Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1955, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1955, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 113 neytið sendi inntökubeiðni mína til Konunglega leikhússins. Svar þess kom til Akureyrar snemma í ágúst. Var það á þá leið að ég yrði tekinn sem reglulegur nemandi í leikskóla Konunglega leikhússins í næstu 3 ár að undangengnu prófi. Nú var brautin mörkuð fyrir mér. Farareyrir minn til námsins var vitanlega af skornum skammti. Nú var ég kominn á góðan rekspöl, er átti að skila mér að markinu, fyrr eða seinna. Almenn skynsemi varð alveg að láta í lægra haldi fyrir efasemdum og vangaveltum þegar hið stóra áhugamál mitt var ann- arsvegar. Því almenn leikmennt- un var í boði. Ég seldi hús- gögn okkar hjónanna og kom öllum eigum mínum í verð, en næstu árin lifði ég á því sem ég á+ti handbært og á stvrkjum af skornum skammti, auk þess skrif- aði ég greinar í blöð og lék statista- hlutverk í Konunglega leikhúsinu. Þá var sem betur fer ódvrt að lifa í Kaupmannahöfn, 1000 króna styrkur var mikið búsílag. Við hjónin urðum vitaskuld að leitast við að lifa sparlega. Við leigðum stóra íbúð í Stormgötu og leigðum út af henni eitt herbergi og fyrir þá leigu gátum við borgað meginið af húsaleigunni. Veran á leikskól- anum reyndist mér hreinasta æfin- týri, svo mikla ánægju hafði ég af því að fást við hugðarefni mín á þeim árum. En þetta var mikil vinna. Við þurftum að byrja kl. 8y2 á morgnana og unnum til klukkan 2—3 e. h. á daginn. Svo vorum við venjulega við æfingarog á leiksýningum á kvöldin. En þeg- ar kennararnir gátu ekki komið því við að koma í tíma og á æfingar fyrri hluta dags, urðu kennslu- stundirnar að bíða þangað til eftir kvöldsýningar leikhússins. Að þeim loknum hófust kennslustundirnar til kl. 1 á nóttunni. Voru sporvagn- ar hættir að ganga um borgina og Haraldur Björnsson: Polonius í Hamlet þá fengum við nemendurnir bíla til heimferðarinnar. Þetta var geysilegt starf fyrir okkur og sérstaklega urðum við að nota tímann vel til að læra dönsk- una til fullnustu, einkum hljóð- fræðilega, því dönsku áherzlurnar eru svo vandasamar, ekki sízt fyr- ir okkur íslendinga. — En ég hafði unnið við verslun á Vesturbrú í nokkur ár og hélt ég kynni málið, en sú danska var ekki gjaldgeng á Kgl. leikhúsinu. Leikhússtjóri Konunglega leik- hússins fylgdist með starfi leik- skólans og þegar burtfararpróf var tekið frá skólanum réði hann þá leikara til leikhússins sem hann hafði mest álit á. Aðalkennarar mínir við leikskólann voru hinn víðfrægi Poul Reumert, Poul Nielsen er var reyndasti og fjöl- hæfasti leikstjóri Dana á þeim ár- um og Nic. Neiendafn. í'el ég að honum eigi ég mest að þakka af þeim mönnum, sem ég hafði við- skipti við á skólanum. Ög á leið minni yfirleitt á leiklistafbraut- inni. Hann gerði sér strax sérstakt far um að sinna okkur tveim Is-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.