Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1955, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1955, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 121 Rannsóknir undirdjúpanna MEÐ hinum nýu kafbátum, sem nefndir eru „bathyscaphe“, hefur opnazt ný leið til þess að kanna hin myrku djúp hafanna. Það var Piccard hinn belgiski sem fyrstur manna vogaði sér að kafa dýpra heldur en nokkurn maun hafði dreymt um að hægt væri að kafa. Hann kafaði í stálkúlu, sem hann hafði fundið upp sjálfur. Þessi stálkúla varð síðan fyrirmynd hinna nýu kafbáta, sem taka henni langt fram og geta farið miklu dýpra. í desembermánuði 1953 köfuðu tveir franskir liðsforingjar niður á 4000 feta dýpi í hinum svokallaða Toulon-ál í Miðjarðarhafi. Tilgang- ur fararinnar var ekki sá að vita hve hægt væri að komast djúpt á þessum nýu kafbátum, heldur til þess að rannsaka merkilegt fyrir- brigði, er menn höfðu víða orðið varir við, eftir að farið var að nota bergmálsdýptarmæla árið 1940. — Þetta fyrirbrigði var þannig, að þótt skip væri statt þar sem menn vissu að var regindýpi, þá náðu hljóðbylgjurnar ekki botni, heldur endurköstuðust úr 250 faðma dýpi. Það var engu líkara en að hljóð- bylgjurnar hefði rekizt á eitthvert þétt lag í sjónum. En þetta lag var ekki alltaf á sama dýpi. Það grynnk -aði á sér á nóttunni, en svo var eins og það sykki dýpra á daginn. Bretar kölluðu þetta lag „deep scattering layer“ og skammstöf- uðu það DSL, og er sú skammstöf- un nú komin inn í vísindamálið. Menn greindi mjög á um hvers konar þetta furðulega lag mundi vera. Sumir vísindamenn héldu að þetta stafaði af því að sjórinn væri mismunandi þéttur vegna hita- áikáááááááá ÞAR SEM HIÐ EILÍFA MYRKUR MORAR AF LÍFI &&&átikátákáiákdk breytinga í honum. Aðrir heldu því fram að þarna mundu vera torfur af einhverjum lifandi verum, rækj- um, kolkröbbum eða fiski, jafnvel að þetta væri þétt torfa af svifi. Dr. Edgerton hafði farið á hafrann- sóknaskipinu „Calypso“ um þvert og endilangt Miðjarðarhafið til þess að reyna að leysa þessa gátu. Hafði hann haft með sér ljósmyndavélar, sem hægt var að sökkva í sjó og tekið með þeim 10.000 ljósmyndir á því dýpi þar sem þetta furðulega lag var fyrir í sjónum. Á þessum myndum komu að vísu fram rækj- ur og marglyttur og einnig ara- grúi af lýsandi deplum. En mynd- irnar sönnuðu ekki neitt um það hvernig laginu mundi háttað. Það var ekki laust við að menn gerðu gys að hinum ungu mönn- um, og spurðu sem svo, hvað þeir byggist við að uppgötva í einni köfun, sem ekki væri hægt að sjá á 10.000 ljósmyndum. En þeir svör- uðu sem svo, að þrátt fyrir allt væri mannsaugað öruggara heldur en auga ljósmyndavélarinnar, því að menn gætu rennt augunum til, en það gæti Ijósmyndavélin ekki. Merkilegur árangur Þeir köfuðu svo í Toulon-álnum þar sem var 4050 feta dýpi, og er nú bezt að láta þá sjálfa segja frá ferðalaginu. — Við höfðum ákveðið að láta kafbátinn síga eins hægt niður og unnt væri. Sjórinn var fyrst fagur- blár og dökknaði er neðar dró, en Hinn nýi kafbátur (Bathyscaphe)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.