Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1954, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1954, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 575 Bjargsigs-utbúnaður frá Grímsey. hverju leyti frábrugðið þeim, er fluttu landnámsmennina til íslands þá hefur það sjálfsagt í aðalatrið- um sama lag og sama búnað. Lík- anið stendur því hér sem elzti full- trúi þeirra fleyta, sem flotið hafa við strendur landsins. Sá, sem skoðar líkanið og ber það saman við önnur bátalíkön, sem þarna standa, er ekki lengi í vafa um, að nánasti ættinginn stendur á stalli sínum lítið eitt innar, en það er af teinæringi frá Breiða- firði, hákarlabát, eins og þeir tíðk- uðust á síðustu öld, með bognum stefnum, einni siglu með þversegli á rá, eins og fornaldarseglin hafa verið, að viðbættu toppsegli, sem kallast „fokka“, en sá seglabúnaður var algengastur við Breiðafjörð og á Vestfjörðum — og reyndar við Norðurland líka frameftir 19. öld- inni. — Stýrið hefur ekki sveif (hjálmunvöl), heldur hefur verið stýrt með „aktaum“. Líkan þetta er einkar vel smíðað, og hefur Bjarni skipasmiður Þorkelsson gert það. Vinstra megin við stall víkinga- skipsins stendur á stalli einum lík- an af rennilegum teinæringi úr Vestmanneyum; hét sá bátur „Ár- óra“ og mun vera smíðaður um 1850. Hann er allmikið frábrugðinn Breiðafjarðarbátnum, hefur tvær Sandavirki, var aðeins notað í Skafta fellssýslu og undir Eyafjöllum. siglur með gaffalseglum og fokku framan við framsigluna á htlu „bugtspjóti", sem fest er við hnýf- ilinn með járnlykkju. Líkan þetta er gert af Ágústi smið Árnasyni. — Þar innar af er líkan af áttær- ingi, eins og þeir voru algengastir við Faxaflóa; hefur það verið traustlegt skip og vel byggt, með tveim siglum, spritseglum og tveim fokkum á „bugtspjóti“. — Magnús Pálsson í Hvalsnesi gerði líkanið. Á miðju gólfi stendur í skorðum „Engeyarbátur“, sexæringur,íheilu líki, með öllum farviði innanborðs. Bátur þessi er smíðaður 1912 af Bjarna Brynjólfssyni í Engey, og er talinn sá síðasti, sem smíðaður var með „Engeyarlagi". — Bátar Bjarna í Engey nutu á sínum tíma mikils álits og á „Den skandinav- iske Fiskeriudstilling“ í Þránd- heimi 1908 hlaut bátur smíðaður af honum verðlaunapening úr silfri. — Verðlaunaskjalið hangir nú á veggnum rétt hjá bátnum. Innan við „Engeyarbátinn1 stend- ur á stalli til vinstri líkan af þil- skipi, kútter, eins og þeir gerðust um aldamótin. Líkanið er eftir Þor- stein Jónsson í Hafnarfirði. Við hliðina á því til hægri er líkan af vélbátnum „Súlan“, úr Vestmann- eyum, smíðaður um 1930, og á sama stalli lítið líkan, sem sýnir togar- ann „Leif heppna“, er smíðaður var 1920. En innst á vesturvegg er sýndur togarinn „Baldur“, smíðað- ur 1911. Við gaflinn, sitt hvoru megin dyranna inn í „Skemmuna“, standa á stöllum tveir nýsköpunar- togarar, „Hallveig Fróðadóttir“ til vinstri og „Ingólfur Arnarson" til hægri; eru þeir eign Bæarútgerðar Reykjavíkur. Fremst í horninu við austurvegg eru sýnd sjóklæði á „gínu“, skinn- stakkur, brók með sjóskóm og sjó- hattur. Á skáhillu á veggnum þar inn af eru ýms smááhöld eins og leggjatangir, sem notaðar voru til að draga út nálarnar við skinn- klæðasaum, seilarnálar, flestar úr hvalbeini, en einnig úr eik, kopar og járni, en þær voru hafðar til að þræða fisk á seil til að draga í land, er létta þurfti bátinn, sundmaga- nálar, netariðlar og netnálar, fiska- hnífar, skeljahnífur til að opna með skeljar og skera skelfisk í beitu,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.