Lesbók Morgunblaðsins - 26.09.1954, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 26.09.1954, Side 4
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS r 600 segja að Halfdanarheimtur yrði á því fé. \*r\ ÞAÐ KOM glögglega fram við vitnaleiðslur, að Grímur sýslumað- ur hafði verið veikur um skeið, bæði líkamlega og andlega ,og mátti óhikað teljast sálsjúkur eða með óráði. Þykir rétt að birta hér nokkrar frásagnir um það. [ Vinrrumenn sýslumanns báru það, að eitt sinn um nótt, eða mjög snemma morguns, hefði þeir fund- ið hann berfættan úti í mýri norð- an tdð bæinn. Var hann þar með svartan poka og í pokanum færi, kút með frönsku brennivíni og á- tekinn sykurtopp. Sögðust þeir hafa orðið að draga hann heim. Jóii Gíslason, fyrrum skrifari hans,; Sagði svo frá: „14. júní kom ég að Langholti og virtist þá sýslu- maður hljóðari en fyrrum .Nokkr- um dögum seinna var mér sagt að hann hefði dottið á hlaðinu og m'eitt sig f andliti, og batt ég um meiðslin. (Páll Hákonarson sagði að hánn hefði verið með svartan silkiklút bundinn um höfuðið þeg- ar hann átti tal við hann seinast). Sótti hann yfrið mikill svefn og máttleýsi’ svo einu sinni sofnaði hanrt átándandi við stofutóftar- kampinn yestari, hvaðan ég bar hann að vesturskemmu dyrunum og studdi hann svo hann ei skyldi falla meðán ég lauk upp skemm- unni og studdi hann inn í hana. Ekki minnist ég að hann talaði neitt eða gerði af óviti. Bað hann andagtuglega guð sér til hjálpar. / •• Tvö níorgná sérdeilis fyrir sitt and- lát kvartaði hamn um höfuðþyngsli og á sunnudaginn (4. júlí) sagði Elín Gísladóttir að hann hefði kvartað um takverk." Jóhann prófastur skýrði svo frá: „Hinn 2. júlí kom ég hér að Lang- holti eftir messu í Oddgeirshólum. Gekk hann þá á móti mér fram í skemmudyrnar og settumst við báðir niður og kveiktum í pípum okkar. Og er hann hafði tekið fáa reyki, hné hann hastarlega fram, að mér virtist af svefni og van- megni. Var hann þá tekinn og lagð- ur upp á kistu. Svaf hann þar góð- an tíma þar til hann vaknaði sjálf- ur. Gekk hann þá fram í dyrnar ó- studdur og skrifaði undir bréf, sem Jón Ólafsson þjónn hans afhenti honum. Settist síðan aftur á kist-> una, kveikti í tóbakspípu, og sem hann hafði tekið fáa reyki, hné hann hastarlega áfram eins og fyrr, og held ég að hann hefði í bæði skiftin fallið á höfuðið, ef hann hefði ekki verið studdur. Kallaði ég þá á Jón Ólafsson þjón hans, og reið síðan burt. Ekki gat ég séð að hann væri þvingaður af áfengum drykk í það sinn.“ Jón Ólafsson sagði að daginn eft- ir að séra Jóhann kom þar og sýslumaður féll í yfirlið af reyk- ingum, hafi hann farið úr rúm- inu fyrir miðjan morgun á nær- klæðum einum. Hélt Jón að hann ætlaði að segja sér fyrir verkum, en svo var ekki, heldur gekk hann inn aftur og lagðist í rúmið og tók að reykja. Tók Jón þá eftir því að hann skalf svo ákaflega að trautt mundi hann geta haldist kyr í rúminu. Þetta sá Margrét ráðskona einnig. Þegar hann lagði pípuna frá sér, tók hann bænabók Þórðar Bárðarsönar (hinar svokölluðu Þórðarbænir, prentaðar 1693) og las í heyranda hljóði nokkrar bæn- ir auðmjúklega og seinna um dag- inn bað hann lesa guðs orð yfir sér. ■*' ■ Páll Hákonarson sagði að hann hefði kvartað við sig, rétt áður en hann steypti sér í brunninn, að hann hefði verið veikur um hríð og væri veikur enn. Hann hefði tal- að mikið hægar en hann var van- ur og verið rjóðari í framan en ella. MÁLI ÞESSU lauk með dómi, sem Niels Kjær og 8 meðdóms- menn kváðu upp í Hraungerði í Flóa hinn 29. apríl 1724. í forsend- um þess dóms segir m. a. á þessa leið: „Með því að það er sannað með framburði vitna, að Grímur Magn- ússon hafi verið með fullu viti og rænu allt til þeirrar sömu stund- ar, er hann dauður fannst í brunn- inum, skammt fyrir vestan bæinn í Langholti, — og það líka er sann- að, að hann hefur fundist í mýr- inni fyrir norðan bæinn einn morg- un snemma, berfættur, hafandi með sér svartan poka, hvar í var kútur með frönsku brennivíni á, sykurtoppur skertur og mikið af nýju færi, hvað inngefur stóran misþanka að hann hafi ásetning til haft það sama að gera sem síðar fram kom — fáum vér eigi annað séð, en hann hafi með ásettu ráði sjálfur ofan í brunninn farið og sér týnt.“ Svo kemur dómurinn og þá sést til hvers öll þessi rekistefna hefur verið gerð: „Þess vegna skal hans eftirlátið fast og laust góss vera halft heim- fallið kóngi, en halft réttinum og löglegum erfingjum, þegar fyrst eru aftalnar allar sannar og lögleg- ar skuldir, og þá skift því er af- gangs verður. Skal Kgl. Maj. upp- bera fyrirfram annað eins mikið af því góssi, sem Gísli Gíslason í erf- ingja nafni hefur ólöglega útsóað og spanderað upp á það stóra be- gravelse og útför, svo vel sem ann- að ónauðsynlegt, sem ei vera bar.“ Síðan fara fram skifti. Öllum lausafjármunum er skift í tvo jafna hluta samkvæmt virðingu og kom í konungshlut af því 36 hndr. 86 al., en í erfingja hlut 36 hndr. 90% al. Af útistandandi skuldum og verðbréfum varð konungshlut- ur 12 hndr. 17% al., en erfingja hlutur 12 hndr. % alin.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.