæta hans.
Að lokinni prédikun byrjaði af-
lausnin og hóf Ingimundur Gunn-
arsson dómkirkjuprestur mál sitt á
þessa leið: