Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1954, Blaðsíða 15
: LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
587
Sennora, maður sem er jafn drukk-
inn og ég er nú, er ekki þess verður
að fá að taka í höndina á svo göf-
ugri konu sem þér eruð.“
Hún sagðist aldrei geta gleymt
þessu. Og hvar í heiminum hittir
maður fyrir slíka meðfædda hátt-
vísi hjá ódrukknum mönnum, að
ég ekki tali um ölvaða menn?
AFTURGÖNGUR
Saga Juan Fernandes er þannrg,
að það er ofur eðlilegt að þar sé
afturgöngur og draugar. Hér sátu
blóðþyrstir sjóræningjar fyrir
skipum, sem voru með dýran farm,
til þess að ræna þau. Herfangið
fluttu þeir á land og földu það.
Óteljandi sögur eru tim fólgnd'fjár-
sjóði hér á eynni. Eyarskeggjar eru
hjátrúarfullir og þeir segja að á
tunglbjörtum nóttum sé svipir
ræningjanna á ferli á ströndinni
og líði þar fram eins og hvítir
þokumekkir. Þeir hafa enga eirð í
öðru lífi, þeir verða að leita fjár-
sjóðanna, sem þeir földu hér, en
höfðu engin not af.
Eyarskeggjar eru vissir um að
miklir fjársjóðir sé fólgnir á eynui,
en hættulegt sé að leita þeirra. Þeir
halda að bölvun hvíli yfir þeim.
Og þeir segja að ef einhverjum
verði það á að koma of nærri ein-
hverjum felustaðnum, þá komi á
móti þeim gríðarstór hundur með
blóðhlaupin augu og standi blár
loginn fram úr gapanda gini hans.
Margir segjast líka hafa heyrt
í hinni „grátandi ekkju“, en það
er svipur, sem heldur til í heili
skammt frá þorpinu. Enginn veit
hver hún var né hvers vegna hún
grætur og kveinar. Sumir segja
að þetta sé ekki annað en gnauð
af dragsúgi í hellinum, en Donna
Regina Schiller er ekki á því. Hún
segist sjálf hafa séð hina grátandi
ekkju, hún sé há og grönn, klædd
í brúnan kyrtil og hár hennar kjl-
svart þyrlist laust fyrir vindinum.
Spanskur kaupmaður, sem þarna
á heima, er líka sanntrúaður á til-
vist svipanna. Kona hans, sem dáin
er fyrir nokkrum árum, var einu
sinni alkunnur miðill í Frakklandi.
Hann segir að hún komi á hverri
nóttu til sín og berji þrjú högg á
svefnherbergis hurðina.
Einkennilegasti maðurinn á eynni
er þó sjálfsagt „Moses á fjallinu“.
Hann býr einn í kofa, sem stendur
í brekku yzt í þorpinu og er nú
orðinn nær hálfníræður. Fyrir
nokkrum árum heldu allir að hann
mundi deya, því að hann varð fár-
veikur. En þá vitraðist honum
María mey í skínandi hvítum klæð-
um og hún sagði að honum skyldi
batna og hann muhdi lifa lengi,
ef hann héti því að reisa kirkju
handa sér. Moses lofaði þessu og
svo batnaði honum þegar í stað.
En hvernig átti hann nú, bláfátæk-
ur maðurinn, að reisa kirkju? Hann
var lengi í öngum sínum út af þessu
loforði, því að hann vildi efna það.
En svo varð það fangaráð hans, að
hann gróf geil inn í fjallið fyrir
ofan kofann sinn. Hann setti ekki
þak yfir, því að hann sagði að blár
himinn guðs væri hið fegursta þak,
sem nokkur kirkja gæti haft. Þarna
kom hann svo fyrir mynd af Maríu
mey og beggja megin við har.a
gróðursetti hann rósir, aðra hvíta,
hina rauða. Þessar rósir döfnuðu
og urðu stærri og fegurri en nokkr-
ar aðrar rósir í þorpinu. Moses var
því sannfærður um að hin heilaga
María mey hefði litið með velþókn-
an á þessa kirkjusmíð sína. Og
þarna biðst gamli maðurinn fyrir
kvölds og morgna.
Eyarskeggjar á Juan Fernandes
eru vissulega ólíkir öðrum mönn-
um. En þegar maður hefur verið
hjá þeim um hríð, þá hefur maður
öðlazt trú á að mannkynið sé að
upplagi gott. Ef það kemur fyrir
að eitthvert stórt skemmtiferðaskip
leggur leið sína þangað, þá koma
eyarskeggjar með báta sína og
flytja fólkið í land. En þessir fá-
tæku fiskimenn hafna algjörlega
þóknun fyrir það. Þar eru ekki
fram réttar gráðugar, dollarhungr-
andi hendur eins og á Capri, Haw-
aii og annars staðar í hinum svo-
kölluðu menningarlöndum.
Nú sem stendur er Juan Fern-
andes friðsæl paradís, vegna þess
að þangað eru engar siglingar og
þangað koma engir ferðamenn. —
Eyarskeggjar vonast þó eftir því
að stjórnin í Chile muni koma á
fót föstum gufuskipaferðum þang-
að. Það lætur vel í eyrum að vísu,
en eyan hans Robinson Crusoe
verður ekki paradís lengur en hún
er laus við ferðamannastrauminn.
Molar
Tveir Gyðingar voru að koma út úr
flugvél á flugvelli í London. Og rétt á
eftir rekur annar þeirra upp skelfing-
aróp.
— Hvað gengur að þér? spurði hinn.
— Ég held að ég hafi týnt seðlavesk-
inu mínu.
— Hefirðu leitað vel?
— Já, ég hefi leitað í öllum vösum
nema einum.
— Nú, hvers vegna leitarðu ekki
þar?
— Vegna þess að ef veskið er þar
ekki þá fæ ég slag.
•
William Morris var einu sinni um
tíma í Pafís og sat lengstum í veit-
ingastofu Eiffel-turnsins. Hann át þar
morgunverð, skrifaði þar og át þar
kvöldverð.
— Þér hljótið að vera hrifinn af
turninum fyrst þér eruð hér öllum
stundum, sagði veitingaþjónn við
hann.
— Hrifinn! hrópaði Morris. Ónei. Ég
er hér vegna þess að þetta er eini stað-
urinn í París, þar sem maður hefur
ekki þetta járnarusls hrófatildur fyrir
augunum.
1