Lesbók Morgunblaðsins - 26.09.1954, Qupperneq 8
604
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Þorgr. Halldórsson:
Á INDlÁNAÞINGI
Tvær Indíánaprinsessur
af Delaware og Otoi
þjóðflokkunum, Þær eru
fagrar með hrafnsvart
hár og tindrandi augu..
■pLESTIR ungir drengir hafa gam-
* an af Indíánasögum eða að
minnsta kosti var svo um mig. I
æsku las ég hverja þá Indíánasögu
er ég komst yfir og þeysti um enda-
lausar slétturnar í draumum mín-
um með tryggan Indíána sem fylgi-
svein og mörg voru ævintýrin sem
við lentum í, barátta við óvinveitta
flokka, vísundaveiðar og eltinga-
leikar við villt hrossastóð, en það
var ekki fyrr en seinna að ég fór
að sjá undurfagrar prinsessur með
hrafnsvart hár og tindrandi augu.
MEÐAL INDÍÁNA
En aldrei óraði mig fyrir því að
ég ætti eftir að sitja þing reglu-
legra Indíána, horfa á stríðsdansa,
hlýða á söngva þeirra í kringum
eldinn og gefa prinsessunum hýrt
aug€h~Bn nú er ég staddur á þingi
þessara þjóðflokka sem ekki fyrir
löngu börðust hetjulega vonlausri
baráttu gegn tækni hvítu mann-
anna.
Indíánaþingið í Anadarko er
mikill viðburður meðal hinna ýmsu
þjóðflokka, sem byggja sléttur
Vestur-ríkjanna og er það einu
sinni á ári að þeir koma hér saman,
minnast frægðar forfeðra sinna,
klæðast fornum skartklæðum,
dansa stríðsdansa og haga sér að
flesto eins og forfeður þeirra, nema
hvað þeir láta höfuðleður okkar
fölvanganna í friði. Hér eru sam-
ankomnar þúsundir Indíána víðs-
vegar að og hafa reist tjaldborgir
sínar í kring um þingstaðinn og
eru þeir af mörgum þjóðflokkum
svo sem Delaware, Cherokee, Sem-
inole, Apache og Kiowa, svo nokkr-
ir séu nefndir.
Þegar ég horfi á gömlu höfðingj-
ana rétta friðarpípuna á milli sín
hverfur hugurinn aftur í tímann
og svipmyndir úr sögu þeirra koma
fram í hugann.
Margt er orðið hér breytt síðan
þeir riðu um slétturnar og veiddu
vísunda með bogum og örvum og
stóð af villtum hestum þeystu um,
frjáls eins og fuglarnir sem svifu
yfir höfðum þeirra.
Fyrstu kynni þeirra af „menn-
ingunni“ er hvítir menn komu og
rændu frá þeim landsvæðum og
drápu niður veiði þeirra með eld-
spúandi hólkum. Skrokkar vísund-
anna lágu sem hráviði um slétturn-
ar, því þúsundir þeirra voru
drepnar daglega af tómri drápfýsn,
sem kölluð var íþrótt, og gekk
þetta þannig til þar til vísundum
var nærri gjöreytt.
Síðan innbyrðis bardagar jafn-
framt baráttu við fölvangana, sem
oftast báru sigur úr býtum þrátt
fyrir hetjulega baráttu Indíánanna
með sínum frumstæðu vopnum.
Svo flæmdir úr heimkynnum sín-
um inn á ókunn landsvæði þar sem
lítil var veiði og léleg. Og barátta
þeirra til hins síðasta unz þeir urðu
loks að semja frið eftir að höfðingi
þeirra Sitting Bull hafði verið tek-