Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 26.09.1954, Qupperneq 2

Lesbók Morgunblaðsins - 26.09.1954, Qupperneq 2
598 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS En hann náði sér brátt aftur og eftir nokkra stund kvað hann sér líða mikið betur og sér væri að létta. Lá hann svo enn í rúminu alllanga hríð. Þá tók prestur sér fyrir hendur að raka hann og ætl- aði þó að ganga illa, því að sýslu- maður skalf og nötraði og einkum var skjálfti í kinnunum. Sagði séra Ólafur svo frá síðar að sér hefði virst hann fárveikur og með ofsa- legan hita. Um það bil er rakstrinum var lokið, kom þar Jóhann próíastur Þórðarson á Laugardælum, sem talinn var einhver merkasti klerk- ur á íslandi á sinni tíð. Settist hann inn í svefnhús sýslumanns og voru þeir þrír lengi að rabba saman. Virtist þeim sýslumaður tala af fullri rænu, þótt hann væri sýni- lega mjög veikur. Upp úr hádegi klæddi hann sig svo, og var á ferli eftir það.. Upp úr nóni var borinn fram miðdegisverður og bauð sýslumað- ur gestum sínum að matast með sér og einnig Jóni Gíslasyni, bróð- ur séra Ólafs, sem hafði verið hjá honum síðan um miðjan júní. Settust þeir síðan að borðum, en í því kemur Jón Ólafsson, skrifari sýslumanns og segir honum að Páll Hákonarson í Vetleifsholti sé kom- inn og vilji fá að tala við hann. Sýslumaður reis þá frá borðum, en bað gesti sína að matast þótt hann þyrfti að hverfa frá. Gekk hann síðan út til Páls og bauð hon- um með sér inn í vestari skemmuna þar á hlaðinu. Þangað kom einnig Jón Ólafsson, því að hann þóttist vita erindi Páls, að hann mundi kominn til að sækja afrit af skjali, sem var í Jóns vörzlu. Reyndist það rétt og bað sýslumaður Jón að ná í skjalið. Þegar hann kom aftur út í skemmu, bað Páll hann að skrifa fyrir sig yfirlýsingu um að hann hefði móttekið þetta skjal og skrifaði síðan irndir, en sýslu- maður stakk yfirlýsingunni innan í bók, sem Jón var með, og bað hann svo að hverfa aftur til vinnu sinnar. Þegar Jón var farinn, helti sýslu- maður á staup fyrir þá Pál, en dreypti naumast í vínið sjálfur, enda sagði Páll að hönd hans hefði skolfið svo mikið, að hann hefði vart mátt halda á glasinu. Síðan bað sýslumaður Pál að afsaka að hann mætti ekki tefja lengur hjá honum, því að gestir biði sín inni. Gekk Páll þá til hesta sinna, en sýslumaður fylgdi honum fram á hlaðið og bað hann að bera lög- manni kveðju sína, því að Páll ætlaði að ríða til Alþingis. Skildu þeir að þvi búnu. NÚ ER að segja frá þeim, er inni sátu, að þeir höfðu lokið máltíð- inni, en ekki kom sýslumaður. Tók þeim þá að lengja eftir honum og einkum virðist svo sem Jóni Gísla- syni hafi ekki verið rótt. Gekk hann þá fram og spurði einhvern sem hann hitti, hvar sýslumaður mundi vera. Var honum svarað því, að hann væri úti í skemmu. Þangað fór Jón, en er hann kom að skemmudyrunum, voru þær lokaðar. Hefir Jón þá farið að gruna margt, því að hann hljóp upp í húsagarð að leita sýslumanns, og er hann var ekki þar, hljóp hann fram á brekkuna fyrir vestan bæinn og svo þar norður með, en sá hvergi sýslumann. Voru þá og fleiri komnir í leitina. Fyrir vestan túnið í Langholti var djúpur brunnur, þar sem kon- ur þvoðu þvott og ull var þvegin. Brunnur þessi var nú barmafullur af vatni og óx gras út í hann allt um kring. Þangað hljóp Jón Gíslason og sá hann þá að húfa sýslumanns flaut ofan á brunninum. Hann náði í hana og fleygði henni upp á bakkann, en hljóp svo heim á leið til þess að ná í eitthvert áhald að kanna brunninn. Voru þá prest- arnir komnir út og sagði hann þeim hvers hann hefði orðið áskynja og bað þá og fleiri menn að koma með sér. Greip hann svo hrífu og hljóp með út að brunninum aftur. En þegar prestarnir komu þar, þekktu þeir húfu sýslumanns, að það var sú sama er hann hafði haft á höfði fyrir stundu. Jón Gíslason rak nú hrífuna að hausnum niður í brunninn, en hann var svo djúpur að ekki fannst botn. Lagðist Jón þá niður á brunn- barminn og teygði sig svo, að hann fór með handlegginn á kaf ofan í vatnið á eftir hrífuskaftinu. Fann hann þá eitthvað fyrir og sneri hrífunni sitt á hvað þar til hún fest- ist. Dró hann síðan hrífuna að sér hægt og með gætni og kom þar seinast upp lík sýslumanns. Höfðu hrífutindarnir flækst í hári hans svo að það hélt. Lík sýslumanns var nú dregið upp úr brunninum og síðan bor- ið heim í skemmu og lagt þar til. Að því búnu kom þeim prestunum saman um að safna í eina hirslu öllum þeim skjölum sýslumanns, sem voru í bæardyraloftinu og í vestari skemmunni, og einnig að láta bera í vestari skemmuna allt lauslegt, sem ekki þurfti áð nota daglega. Að því búnu læstu þeir skemmunni og innsigluðu lykilinn. Gerðu þeir þetta til þess að ekkert skyldi fargast. Síðan fór hver sína leið. GRÍMUR sýslumaður var ekki nema rúmlega þrítugur er ævi hans lauk með þessum sviplega hætti. Eins og áður er sagt var hann ó- kvæntur og barnlaus. Foreldrar hans munu hafa verið látnir og áttu því eigur hans að bera undir út- arfa. Segir í Hrafnagilsannál, að hann hafi fengið kirkjuleg vegna fátæks erfingja, en ekki nefnt hver sá erfingi hefur verið. Á skjölum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.