Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1954, Blaðsíða 4
576
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Seilnálar
krókar til að bera fisk á, ýsuklórur,
síldarklippur o. fl. Innar á veggn-
um hangir röð af vaðsteinum, þrír
þeir fremstu fundust djúpt í hús-
grunni við Tjarnargötu og munu
vera frá fyrstu tímum byggðar í
Reykjavík. Þá hanga þar tvser
maðkakvíslar, sem hafðar voru til
að grafa upp sandmaðk til beitu, og
á gólfinu fyrir neðan eru tvær
steinsleggjur til að berja með fisk,
verbúðaskrína, slorskrína og beitu-
stokkur,
Á næstu skáhillu fyrir innan
liggja fiskgoggar, blýsökkur, vað-
beygjur, sem festar voru á öldu-
stokkinn undir færið eða vaðinn,
lóðastokkar, önglar (hneifar), kol-
krabbaönglar, hrognkelsastingur o.
fl. Meðfram veggnum þar fyrir
innan er fyrst allstórt bjóð fyrir
lóðir, sunnlenzkt, ,og „sandavirki“
en það er eins konar söðulvirki úr
tré, sem lagt var á hest, þegar fisk-
ur var sóttur „á sanda“ þ. e. að
lendingarstað við sjó á söndunum
í Rangárvalla- og Skaftafellssýsl-
um. Virkið, sem hér er til sýnis, er
undan Eyafjöllum. — Þá eru á
veggnum frumstæð tæki til að snúa
og seilar.
færi og niðurstöður, eins konar
færarokkur — og þá færarokkur
með öllum útbúnaði frá Bæ á
Höfðaströnd. — Færi með önglum
og sökkum hanga á veggnum, og á
lítilli hillu þar hjá sjást líka tauma-
rokkar, sem hafðir voru til að snúa
öngultauma.
Næst eru sýnd nokkur tæki til
sjófuglaveiða, fyrst ^hinir svo
nefndu „Drangevarflekar“, en það
eru ferkantaðir flekar, reknir sam-
an úr fjölum; er þeim lagt á yfir-
borð sjávarins með niðurstöðum. Á
hvern fleka eru boruð fjöldamörg
göt, sem hrosshárssnörum er fest
í, kapmella er sett á enda hverrar
um sig og er það kallað að egna
snörurnar. Þegar fugl kemur á
flekann festir hann fæturna í snör-
unum, kapmellurnar renna að, og
fuglinn situr fastur. Oft mun hafa
verið hafður „bandingi" á flekan-
um til að lokka aðra fugla. — Þá
er sýnishorn af leðúrvað, sem not-
aður hefur verið við bjargsig í
Vestmanneyum. Þaðan eru líka
greflar eða goggar, sem lundakofa
(þ. e. ungi lundans) var veidd með.
Eru það trésköft mismunandi löng
(langgrefill og stuttgrefill) með
hvössum járnkrók á endanum. Var
fariS með grefilinn inn í lundahol-
urnar og króknum höggvið í kof-
urnar og þær dregnar út. Þar hjá
er „fýlakeppur“ sem fýllinn var
rotaður með; er það tréskaft með
ólarlykkju á öðrum endanum til
að smeygja upp á úlnliðinn, en á
hinum endanum er járnhringur
með broddi til annarrar hliðar, lík-
* jtsí* '
Leggjatangir, notaðar við skinnklæðasaum.