Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1954, Síða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1954, Síða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 391 Aflausnin „Það er yður kunnugt, mínir elskanlegir, að hinn 4. apríl 1728 var Gísli Ólafsson, vegna guðlast- anlegrar óhlýðni og uppreisn gegn guði og hans heilaga orði sem dauður og hættulegur limur af- sneiddur hinum andlega Krists líkama, bannfærður og sem heið- ingi algjörlega útskúfaður frá krist- innar kirkju söfnuði. En þar sem hann nú, fyrir guðs sérstaka náð, hefir viðurkennt sín- ar miklu syndir og iðrast þess sár- lega að hann skuli hafa fellt á sig reiði guðs og valdið hneiksli í söfn- uðinum, og biður nú guð innilega um náð og fyrirgefningu syndanna, er og hér kominn fram fyrir þenn- an söfnuð að biðja fyrirgefningar á því hneiksli sem hann hefir vald- ið, þá er það tilhlýðilegt og krisci- legt að vér með englunum gleðj- umst út af afturhvarfi nefnds Gísla Ólafssonar, og af hjarta lofum, göfgum og þökkum guði, sem með sinni stóru og órannsakanlegu miskunnsemi hefir eigi aðeins miskunnað sig yfir hið villuráfandi mannkyn, h^ldur einnig sérstak- lega sýnt miskunn sína þessum glat aða stórsyndara, Gísla Ólafssyni, með því að láta sitt heilaga orð hafa áhrif á hann til umvendun- ar, svo að hann með oss og vér með honum höfum háleita ástæðu til allir saman að göfga Herrans heilaga nafn og boða hans lög í söfnuðinum. Því viljum sér nú, af kristilegum kærleika og með- aumkun, í Jesú blessaða nafni og samkvæmt syndarans innilegri ósk og hjartanlegri löngun, veita hon- um aftur hlutdeild í hinu heilaga sakramenti og kristinna manna samvist, þegar hann hefir opinber- lega og alvarlega játað sínar synd- ir og beðið um fyrirgefningu þeirra.“ Nú var hafinn sálmasöngur, en um leið og söngurinn hófst skoraði meðhjálparinn á Gísla að biðja nú fyrirgefningar á þeim syndum og því hneiksli, sem hann hefði vald- ið. Leiddi hann Gísla síðan fram í kórdyr og var hann látinn krjúpa þar á bæði kné. Að söngnum loknum hóf prestur mál sitt að nýu til þess að vekja athygli safnaðarins á því hve bágt væri ástand þeirra manna, sem væri í banni kirkjunnar: „Mínir elskanlegir. í dag fellur hér fram fyrir náðarhásæti guðs þessi hrjáði og iðrandi syndari, sem með forherðingu sinni gegn guðs heilaga orði og þrákelkni í vondri og hneikslanlegri breytni hefir gert sig óverðugan guðs náðar, og hefir því fyrir nokkru verið bannfærð- ur opinberlega og útskúfaður frá hinum kristna söfnuði og heilagri kirkju. Hugsið um hve hræðilegt ástand hans hefir verið! Því er ekki bannfærður maður undir guðs reiði? Er hann ekki undir valdi syndarinnar og Satans sem syndar- innar og Satans barn? Er hann ekki án Krists dauðans barn og glataður maður? Nei, ekki maður heldur hræ. Hann er eins og hund- ur, sem ekki fær hlutdeild í náð- inni. Ó, hversu hræðilegt er ekki ástand slíks syndara! Þegar vér hugleiðum það réttilega getum vér tekið undir það sem presturinn Mattathias sagði um musterið í Jerúsalem er það var á valdi heið- ingjanna og hræðilega saurgað: Helgidómurinn er í framandi hönd- um og musteri guðs er orðið eins og ærulaus maður. Það er heiður og gleði guðs barna hér í heimi að mega kallast musteri hins lifanda guðs, og eins og guð hefir sagt: Ég vil búa á meðal þeirra og dvelja hjá þeim, og um slíka menn er rétti- lega sagt: Svo er nú engin fyrir- dæming yfir þeim, sem eru í Kristó Jesú, sem ekki ganga eftir holdinu, heldur eftir andanum. En þegar vonska syndarinnar hefir hleypt Satan inn í musteri guðs, svo að hans ráð gilda meira en guðs boð- orð, hvað er þá slíkur maður ann- að en áerulaust musteri, bústaður Satans, og fordæmdur maður? Og um þá sem þannig halda áfram í syndunum má segja hið sama og Kristur sagði við Gyðinga: Ég fer og þér skuluð deya í syndum yðar. Þannig hefir þá verið hið hörmu- lega ástand þessa auma syndara. En lof sé guði, sem hefir gefið honum vizku til þess að snúa sér frá hinu illa og vill náðarsamlegast fyrir- gefa honum allar hans syndir. Nú veit hann hvað hann hefir af sér brotið og hver laun syndarinnar eru, ef guð vildi refsa honum eins og hann á skilið. Nú harmar hann þverúð hjarta síns og ásakar sjálfan sig fyrir þá illsku, sem leiddi yfir hann reiði drottins og eilífa for- dæmingu. Hann hefir fundið svipu guðs reiði, sem hann var rekinn með út úr musterinu, og það var hætta á að hún yrði að sporðdreka fyrir hann, eins og svipa Salomons í Roboams höndum, að hún hefði getað orðið að ormi sem aldrei deyr, en kvelur og nagar eilíflega ef menr snúa sér ekki til Herrans í tíma. Þess vegna kastar hann sér nú í auðmýkt niður frammi fyrir náðarstóli guðs, og í angist fyrir drýgðar syndir, en þó í trú og trausti á guðs miklu náð og óend- anlega kærleika tekur hann undir með hinum bersynduga tollheimtu- manni: Guð vertu mér syndugum líknsamur, og með hinum glataða syni: Ó, faðir, ég hefi syndgað gegn himninum og þér og á ekki skilið að kallast sonur þinn. En nú hefir guð brætt hjarta hans, svo að það er nú eins og vax, en var áður sem steinn eða járn, er nú sem hold, en var áður sem tinna cða marmari. Vér sjáum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.