Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1954, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1954, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLADSINS 535 Stræti í hinu helgaBrunnur til hægri. CF' og asnarnir vildu láta í ljós að ég væri óvelkominn, þeir horfðu stöð- ugt til jarðar en litu ekki á mig. Húsveggirnir eru sléttir og til- breytingalausir, með rammbyggi- legum dyrum, og ef þær eru opn- ar, sér inn í dimmt og kuldalegt anddyri. Börnin voru vel klædd og virtust fjörug og kát. Sérstaklega leizt mér vel á litlu stúlkurnar með björt augu og kolsvart hár. En framkoma þeirra við mig var svipuð framkomu eldra fólksins. Ef ég gekk fyrir húshorn og kom þar að hópi barna, sem voru að leika sér með miklum gleðilátum, þá þögnuðu þau öll í senn, tóku til fótanna og hlupu inn í húsin, eins og mýs sem eru að forða sér í hol- ur sínar. Þorpin eru ævintýraleg, en í augum ferðamanns verða þau kuldaleg og óyndisleg líkt og þeir, sem eiga þar heima. Mozabitar eru einkennileg þjóð. Þeir telja það ó- sæmandi að reykja, drekka vín og hlusta á hljóðfæraslátt. Eitt af þorpum þeirra, Beni Isguen, er tal- ið heilagt, og vei þeim útlending sem dirfist að reykja innan múra þess. Þar má og enginn vera um nætur nema Mozabitar og hliðum þorpsins er ramlega læst á hverju kvöldi um sólsetur. ★ Þrátt fyrir það að Mozabitar eiga heima í eyðimörk, eru þeir vel efn- um búnir og almenn velsæld þar. Þeir eru mjög slyngir kaupsýslu- menn. Ungu mennirnir fara nú gjarna til Algier eða annara borga við Miðjarðarhaf, ekki til þess að setjast þar að, heldur til þess að græða. Og þegar það hefir tekist snúa þeir heim aftur. Margur skyldi nú ætla að þeir kysi heldur að vera um kyrt í hinum frjósömu löndum þegar þeir hafa kynnst þeim, en það kemur aldrei fyrir. Röm taug dregur þá heim til föð- urtúna. Vegna kaupsýslu hæfileika sinna, komast þeir vel áfram í borgunum og stórgræða, en hverfa svo heim aftur til byggðarinnar í hinni hrjóstugu eyðimörk. Ef svo fer að einhver þeirra deyr erlendis, þá er lík hans þegar flutt heim í M’Zab dalinn og greftrað þar. Þess- ir líkflutningar þykja Frökkum slæmir, því að þeir þykjast hafa nóg annað að flytja. Konurnar fara aldrei út fyrir þorpsmúrana. Þær sitja sífelt heima og vefa þar dýrindis dúka, sem víða eru frægir. Eru þeir með sterkum litum og allskonar myndum og út- flúri af fornri gerð, og svipar því mest til útflúrs, sem fundist hefir í rústum Kartagóborgar. Aðal- markaðurinn er í hinu helga þorpi Beni Isguen. Þar er allt selt, sem nöfnum tjáir að nefna, allt frá lif- andi úlföldum að skóm og fíkj- um. Allt er boðið upp. Hafi mönn- um ekki komið saman um verð fyr- ir sólarlag, þá er samningum frest- að til næsta dags. Margir ferðamenn telja að eng- inn staður í Afríku jafnist á við M’Zab dalinn. Hann sé merkileg- astur allra staða þar. Hann hefir það og fram yfir aðra staði, að mjög auðvelt er að komast þangað. Menn fara með áætlunarbíl frá Algier, geta verið einn dag um kyrrt í Ghardaia og komið aftur til Algier eftir viku. Helmingur- inn af veginum er ágætur, en hinn helmingurinn slæmur og hætt við að lenda þar í sandsköflum. Þegar þess er gætt hvað Moza- bitar hafa búið við hörð kjör fyr á öldum og hve einangraðir þeir voru, þá er engin furða þótt þeir sé fálátir og alvörugefnir. Þeir hafa orðið fyrir illum búsifjum af meðbræðrum sínum, lífsbarátta þeirra hefir verið hörð og þeir hafa ekki átt neina vini. Það er eðlilegt að reynslan hafi sett mark sitt á þjóðina. En þeir sem þekkja sögu Mozabita hljóta að dást að þreki þeirra og þrautseigju, fast- heldni þeirra við fornar dygðir og hinu mikla þrekvirki þeirra, að skapa sér framtíðarland í auðn Sahara, þar sem engum öðrum hefði komið til hugar að hægt væri að draga fram lífið. (Eftir Robert Smith).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.