Lesbók Morgunblaðsins - 03.04.1955, Side 9
LESBOK MORGUNBLAÐSINS
197
Eyðilegging í borginni Jérémie á Haiti eftir að fellibylurinn fór þar yfir.
regn og ár flæddu yfir bakka sína.
Eftir að fellibylurinn fór yíir
Haiti stefndi hann í norðnorðvestur
með 25 hnúta hraða að meðaltali,
en það er 12% m/sek. Til saman-
burðar má benda á, að beztu sprett-
hlauparar heimsins hlaupa 100 m.
á rúmlega 10 sek., hraði þeirra er
því 10 metrar á sekundu eða 20
hnútar.
Nú sagði Veðurstofan banda-
ríska, að fellibylurinn mundi
hægja ferðina og sveigja til norð-
austurs, eins og fellibylja er vani,
þegar þeir eru komnir inn yfir
land. Einna helzt var búizt við, að
hann mundi taka stefnu í norð-
austur við Alleghany-fjöll og fara
síðan yfir Nova Scotia.
En Hazel, þessi kynjaskepna,
fylgdi hvorki lögum né spám
mannanna, heldur jók nú hraðan
um helming og geystist nú beint
norður með 50 hnúta hraða, böðl-
aðist yfir f jöll og firnindi og klukk-
an 11 að kvöldi 15. október fór
miðjan yfir Torontoborg í Kanada.
Þar var fólk alveg óviðbúið þess-
um ósköpum, enda hafði fellibylur
ekki farið um þessar slóðir í
manna minni. Toronto er í Ontario-
fylki, sem er eitt aðalfylki Kan-
ada. Það var áætlað, að um 94
manns hafi farizt, og tjónið var
áætlað um 100 milljónir dollara.
Samfara þessu fylgdi steypiregn
eða 183 mm., sem var það mesta
í sögu fylkisins. Árnar Don og
Humber ílæddu yfir bakka sína og
sópuðu burt brúm og húsum t. d.
sópuðust 14 hús burt við Raymore
Drive í Toronto og 35 manns, sem
í húsunum bjuggu, fórust.
Á tæpum sólarhring, frá því að
fellibylurinn fór yfir ströndina í
Karolinafylkjunum í Bandaríkjur-
um og þar til hann eyddist skyndi-
lega við suðurenda Hudsonflóa,
höfðu 176 manns látið lífið og tjón-
ið var áætlað rúmlega 600 milljón-
ir dollara eða rúmlega 9000 milj-
ónir ísl* króna.
Samanlagt hafa því tæplega 300
manns farizt af völdum þessa felli-
byls á Haiti, í Bandaríkjunum og
Kanada, og tjónið hefur sennilega
orðið samanlagt rúmlega 10.000
miljónir ísL króna.
Línuritió sýnir
hvernig loft-
þrýstingurinn
féll mjög snögg-
lega á undan
miðju fellibylsins
og steig jafn-
snöggt á bak við
miðjuna.
Fellibyljir myndast aðallega yfir
Norður-Atlantshafi skammt norð-
ur af miðbaug. Þeir hreyfast venju-
lega vestur á bóginn en breyta svo
um stefnu og sveigja til norðvest-
urs og að lokum til norðausturs og
hafa stundum komizt alla leið til
Islands, en þá eru þeir venjulega
orðnir að djúpum og víðáttumikl-
um lægðum. Þeirra verður venju-
lega vart í ágúst, september og
október.
Fyrsti fellibylurinn á árinu 1954
myndaðist í júlí og olli flóðum í
Texas og Mexico. Það má segja, að
sá fellibylur hafi fæðst löngu fyrjr
tímann, enda er það óvenjulegt að
fellibyljir komi svo snemma.
Versti fellibylurinn, sem kom á
undan „Hazel“, var sennilega sá,
sem skall á Nýa-Englandi 21. sept.
1938. Þá fórust 628 manns og yíir
1000 manns slösuðust, einnig varð
mikið eignatjón.
Fellibylur er að lögun sem hring-
ur eða sporbaugur, og fylgir hon-
um steypiregn og fárviðri, en í
miðjunni, sem kallast „auga“, er
logn og heiðskír himinn. Þegar
„augað“ fer yfir kemur svikahler,
veðurofsann lægir, og það styttir
upp, og sólin skín aftur en svo
byrjar fárviðrið aftur og þá venju-
lega af þveröfugri átt við það, sem
áður var.
Þótt einkennilegt megi virðast,
þá er orkan, sem felst í einum slík-