Lesbók Morgunblaðsins - 26.09.1954, Síða 10
606
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
biður til hins Mikla Anda og biður
eld sólarinnar að gefa sér kraft, líf
og heilsu. Hann kallar sólina föður.
Hvíslandi vindkviðumar bera orð
hans til skýanna, hann rýnir í dýpt
stiarnanna, horfir á flóð skýanna
’ h-'n-n Mikli Andi flytur honum
msð þrumum og eld-
ingum og fullvissar hann um að
fórnir hans og föstiu: færi honum
og fjölskyldu hans blessun.
Þegar haustar og uppskerutím-
inn nálgast hefur mönnum löngum
fundizt þörf að færa guðum sínum
þakkir fyxir þann ávöxt sem jörðin
hefur gefið af sér, og dansar þessir
og söngvar túlka þakklæti Indíán-
anna til hins Mikla Anda sem
stjórnar forlögum allra manna. —
Indíánamir minnast ekki á hvort
uppskeran hefur verið mikil eða
rýr, en flytja af auðmjúku hjarta
þakkir sínar fyrir það sem þeim
hefur hlotnazt.
STRÍÐSFERÐIR
Indíánarnir hafa löngum lifað
hættulegu lífi bæði í veiðiferðum
sínum og hernaði. Þeir hafa stríðs-
stjörnu á himni og þegar hún hefur
vissa afstöðu til annarra stjarna,
hefur galdramaðurinn upp rödd
sína og telur tíma heppilegan til
að hefja stríð. Ef hernaður er
ákveðinn þá dansa þeir stríðsdansa
sína og hvetja hermennirnir hver
annan til dáða og meyarnar gefa
hinum ungu hermönnum fögur
fyrirheit ef þeir verði sigursælir.
Fyrir komu hvítra manna var
lítið um herferðir meðal Indíán-
anna, enda var ekkert tilefni til
stríðs. Smáskærur áttu sér stað, en
flestar þeirra má rekja til rána
kvenna eða hesta, eða þá að ætt-
flokkur hóf veiðar á landsvæði
annars, en skærur þessar geta varla
talizt til hernaðar.
Landið var svo stórt og löng leið
milli ættflokka að lítið samband
var á milli þeirra og er til átaka
kom var ekki mikið um manndráp
því góður skjöldur gat stöðvað ör
með steinoddi og í návígi var notazt
við öxi eða spjót. Öðru hvoru skipu
-lögðu þó höfðingjarnir herflokka
sem réðust inn í lönd annarra
flokka, ekki þó til að eyða þeim
eða til landvinninga, heldur til að
ræna frá þeim hestum eða kven-
fólki. Þetta hefur verið kallað rán,
en frá þeirra sjónarmiði var hér um
hetjudáð að ræða.
1 stað þess að gefa hraustum her-
mönnum heiðursmerki eins og hvít-
ir menn gerðu, var sú regla meðal
sléttu-Indíánanna að skreyta hetj-
ur sínar arnarfjöðrum. Hvernig
þær voru skornar og litaðar eða
bornar, allt hafði sína merkingu.
Æðsti höfðinginn hafði höfuð-
skraut úr fjöðrum sem myndaði
hring um höfuðið og niður á bak,
en aðrir höfðingjar aðeins fjaðra-
hring um höfuðið, en hermenn arn-
arfjaðrir í hári eftir því hve mikl-
ar hetjudáðir hver um sig hafði
unnið.
Siður sá að flá höfuðleður af
föllnum óvinum var með mjög
margvíslegum hætti hér á sléttun-
um. Sums staðar var það gert af
trúarlegum ástæðum og voru höf-
uðleðrin notuð við trúarathafnir
eftir bardaga, og áttu að vera nokk-
urs konar fórn til hins Mikla Anda,
en eftir að þau höfðu gegnt sínu
hlutverki var þeim fleygt. Aðrir
skreyttu höfuðleðrin með marglit-
um böndum og hengdu þau við
belti sér sem merki um sigra og
enn aðrir skreyttu húsakynni sín
með þeim, og þótti það mikil hús-
prýði.
Var það talin mikil hetjudáð að
flá höfuðleður óvinar og sérstak-
lega ef það var gert að honum lif-
andi. Ekki hafði það þó alltaf í för
með sér dauða og var föngum oft
sleppt eftir að höfuðleðrið hafði
verið fláð af þeim. Lítið mun hafa
verið um þann sið hérna að safna
höfðum óvinanna þótt það muni
hafa verið algengur siður meðal
þeirra þjóðflokka er norðar bjuggu.
EINKENNILEGUR
SJÓNLEIKUR
Lokaþáttur þingsins var eftirlík-
ing af hinum mikla friðarfundi, og
hins mesta sem haldinn hefur verið
á bandarískri jörð, en hann var
haldinn í „dal hins litla Stóra
Horns“ í Montana.
Höfðingi tekur til máls og mælir
eitthvað á þessa leið:
„Ég mun senda hlaupara mína
til heimkynna Svartfóta sem búa
langt í norðri.
Ég mun senda þá til bústaða
Apache í suðrinu.
Ég mun senda þá til austurs
til tjaldbúða Sioux stríðsmann-
anna sem við höfum háð marg-
an grimman bardaga við.
Ég mun einnig senda þá til
vesturs þar sem fjöllin geyma
Cayuse og Umatillas.
Þá mun ég og láta sendiboða
mína senda reykmerki frá öll-
um hæstu sjónarhólum og kalla
saman höfðingja allra þjóð-
flokka, svo við megum hittast
hér eins og bræður og vinir á
þessu síðasta þingi, svo við meg-
um neyta brauðs okkar og kets
saman, reykja friðarpípuna og
lifa í friði í framtíðinni í landi
því sem okkar Mikli Andi gaf
okkur.“
Síðan eru sendiboðar sendir í
allar höfuðáttir og reykmerki bera
við himinn. Þá mæta höfðingjar til
þings hver í sínum viðhafnarbún-
ingi sem tilheyrði flokki þeirra.
Þeir koma frá dreifðum svæðum
og báru einkenni hver síns þjóð-
flokks og allir tala þeir mismun-
andi mállýzkur. Þeir eru ókunn-
ugir hver öðrum og hafa ekki hitzt
nema á vígvellinum, en nú eru þeir
samankomnir eins og bræður og
skýra hver öðrum frá sögum ætta