Lesbók Morgunblaðsins - 26.09.1954, Page 3
EESBÖK MORGUNBLAÐSINS
599
má þó sjá, að aðalerfinginn hefur
verið föðursystir hans, Elín Gísla-
dóttir, sem þá átti heima á Stóra
Núpi, aldurhnigin og farin að
heilsu. Er þess sérstaklega getið í
skiftagerð, að hún hafi gert sig á-
nægða með ráðstöfun á sérstakri
eign búsins, en aðrir erfingjar ekki
til nefndir þar.
En að sýslumanni látnum, sett-
ist ráðsmaður hans, Gísli Gíslason
í búið. Taldi hann sig erfingja
sýslumanns, eða að minnsta kosti
umboðsmann erfingja. Lét hann
gera útför sýslumanns virðulega
og með miklum kostnaði og er ekki
að sjá að nein fyrirstaða hafi verið
á því að hann fengi kirkjuleg, því
Jóhann prófastur sagði seinna að
Gísli hefði afhent sér silfurbikar
og tvo ríkisdali, sem hann hafi tal-
ið vera fyrir legkaup og líkprédik-
un. Ýmislegt annað hafði Gísli
einnig greitt úr búinu, svo sem
kaup þjónustufólks og fleira. Hef-
ur hann sýnilega ætlað sér að jafna
alla reikninga búsins sjálfur. En þá
kom stryk í reikninginn hjá hon-
um.
NIELS KJÆR varalögmaður
var nú settur sýslumaður í Árnes-
sýslu og á Alþingi þetta sumar gaf
Niels Fuhrmann amtmaður hon-
um fyrirskipan um að hefja rann-
sókn út af dauðdaga Gríms sýslu-
manns, yfirheyra heimafólk hans
og þá gesti er hjá honum höfðu
verið er fráfall hans bar að hönd-
um og fá að vita hvað hæft væri í
því að hann hefði af ásettu ráði
steypt sér í brunninn. Jafnframt
var Þórði Þórðarsyni Skálholts-
ráðsmanni falið að stefna vitnum
og koma fram fyrir hönd hins op-
inbera.
Var svo ákveðið að þingað skyldi
í málinu á Langholti hinn 18. ágúst.
Þá var versta veður, stórrigning og
hvassviðri, og komu þeir Niels
Kjær og fylgdarmenn hans svo
hraktir þangað og illa til reika, að
ekki treystist lögmaður til þess að
halda þingið, heldur frestaði því
til næsta dags.
Þá lagði Þórður Þórðarson fram
stefnu til Gísla Gíslasonar, til þess
„að auglýsa undir þinn svarinn
eið, hvað þú veizt burtfengið og
fargað var af sterfbúinu, hvort
heldur það sjálfur gert hefur, eða
aðrir, og hverjum það fengið hefur
verið, og með hvaða heimild þú
hefur tekið að þér að afhenda
nokkuð eða farga fyrir utan yfir-
valdanna tilhlutan.“
Rúmri viku áður hafði hinn setti
sýslumaður skrifað upp búið í
Langholti. Þá var Gísli veikur og
svaraði engu þó á hann væri yrt
og fengust því engar upplýsingar
hjá honum um hvað hann hefði af
hendi látið. Og vegna þess að
heimilið var þá forstöðulaust, skip-
aði Kjær bónda þar úr sveitinni.
Eirík Helgason, umsjónarmann
búsins í Langholti „til að hafa um-
sjá með kviku og dauðu, sem og
því innsiglað er. Svo og tilsegist
ráðskonunni, Margrétu Ófeigs-
dóttur, að útdeila matinn skikkan-
lega og forsvaranlega til þjónustu-
fólksins, svo það hafi ei orsök að
klaga, en ekkert ónauðsynlega
fargast láta“. Enn fremur fyrir-
bauð hann „í kröftugasta máta ein-
um og sérhverjum, hverju nafni
sem heitir, hér af að farga eða úti-
láta til nokkurs manns, að frátekn-
um ráðsmanninum og ráðskon-
unni, sem hafa leyfi mat og drykk
til nauðsynlegrar forsorgunar
þjónustufólksins út deila og rigt-
ugan reikning af standa nær
heimtað verður“. Með þessu voru
öll ráð tekin af Gísla og skotið loku
fyrir að hann gæti ráðsmennskast
þar framar.
Síðan voru fengnir til virðingar-
menn að virða búið og nam virð-
ingin alls 184 hundruðum og 44*/2
alin á landsvísu. Var þar talið með
allt er Gísli hafði ráðstafað. Meðal
eigna Gríms var jörðin Fjall í Ölf-
usi, sem talin var 30 hndr. að dýr-
leika, en var þá í eyði. Tvær hjá-
leigur hennar, Laugarbakkar og
Hellir, voru byggðar, en þriðja
hjáleigan, Fossnes, í eyði. Líklega
hefur Grímur verið talinn bóka-
maður á þeirri öld, því að hann
átti milli 50 og 60 bindi af bókum.
Og það er athyglisvert, að þar eru
fáar guðsorðabækur, sem þá var
tíðust Bokaeign íslendinga. Hann
átti margar góðar bækur, svo sem
Njáls sögu, Eddu (gamla útgáfu á
3 tungumálum), Landnámu, Ólafs
sögu Tryggvasonar, Ólafs sögu
helga, Magnúsar sögu góða, Lög-
bók íslands, Alþingisbækur frá
1695, gamla vísnabók, sögubók og
mesta fjölda af rímum í 8 bindum.
Er getið um Hervararrímur, Bósa-
rímur, Geirharðsrímur, Rollants-
rímur, Þjófarímur, rímur af Kára
Kárasyni o. fl.
Á þinginu í Langholti var svo
ákveðið, að Gísli skyldi skila aftur
öllu því, er hann hafði fargað, eða
standa skil á andvirði þess.
Skuldir búsins voru nokkrar og
meðal annars lagði Þórður Þórðar-
son fram 900 rdl. kröfu í búið, því
að það væri konungs peningar er
Grímur hefði fengið greidda vegna
skipverja á „Giötheborg11, en eigi
gert nein skil fyrir. Úr því mun þó
sennilega hafa raknað, þegar farið
var að athuga skjöl Gríms, því að
eflaust hafa þar verið skjöl er
sýndu, hvernig hann hafði ráðstaf-
að þeim peningum. Aftur á móti
kom það fram í skjölum búsins, að
Grímur taldi til skuldar hjá fjölda
manna víðs vegar. Var verið að
basla við það í nokkur ár að inn-
heimta þessar skuldir, en gekk illa,
því að margir skuldunautar voru
dauðir, sumir fundust ekki þótt
eftir væri leitað, eða voru fluttir í
önnur héruð. Mátti því með sanni