Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1955, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1955, Blaðsíða 16
124 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS LEIKFÉLAGAR — Beztu leikfélagar barnanna eru liúsdýrin. Þau eru eigi að- eins skemmtilegustu leikfclagarnir, lieldur hafa þau scrstök og lieillarik áhrif á börnin, áhrif, er menn eru nú fyrst óljóst farnir að meta. Börn, sem alast upp í kaupstöðum og borgum og umgangast ekki dýrin, fara því mikils á mis. tlr þessu er baett með dýragörðum og sérstakiega hafa Bretar lagt mikla á- herzlu á að börn fengi að kynnast dýrunum í dýragörðum sínum. f grein E. B. Malmquist hér í blaðinu er bent á, að æskilegt sé að vísir að dýragarði sé í sambandi við fyrirhugaðan grasgarð hér í Reykjavík og er það ágæt liugmynd. (Ljósm. Ól. K. Magnússon). BRIDGE A K 4 2 V K 7 5 ♦ K 10 * Á K G 6 2 A G 10 9 8 6 V D 10 3 ♦ 643 + 5 4 AÁD3 V Á 9 2 ♦ G 9 8 7 2 * 8 3 S hefir sagt 3 grönd. Út kom S G. Þegar S sér spilin í borðinu, þykist hann hafa ráð andstæðinganna í hendi sér, því að nægur er „punkta“-fjöld- inn. Honum fór eins og mörgum öðr- um, þegar þeir hafa góð spil, að hugsa sig ekki um nógu vel né gera ráð fyrir því að spilin sé illa skift fyrir hann hjá andstæðingum. Hann drap með S D og sló út laufi. Ekki heppaðist að hætta gosanum og A kemur út í hjarta. Nú sneri S við blaðinu og sló út tígli, og úrslitin urðu þau að hann tapaði tveim- ur slögum. Ef hann hefði hugsað sig vel um í byrjun átti hann að byrja í tígli. Þar gat hann ekki misst nema tvo slagi og átti svo vísa 3 slagi í tígli, 2 í laufi, 3 í spaða og 2 í hjarta, eða samtals 10 slagi. HREINLÆTI ER GOTT Steipgrímur Thorsteinsson yfirkenn- ari var hátt á sjötugsaldri þegar ég var í skóla. Hann kenndi mest gömlu mál- in, grísku og latínu. f rauninni leiddist honum kennslan, einkum máifræði- staglið, og flýtti sér að hlýða okkur yfir leskaflana. Þegar því var lokið, fór hann að segja okkur ýmsar skrítl- ur um nafnkennda menn, bæði inn- lcnda og erlenda. Ég man eftir að hann sagði, að Magnús Eiríksson (guðfræð- ingur) hefði verið mikill sérvitringur og ekki sérlega hreinlátur, gleymdi al- veg að skifta um nærföt mánuðum saman. Allt í einu varð hann svo digur og þreklegur. að kunningjar hans feilu í stafi yfir því. En þá kom upp úr kafinu, að hann hafði farið í ellefu skyrtur, hverja utan yfir aðra, hafði ekki farið úr óhreinu skyrtunum, held- ur farið í hreinar utan yfir þær ó- hreinu. (Endurminn. Vald. Erlendsson- ar læknis). DRAUMKONUR Páll á Hjálmsstöðum segist hafa átt tvær draumkonur eins og Gísli Súrsson, en sá er munurinn, að báðar draum- konur Páls eru góðar. Önnur hét Guð- leif Þorleifsdóttir og var frá Ketilvöll- um. Eitt sinn á þorranum, í miklum snjóavetri, voru menn orðnir allkvíðn- ir um afdrif fjár síns. Dreymdi Pál þá eina nóttina, að hann sá mann koma utan dalinn á tveimur hestum dökk- leitum. Sá hann þegar nær kom, að þama var Guðleif á Ketilvöllum. Var annar hestur hennar alrauður, en hinn rauðblesóttur. Páll spurði Guðleifu um ferðalag hennar og svaraði hún þá: „Eg er að hugsa um að dveljast hjá ykkur hérna í Laugardalnum það sem eftir er vetrarins". Skömmu eftir þetta tók upp allan snjó í dalnum og gerði beztu tíð það sem eftir var vetrarins (Tak hnakk þinn og hest). KOLAVEIÐI í DUGGUÓSI í ósnum, sem er milli Bessastaða- tjarnar og sjávar og nefndur er Duggu- ós, var ákaflega mikil kolaveiði og einnig fyrir utan hann. Var kolinn venjulega veiddur þar frá því hálfum mánuði fyrir fardaga og allt til Mik- jálsmessu. Var kolinn veiddur í svo- kölluð kolanet. Var alltaf vitjað um net þessi einu sinni á dag. Aflinn var misjafn, þetta frá 60 og mest upp i 150 fiska. Þætti slíkt nú daglega góður fengur. — Var þetta spikfeitur skar- koli, til jafnaðar rúmlega pund að þyngd. Stundum kom fyrir að smá- lúða kæmi í netin, og voru þær frá fimm og allt að tólf pundum. Þótti kolaveiðin einhver indælustu hlunnindi sem fylgdu Bessastöðum og Breiðabóls- stöðum. Ári eftir að fyrstu togararnir komu hér í Faxaflóa, hurfu þessi dýr- mætu hlunnindi frá þessum tveimur jörðum og verður sá skaði alltaf ómet- anlegur. (Sjósókn). A 7 5 ¥ G 8 6 4 ♦ Á D 5 * D 10 9 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.