Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1954, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1954, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 539 og undiir hverri hrúgu er slíkt heimili, svo sem 12—15 þumlungum undir yfir- borði jarðar. Fjölda margir gangar liggja að hreiðrinu og sumir ná upp á yfirborðið, eru útgöngudyr. Ég álít — þótt ég hafi ekki sannanir fyrir því — að moldvörpur gjóti aðeins einu sinni á ári. Aðalfaeða moldvörpunnar er ormar og skordýr, sem lifa í mold, og hún leitar uppi með þeffærunum. Þess vegna eru gangar þeirra oft grunnt í jörð, þar sem slíka veiði er helzt að hafa. Einu sinni var ég að athuga moldvörpuholu og tók þá eftir því, að laut var í jarðveginn þar sem gangur- inn lá frá henni. Það var svo grunnt á ganginum að þakið hafði svignað. Meðan ég var að athuga þetta, stakk moldvarpa gulu trýninu út um holuna, en dró sig óðar í hlé. Ég stakk þá fingrinum að gamni inn í holuna, en hafði það upp úr því að moldvarpan beit mig illilega með nálhvössum tönn- unum. Seinna kom ég að annarri holu og ætlaði að láta mér ekki verða hið sama á, svo að ég stakk staf mínum inn í holuna, og ætlaði að króa af moldvörpu. Hún beit þegar í stafinn. Svo hefur hún víst séð að þar var ekki við lambið að leika, og á andar- taki gróf hún sér göng út úr þessum rangala og komst inn í annan. Vegna þess að moldvarpan hefst við neðanjarðar, á hún fáum óvinum að mæta, en refir, greifingjar og vislur grafa þó stundum upp moldvörpu- hreiðrin til þess að ná í þær. Og ef þær eru úti við, þá er þeim hættg búin af smyrlum og uglum. En þó eru mold- vörpur ekki eftirsótt bráð, því að eitt- hvert leiðindabragð er víst að kjöti þeirra. Moldvörpur eru mjög útbreiddar og lifnaðarhættir þeirra eru alls staðar hinir sömu. C_-^S®®®<3\_5 LEIÐRÉTTING Af vangá var í seinustu Lesbók birt mynd af Flatey á Skjálfanda í stað- inn fyrir Flatey á Breiðafirði. Á Flatey á Skjálfanda hefir flugvöllur verið ruddur, en á Flatey í Breiðafirði er flugvallargerð 1 undirbúningi. SALT CALT hafa menn þekkt frá ó- munatíð. En notkun þess hef- ur farið vaxandi ár frá ári og hefur aldrei verið meiri en nú, því að nú er það eitt af aðalhráefnum iðnað- arins. Á hverju ári eru framleiddar um 20 milljónir tonna af salti víðsveg- ar um heim og fimmti hlutinn af því fer til efnaverksmiðjanna. Annar fimmti hluti fer til neyslu í Bandaríkjunum einum saman. En engin þjóð kemst af án salts. í iðnaði er saltið notað á marg- víslegan hátt. Það er notað til fram- leiðslu sprengiefna og áburðar, í sápur og litunarefni, í glerung á leirvörur, við stálherslu, við að bræða blý, kopar og silfur, og svo er það notað við frystingu mat- væla. Auk þessa er það notað til þess að verja fæðutegundir skemmdum, eins og bezt er kunn- ugt hér á landi, því að hlutfallslega notar íslenzka þjóðin afar mikið salt í fiskinn. Mesta saltframleiðsla í heimi er í Bandaríkjunum og Englandi og framleiða Bretar um eina milljón tonna af því á ári. Þá er og mikil saltframleiðsla í Þýzkalandi, Rúss- landi og Spáni .Skammt frá Krak- au í Póllandi eru gríðarmiklar saltnámur, sem veita hundruðum manna atvinnu. Saltið er tvenns konar: sjávar- salt, sem unnið er úr sjó, og stein- salt, sem unnið er úr námum. Áð- ur var saltið höggvið í þessum námum, en nú er farið að dæla vatni niður í námumar og það lát- ið drekka saltið í sig. Er saltlegin- um síðan dælt upp á yfirborð jarð- ar og vatnið látið gufa upp, alveg eins og þar sem salt er unnið úr sjó. í saltnámunum eru ókjör af salti og hyggja menn að saltlögin sé þar sums staðar margar þúsund- ir feta á þykkt. Þar sem þessar saltnámur eru, hafa einhvem tíma í fymdinni verið sölt stöðuvötn. Vatnið hefur gufað upp og saltið orðið eftir. Það er ekki mikil hætta á því, að mannkynið verði nokkuru sinni í hraki með salt, jiví að enda þótt allar saltnámur væri tæmdar (og þess er langt að bíða) þá er þó sjórinn eftir. Mönnum telst svo til að í sjónum muni vera 36.000.000.- 000.000.000 tonn af salti, en það eru slík ókjör að það mundi geta þakið allt þurrlendi jarðar með 400 feta þykku l'agi. Þessi reikningur styðst við það, að í hverri teningsmílu af sjó muni vera að meðaltali 17.000.- 000 tonn af salti. Þó er nú talið að sjórinn sé að verða saltari með ári hverju, því að allar ár bera mikið af salti í hann árlega. Salt hefur jafnan verið tallð nauðsynlegt heilsu manna, sé þess neytt í hófi. En nú á seinni árum hafa risið upp menn, sem fordæma saltið og segja að það valdi skemmdum á nýrum og melting- arfærum. En hætt er við að þess verði langt að bíða, að menn af- neiti saltinu með öllu. Menn eru svo vanir því að telja það nauðsynja- vöru. Og ekki fælir það menn frá því að neyta salts, að skepnur eru sólgnar í það. Margar skepnur fara langar leiðir til þess að sleikja salt. Kúm þykir salt gott, og ef þeim er gefið talsvert af því, þá hækkar það nyt þeirra og mjólkin verður betri. Ekki virðist heldur að þeir, sem vinna í saltnámum, sé óhraustari en aðrir, og anda þeir þó stöðugt að sér lofti sem er þrungið af saltgufu. Þeir fá aldrei kvef, gigt né lungnabólgu. Eins hefur það jafnan verið talið heilsu- bætandi að anda að sér sjávarlofti, en það er vegna þess hve mikið er í því af salti.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.