Lesbók Morgunblaðsins - 26.09.1954, Side 6
60-
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
vali. Áherzla var lögð á notkun
táknmynda og nákvæmni í lýsingu
hvers smáatriðis, og allt hljómfag-
urt og áferðarfallegt útflúr for-
dæmt. Og loks var kveðið svo á,
að samþjöppun (concentration)
væri kjarni ljóðagerðar.
Þessi stefnuskrá kann að virðast
barnaleg nú, því að flestir þættir
hennar hafa einkennt ljóðlistina
frá ómunatíð, en sögulega séð hafði
hún sitt ótvíræða gildi sem sókn-
arskjal gegn því hálfkáki og hé-
gómatildri, sem þá tíðkaðist í
enskri ljóðlist. Pound var helzti
baráttumaður hreyfingarinnar í
bvrjun, og við hlið hans stóð ame-
ríska skáldkonan Amy Lowell, sem
var eins konar auglýsingastjóri eða
erindreki.
Flest þau skáld, sem aðhylltust
hina „nýu“ kenning, voru trú
stefnuskránni í byrjun, og hér kom
fram algerlega ný ljóðlist, sam-
þjöppuð, einföld, skýr og mynd-
ræn, undir sterkum áhrifum frá
kínverskri og . japanskri ljóðlist,
sem um þessar mundir var fyrst
þýdd til nokkurra muna. Hér var
bæði styrkur og veikleiki hreyf-
ingarinnar. í austurlenzkum kveð-
skap eru táknmyndirnar mikið til
hefðbundnar, líkt og íslenzkar
kenningar til forna, og ljóðið verð-
ur því skiljanlegt hverjum þeim,
sem hefur lykilinn að þessu skáld-
máli. í vestri var engu slíku til að
dreifa, og þegar skáldið dró upp
táknmyndir sínar, voru þær oft
svo persónulegar, að lesandinn var
engu nær um það, sem skáldið
hafði í huga.
Annar veikleiki og örlagaríkari
var sú skoðun sumra hinna yngri
skálda, að Ijóð þyrfti ekki að hafa
neina ákveðna meiningu fram yfir
lýsinguna, sem það gaf. Með öðr-
um orðum, táknmyndirnar urðu
aðeins myndir án nokkurrar skáld-
legrar túlkunar. — Þessir menn
frömdu þá skyssu að gera ljóðlist-
ina að málarálist, líkt og sum
frönsk skáld 19. aldarinnar vildu
gera hana að tónlist. Þessi stefna,
sem kalla mætti myndvilluna, skar
ljóðagerð þrengri stakk en við yrðí
unað, en margir áhangendur henn-
ar hafa haldið áfram í sama dúr
fram á okkar daga, og er þeirra
kunnastur ameríski læknirinn
William Carlos Williams, og fer
hér á eftir sýnishorn af einni
,,mynd“ hans, sem nefnd er „The
Red Wheelbarrow":
so much depends
upon
WW"
a red wheel
barrow
glazed with rain
water
beside the white
chickens
Önnur stefna, skyld þessari, lagði
áherzlu á útlit ljóðsins á pappírn-
um, þannig að orðunum var „rað-
að“ á ákveðinn hátt, svo að úr vai ð
„mynd“ á pappírnum, sem eftir at-
vikum var háð eða óháð sjálfu efni
ljóðsins. Hér var sú kenning, að
sum ljóð höfðuðu til heyrnar hlust-
andans og önnur til sjónar lesand-
ans. Skemmtilegasti iðkandi þessa
fyrirbæris var ameríska skáldið
E. E. Cummings, sem jafnframt
var málari. Hér er ein „prentvilla“
hans:
SUNSET
stinging
gold swarms
upon the spires
silver
chants the litanies the
great bells are ringing with rose
the lewd fat bells
and a tall
wind
is dragging
the
sea
witH
JVfT---- 'T~' ‘ TL 4PT8WITJ
dream
— s 1-1
Það má segja, að hér færi hin
nýa hreyfing út í öfgar, enda dró
brátt til sundrungar innan fylk-
inga hennar, og þeir menn, sem
lengra sáu, yfirgáfu yfirlýsta stefnu
og heldu eigin leiðir. Þeim var ljóst,
að því aðeins yrði nútímaljóðlist
örugglega grundvölluð, að hún
væri tengd fortíðinni traustum
böndum og enginn einn þáttur ljóð-
sköpunar ræktur á kostnað ann-
arra. Meðal þessara voru bæði
Pound og Eliot, þótt hinn síðar-
nefndi væri aldrei opinber áhang-
andi hreyfingarinnar.
Þar fyrir var þessi hreyfing ó-
metanleg enskri ljóðlist að svo
miklu leyti, sem hún vakti menn
til nýs skilnings á mikilvægi nýrra
forma, nýrra táknmynda, nýrrar
hrynjandi. En þverstæðan, sem
mörgum þeirra yfirsást, er, að ný-
sköpun er kjarnbezt og happa-
drýgst, þegar orkan í hana er sótt
til þeirra meistara fyrri tíma, sem
sjálfir voru nýskapendur. Að halda
fram á við, en horfa um leið til
baka, er frumskilyrði þroska og
þróunar.
Ung hjón, sem alin voru upp í borg,
keyptu sér jörð og fóru að búa. Unga
konan var mjög gefin fyrir garðrækt
og hún var sannarlega stolt af því
hve vel tókst með gróðursetningu og
annað. Einu sinni kom vinkona hennar
að heimsækja hana, og þá var sjálf-
sagt að sýna henni garðinn. Gesturinn
dáðist mjög að blómunum, en svo sá
hann á einhverjum stað græna skúfa
og spurði hvað þetta væri. Unga kon-
an sagði að það væri hreðkur.
— Það er skrítið að þú skulir hafa
sáð mörgum saman. Venjulegast er
þeim sáð í raðir.
— Er það satt? Þær eru þó alltaf í
knippum í verslununum.
i