Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1955, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1955, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 117 Úr grasgarði á Norðurlöndum sem að sjálfsögðu þjóðin öll verður að standa að framgangi þess, bæði í nútíð og framtíð. Mín skoðun er sú, að Alþingi verði hreint og beint að setja löggjöf um framkvæmdir og rekstur þjóðargrasgarðs. Öðru- vísi verður ekki fenginn öruggur grundvöllur til uppbyggingar og þróunar þessa máls á komandi tím- um. í greinargerð J. R. um grasgarðs- málið telur hann annan stað en Reykjavík varla koma til greina, að athuguðum öllum aðstæðum, bæði með tilliti til ræktunar og notkunar garðsins fyrir skóla og vísindafólk, svo höfuðrökin séu nefnd. Það má segja, að fyrsta spor til framgangs málsins sé að bæjarráð Reykjavíkur, að fengnu áliti Sam- vinnuskipulagsnefndar ríkis og bæa, láti í té ákjósanlegt lands- svæði í þessu skyni, en síðan sam- einist yfirvöld ríkis og höfuðstað- arins um frekari framkvæmdir í samráði við áhugafélög og sérfróða menn á þessu sviði. Tilætlun mín með þessum fáu línum er að íhuga og vekja máls á hverjar eru þær kröfur sem þarf að uppfylla til þess að ná marki sem setja þarf með slíkri þjóðar- stofnun. Fyrsta atriðið er staðarval, eða Næst er þá að athuga hvar við höfum stað í bænum eða sem næst honum, sem uppfyllir að mestu eða öllu þær kröfur er hér hafa verið nefndar. Að áliti nefndar þeirrar, er lagt hefur erindi um málið fyrir bæar- ráð, samkvæmt ákvörðun aðalfund- ar Garðyrkjufélags íslands, þá eru garðstæðið, og hverjir staðhættir þurfi að vera. 1. Landið þarf að hafa skilyrði til þess að þar sé ræktaður mjög fjölbreytilegur gróður. 2. Landið verður að liggja vel við sól, vera skjólgott og hæð- ótt, að minnsta kosti að nokkru leyti. 3. Aðstaða sé góð með bæði heitt og kalt vatn. 4. Landið liggi vel við umferð, en sé samt ekki inni í aðal- umferð. 5. Útsýni sé fagurt og aðstaða til skyldrar starfsemi sé fyrir hendi í nágrenninu, t. d. dýra- garðs og fiskiræktar. Úr grasgaröi á Norðurlöndum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.