Lesbók Morgunblaðsins - 03.04.1955, Page 1

Lesbók Morgunblaðsins - 03.04.1955, Page 1
13. tbl. Jflt>r#unl»Jaí>£in3 Sunnudagur 3. apríl 1955 Wlt XXX. árg. Tvö skipströnd fyrir 50 árum Fjallsá í vexti í TILEFNI af strandi togarans „King Sol“ á Mcðallandsfjöru nú fyrir skemmstu, rifjar blaðið „Evening Telegraph“ í Grimsbv upp sögu um togarastrand hér við land fyrir 50 árum. Þykir rétt að birta hér þá frásögn, þar sem lítið er getið um þennan at- burð í íslenzkum heimildum, en áður skal þó sögð saga af öðru strandi, sem varð rétt áður. s. STRAND Á BREIÐAMERKUR- SANDI Hinn 12. janúar 1905 lagði tog- arinn „Banffshire" á stað frá heimahöfn sinni Aberdeen og var förinni heitið til veiða við fs- landsstrendur. Hafði skipið með- ferðis 150 smál. af kolum til farar- innar. Skipstjóri hét Alfred Jones og stýrimaður Albert Jones. Segir nú ekki annað af för þeirra en að þeir hrepptu dimmviðri þegar þeir nálguðust ísland. Og laust fyrir dögun 16. jan. renndi skipið beint upp í sand, rétt austan við Breiðár- ós. Var þá á ofsarigning og stórsjór við ströndina. Rétt áður en skipið tók niðri, hafði það fengið á sigbrot -sjó og tók þá út skipsbátinn, svo að þeir voru þarna illa staddir, og var ekki um annað að gera en haf- ast við í skipinu, meðan sætt vævi, og bíða björgunar. Þeir héldu nú kyrru fyrir allan daginn og næstu nótt, eða samtais 28 klukkustundir. En svo hátt hafði þá brimið borið skipið, að með háfjöru, sem var stundu eftir há- degi hinn 17. janúar, var orðið svo stutt í land að þeir ákváðu að yfir- gefa skipið, og óðu svo sjóinn í mitti og upp undir hendur. Gekk það vel og komust allir á land, en ekki er nú kunnugt hve margir þeir voru, líklega 10 eða 11. Þegar á land var komið fóru þeir að hugsa um að komast til byggð3 og er svo að sjá sem þeir hafi haft einhverja hugmynd um að betra væri að leita vestur á bóginn. En yfir Breiðárós komust þeir ekki, því að hann var með öllu ófær, vegna þess hve mikið var í ánni eftir stór- rigninguna. Fóru þeir þá austur fyrir Breiðárlónið og síðan upp með ánni allt að jökli og komust fyrir upptök árinnar með því að fara yfir jökulinn. Héldu þeir svo

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.